Messi með tvö mörk og stoðsendingu í stórsigri Inter Miami Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2023 07:02 Lionel Messi hefur skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum fyrir Inter Miami. getty/Megan Briggs Lionel Messi fer heldur betur vel af stað með Inter Miami og hefur skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum með liðinu. Inter Miami mætti Atlanta United í Leagues Cup í nótt og vann 4-0 sigur. Um er að ræða keppni milli liða í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og Liga MX í Mexíkó. Messi kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmark Inter Miami gegn Cruz Azul með marki beint úr aukaspyrnu elleftu stundu á föstudaginn. Messi var í fyrsta sinn í byrjunarliði Inter Miami í nótt og sömu sögu er að segja af Sergio Busquets, fyrrverandi samherja hans hjá Barcelona. Þeir félagar áttu heiðurinn af fyrsta marki leiksins á 8. mínútu. Busquets lyfti þá boltanum yfir vörn Atlanta á Messi sem skaut í stöng en fylgdi á eftir og skoraði fyrsta mark leiksins. Atlanta er hundraðasta liðið sem Messi skorar gegn á ferlinum. Á 22. mínútu bætti Messi öðru marki við eftir skyndisókn Inter Miami. Robert Taylor bætti svo þriðja markinu við fyrir hálfleik. Messi var ekki hættur því á 53. mínútu lagði hann upp fjórða mark Inter Miami fyrir Taylor sem skoraði öðru sinni. Messi fékk svo heiðursskiptingu þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Inter Miami fagnaði 4-0 sigri. A joy to watch unless you're a defender.Rewind all of Messi's moments from a two-goal, one-assist showing against Atlanta in @LeaguesCup action. pic.twitter.com/MxkGHjIDAf— Major League Soccer (@MLS) July 26, 2023 Inter Miami vann sinn riðil í Leagues Cup og er komið í 32-liða úrslit keppninnar. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Inter Miami mætti Atlanta United í Leagues Cup í nótt og vann 4-0 sigur. Um er að ræða keppni milli liða í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og Liga MX í Mexíkó. Messi kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmark Inter Miami gegn Cruz Azul með marki beint úr aukaspyrnu elleftu stundu á föstudaginn. Messi var í fyrsta sinn í byrjunarliði Inter Miami í nótt og sömu sögu er að segja af Sergio Busquets, fyrrverandi samherja hans hjá Barcelona. Þeir félagar áttu heiðurinn af fyrsta marki leiksins á 8. mínútu. Busquets lyfti þá boltanum yfir vörn Atlanta á Messi sem skaut í stöng en fylgdi á eftir og skoraði fyrsta mark leiksins. Atlanta er hundraðasta liðið sem Messi skorar gegn á ferlinum. Á 22. mínútu bætti Messi öðru marki við eftir skyndisókn Inter Miami. Robert Taylor bætti svo þriðja markinu við fyrir hálfleik. Messi var ekki hættur því á 53. mínútu lagði hann upp fjórða mark Inter Miami fyrir Taylor sem skoraði öðru sinni. Messi fékk svo heiðursskiptingu þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Inter Miami fagnaði 4-0 sigri. A joy to watch unless you're a defender.Rewind all of Messi's moments from a two-goal, one-assist showing against Atlanta in @LeaguesCup action. pic.twitter.com/MxkGHjIDAf— Major League Soccer (@MLS) July 26, 2023 Inter Miami vann sinn riðil í Leagues Cup og er komið í 32-liða úrslit keppninnar.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira