Sæferðir segja upp öllu starfsfólki vegna óvissu Árni Sæberg skrifar 25. júlí 2023 23:18 Jóhanna Ósk Halldórsdóttir er framkvæmdastjóri Sæferða. HEIMASÍÐA SÆFERÐA, VÍSIR/SIGURJÓN Sæferðir í Stykkishólmi var eini þátttakandi í útboði Vegagerðarinnar vegna reksturs nýrrar ferju á Breiðafirði. Þrátt fyrir það er enn óljóst hvort samningar náist um reksturinn og því hefur verið ákveðið að segja upp öllum 22 starfsmönnum Sæferða. Í tilkynningu frá Sæferðum segir að tilboð félagsins hafi verið yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar og að gert sé ráð fyrir því að í hönd fari samningaviðræður við Vegagerðina um rekstur á Breiðafjarðarferju fyrir árin 2023-2026, með möguleika á framlengingu allt að tvisvar sinnum, eitt ár í senn. Sá samningur fæli í sér sérleyfi fyrir Vegagerðina til að annast fólks-, bifreiða- og vöruflutninga á milli Stykkishólms og Brjánslækjar, með viðkomu í Flatey. Röst leysir Baldur af Líkt og greint var frá fyrir skömmu mun ný ferja, Röst, senn sigla um Breiðafjörð og leysa ferjuna Baldur af hólmi. Baldur þykir ekki lengur hæfur til siglinga um fjörðinn. Í tilkynningu segir að Sæferðir muni sigla Baldri til 15. október en þá verði hann afhentur nýjum eiganda. „Þar sem ekki liggur enn fyrir hvort samningar náist um rekstur nýju ferjunnar þurfa Sæferðir því miður að segja upp ráðningarsamningum við allt starfsfólk fyrirtækisins. Um er að ræða 22 fastráðna starfsmenn. Þar sem um annað skip er að ræða en hefur verið í þessum siglingum síðustu ár þarf að skoða hver mönnunarþörf þess er og því er ekki hægt að fullyrða á þessari stundu að allt starfsfólk verði endurráðið ef Sæferðir fá áframhaldandi samning við Vegagerðina. Sæferðir vonast til að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst.“ Þykir leitt að þurfa að segja upp starfsfólki Í tilkynningu er haft eftir Jóhönnu Ósk Halldórsdóttir, framkvæmdastjóra Sæferða, að fyrirtækinu þyki afar leitt að þurfa að grípa til uppsagna, enda vinni frábær hópur starfsfólks hjá Sæferðum og mörg hafi starfað hjá félaginu um langt skeið. „Ferjureksturinn er grundvöllurinn fyrir tilvist fyrirtækisins og við höfum enn þá ekkert í hendi um að hann verði áfram hjá okkur. Við höfum upplýst helstu hagsmunaaðila á svæðinu um stöðuna og vonumst til að línur skýrist sem allra fyrst. Við vorum með starfsmannafund fyrr í kvöld þar sem fólk var upplýst um niðurstöðu útboðsins og því tilkynnt um uppsagnirnar. Við vonumst til að flest starfsfólk fái boð um starf á nýju ferjunni, náist samningar um reksturinn við Vegagerðina,“ er haft eftir henni. Ferjan Baldur Samgöngur Stykkishólmur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Röst leysir Baldur af hólmi Vegagerðin hefur samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst. Skipið tekur að óbreyttu við ferjusiglingum á Breiðafirði í haust og leysir þar með ferjuna Baldur af hólmi. Til stóð upphaflega að leggja af ferjusiglingar um Breiðafjörð í vor. 7. júlí 2023 10:15 Samgöngur við sunnanverða Vestfirði séu tifandi tímasprengja Sveitarstjóri á Vestfjörðum segir óviðunandi að farþegaferjan Baldur, sem siglir frá Snæfellsnesi yfir á Breiðafjörð, bili ítrekað með tilheyrandi röskun á samgöngum. Slæmir innviðir á sunnanverðum Vestfjörðum séu tifandi tímasprengja. Farþegar sátu fastir í meira en fimm tíma vegna bilunar í morgun. 18. júní 2022 19:56 Baldur kominn í höfn: „Þetta fór blessunarlega vel“ Búið er að binda ferjuna Baldur við Stykkishólmshöfn, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ferjan varð aflvana norður af Stykkishólmi í morgun, eða um 300 metra frá landi. 18. júní 2022 15:45 Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. 18. júní 2022 14:08 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Í tilkynningu frá Sæferðum segir að tilboð félagsins hafi verið yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar og að gert sé ráð fyrir því að í hönd fari samningaviðræður við Vegagerðina um rekstur á Breiðafjarðarferju fyrir árin 2023-2026, með möguleika á framlengingu allt að tvisvar sinnum, eitt ár í senn. Sá samningur fæli í sér sérleyfi fyrir Vegagerðina til að annast fólks-, bifreiða- og vöruflutninga á milli Stykkishólms og Brjánslækjar, með viðkomu í Flatey. Röst leysir Baldur af Líkt og greint var frá fyrir skömmu mun ný ferja, Röst, senn sigla um Breiðafjörð og leysa ferjuna Baldur af hólmi. Baldur þykir ekki lengur hæfur til siglinga um fjörðinn. Í tilkynningu segir að Sæferðir muni sigla Baldri til 15. október en þá verði hann afhentur nýjum eiganda. „Þar sem ekki liggur enn fyrir hvort samningar náist um rekstur nýju ferjunnar þurfa Sæferðir því miður að segja upp ráðningarsamningum við allt starfsfólk fyrirtækisins. Um er að ræða 22 fastráðna starfsmenn. Þar sem um annað skip er að ræða en hefur verið í þessum siglingum síðustu ár þarf að skoða hver mönnunarþörf þess er og því er ekki hægt að fullyrða á þessari stundu að allt starfsfólk verði endurráðið ef Sæferðir fá áframhaldandi samning við Vegagerðina. Sæferðir vonast til að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst.“ Þykir leitt að þurfa að segja upp starfsfólki Í tilkynningu er haft eftir Jóhönnu Ósk Halldórsdóttir, framkvæmdastjóra Sæferða, að fyrirtækinu þyki afar leitt að þurfa að grípa til uppsagna, enda vinni frábær hópur starfsfólks hjá Sæferðum og mörg hafi starfað hjá félaginu um langt skeið. „Ferjureksturinn er grundvöllurinn fyrir tilvist fyrirtækisins og við höfum enn þá ekkert í hendi um að hann verði áfram hjá okkur. Við höfum upplýst helstu hagsmunaaðila á svæðinu um stöðuna og vonumst til að línur skýrist sem allra fyrst. Við vorum með starfsmannafund fyrr í kvöld þar sem fólk var upplýst um niðurstöðu útboðsins og því tilkynnt um uppsagnirnar. Við vonumst til að flest starfsfólk fái boð um starf á nýju ferjunni, náist samningar um reksturinn við Vegagerðina,“ er haft eftir henni.
Ferjan Baldur Samgöngur Stykkishólmur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Röst leysir Baldur af hólmi Vegagerðin hefur samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst. Skipið tekur að óbreyttu við ferjusiglingum á Breiðafirði í haust og leysir þar með ferjuna Baldur af hólmi. Til stóð upphaflega að leggja af ferjusiglingar um Breiðafjörð í vor. 7. júlí 2023 10:15 Samgöngur við sunnanverða Vestfirði séu tifandi tímasprengja Sveitarstjóri á Vestfjörðum segir óviðunandi að farþegaferjan Baldur, sem siglir frá Snæfellsnesi yfir á Breiðafjörð, bili ítrekað með tilheyrandi röskun á samgöngum. Slæmir innviðir á sunnanverðum Vestfjörðum séu tifandi tímasprengja. Farþegar sátu fastir í meira en fimm tíma vegna bilunar í morgun. 18. júní 2022 19:56 Baldur kominn í höfn: „Þetta fór blessunarlega vel“ Búið er að binda ferjuna Baldur við Stykkishólmshöfn, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ferjan varð aflvana norður af Stykkishólmi í morgun, eða um 300 metra frá landi. 18. júní 2022 15:45 Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. 18. júní 2022 14:08 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Röst leysir Baldur af hólmi Vegagerðin hefur samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst. Skipið tekur að óbreyttu við ferjusiglingum á Breiðafirði í haust og leysir þar með ferjuna Baldur af hólmi. Til stóð upphaflega að leggja af ferjusiglingar um Breiðafjörð í vor. 7. júlí 2023 10:15
Samgöngur við sunnanverða Vestfirði séu tifandi tímasprengja Sveitarstjóri á Vestfjörðum segir óviðunandi að farþegaferjan Baldur, sem siglir frá Snæfellsnesi yfir á Breiðafjörð, bili ítrekað með tilheyrandi röskun á samgöngum. Slæmir innviðir á sunnanverðum Vestfjörðum séu tifandi tímasprengja. Farþegar sátu fastir í meira en fimm tíma vegna bilunar í morgun. 18. júní 2022 19:56
Baldur kominn í höfn: „Þetta fór blessunarlega vel“ Búið er að binda ferjuna Baldur við Stykkishólmshöfn, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ferjan varð aflvana norður af Stykkishólmi í morgun, eða um 300 metra frá landi. 18. júní 2022 15:45
Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. 18. júní 2022 14:08