„Ég var með einhverja Súperman-stæla“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. júlí 2023 08:00 Martin er á batavegi en flýtir sér hægt í langþráðu landsliðsverkefni. Getty Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson sleit krossband í hné í fyrra og hefur eytt síðasta árinu í endurhæfingu. Hann segir allt vera á réttri leið, hefur lagt blóð, svita, tár og eigin peninga í endurhæfinguna og vonast til að taka þátt í komandi landsliðsverkefni Íslands. „Hnéð er að bregðast hrikalega vel við, það er mjög jákvætt. Ég var í Belgíu í viku í stífum æfingum, tvisvar á dag og að reyna að púsla þessu öllu rétt saman. Ég er mjög sáttur við hnéð eins og það er akkúrat núna,“ segir Martin um stöðuna á sér. Valencia brást snarlega við eftir að Martin meiddist þar sem einkalæknir tennisstjörnunar Rafaels Nadal var fenginn að borðinu. Hann er þakklátur traustinu frá liðinu og verður fyrirliði þess á komandi leiktíð. „Þeir eru búnir að sjá hrikalega vel um mig. Ég reyndar borgaði sjálfur þessa Belgíuferð, en þeir eru búnir að vera eins og klettar við bakið á mér og það kannski sýnir sig í því að þeir halda mér fyrir næsta tímabil þegar allt liðið er að hverfa og búið að gera mig að fyrirliða og svona, þannig að þetta eru spennandi tímar.“ Fór aðeins fram úr sér Belgíuferðin sé hins vegar afleiðing þess að hann hafi farið heldur geyst af stað í vor. „Þetta eru þannig meiðsli að það þarf að sinna þessu svolítið. Ég var kannski með einhverja Súperman-stæla þarna í vetur og ætlaði að koma þvílíkt hratt til baka. Ég fór kannski aðeins og snemma af stað og er að gjalda fyrir það núna. Ég þarf bara að taka afleiðingunum og sinna þessu eins vel og ég get,“ segir Martin. Vegna þessa fari varlega í sakirnar í komandi landsliðsverkefni þar sem Ísland mun taka þátt í forkeppni Ólympíuleikanna í águst. „Núna er ég bara svolítið að sjá hvernig skrokkurinn bregst við. Ef það er allt í góðu þá verð ég með en ef þetta fer að verða eitthvað vesen þá ætla ég ekki að taka neina sénsa þar sem að Valencia borgar reikningana,“ segir Martin. Varla komist í landsliðsverkefni síðustu ár Martin langar hins vegar eindregið til að spila þar sem hann hefur lítið komist í landsliðsverkefni undanfarin ár. Síðustu tólf mánuðina hefur það verið vegna meiðsla en þar á undan vegna leikja í Euroleague með félagsliðum hans sem hafa skarast á við landsliðsverkefnin. „Mig langar svo hrikalega að spila. Síðustu fimm ár eru búin að vera erfið með landsliðinu, fyrir mig persónulega. Ég get einhvern veginn aldrei tekið þátt svo hungrið er rosalega mikið að spila með þessum strákum og vera í kringum þá,“ „Ég ætla að gera allt sem ég get til þess að vera með en svo þarf maður auðvitað að vera skynsamur,“ segir Martin. Þú ferð varlega í sakirnar? „Ég fer alltaf varlega í allt saman, þú þekkir það,“ segir Martin að lokum og hlær. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Spænski körfuboltinn Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
„Hnéð er að bregðast hrikalega vel við, það er mjög jákvætt. Ég var í Belgíu í viku í stífum æfingum, tvisvar á dag og að reyna að púsla þessu öllu rétt saman. Ég er mjög sáttur við hnéð eins og það er akkúrat núna,“ segir Martin um stöðuna á sér. Valencia brást snarlega við eftir að Martin meiddist þar sem einkalæknir tennisstjörnunar Rafaels Nadal var fenginn að borðinu. Hann er þakklátur traustinu frá liðinu og verður fyrirliði þess á komandi leiktíð. „Þeir eru búnir að sjá hrikalega vel um mig. Ég reyndar borgaði sjálfur þessa Belgíuferð, en þeir eru búnir að vera eins og klettar við bakið á mér og það kannski sýnir sig í því að þeir halda mér fyrir næsta tímabil þegar allt liðið er að hverfa og búið að gera mig að fyrirliða og svona, þannig að þetta eru spennandi tímar.“ Fór aðeins fram úr sér Belgíuferðin sé hins vegar afleiðing þess að hann hafi farið heldur geyst af stað í vor. „Þetta eru þannig meiðsli að það þarf að sinna þessu svolítið. Ég var kannski með einhverja Súperman-stæla þarna í vetur og ætlaði að koma þvílíkt hratt til baka. Ég fór kannski aðeins og snemma af stað og er að gjalda fyrir það núna. Ég þarf bara að taka afleiðingunum og sinna þessu eins vel og ég get,“ segir Martin. Vegna þessa fari varlega í sakirnar í komandi landsliðsverkefni þar sem Ísland mun taka þátt í forkeppni Ólympíuleikanna í águst. „Núna er ég bara svolítið að sjá hvernig skrokkurinn bregst við. Ef það er allt í góðu þá verð ég með en ef þetta fer að verða eitthvað vesen þá ætla ég ekki að taka neina sénsa þar sem að Valencia borgar reikningana,“ segir Martin. Varla komist í landsliðsverkefni síðustu ár Martin langar hins vegar eindregið til að spila þar sem hann hefur lítið komist í landsliðsverkefni undanfarin ár. Síðustu tólf mánuðina hefur það verið vegna meiðsla en þar á undan vegna leikja í Euroleague með félagsliðum hans sem hafa skarast á við landsliðsverkefnin. „Mig langar svo hrikalega að spila. Síðustu fimm ár eru búin að vera erfið með landsliðinu, fyrir mig persónulega. Ég get einhvern veginn aldrei tekið þátt svo hungrið er rosalega mikið að spila með þessum strákum og vera í kringum þá,“ „Ég ætla að gera allt sem ég get til þess að vera með en svo þarf maður auðvitað að vera skynsamur,“ segir Martin. Þú ferð varlega í sakirnar? „Ég fer alltaf varlega í allt saman, þú þekkir það,“ segir Martin að lokum og hlær. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Spænski körfuboltinn Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira