Fótbolti

Hörður Björgvin og félagar í góðum málum í Meistaradeildinni

Siggeir Ævarsson skrifar
Hörður stóð vaktina í vörninni í kvöld. Hér er hann í leik með íslenska landsliðinu en hann nálgast óðum 50 landsleikjamúrinn
Hörður stóð vaktina í vörninni í kvöld. Hér er hann í leik með íslenska landsliðinu en hann nálgast óðum 50 landsleikjamúrinn Vísir/Getty

Panathinaikos eru í góðri stöðu í undankeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 1-3 sigur á SC Dnipro 1 frá Úkraínu. Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í miðri vörn Panathinaikos.

Hörður og félagar komust í 0-1 strax á 10. mínútu og bættu við forskotið á þeirri 73. Varamaðurinn Fotis Ioannidis kom þeim svo í 0-3 á 84. mínútu en Dnipro klóruðu í bakkann með marki á 90. mínútu, lokatölur 1-3.

Seinni leikur liðanna fer fram í Grikklandi þann 1. ágúst, en sigurliðið úr einvíginu mætir franska liðinu Marseille í þriðju umferð forkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×