Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2023 16:00 Oliver Sigurjónsson, Viktor Örn Margeirsson og Damir Muminovic verða að öllum líkindum allir í byrjunarliði Breiðabliks þegar liðið mætir FCK annað kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Breiðablik sigraði Shamrock Rovers frá Írlandi í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og hefur nú tryggt sér umspilssæti í Sambandsdeild Evrópu hið minnsta. Liðið getur hins vegar farið enn lengra í Meistaradeildinni en Danmerkurmeistarar FCK standa í vegi fyrir þeim. „Við erum ekki búnir að fara yfir þá á fundinum, hann er á eftir. Hef séð nokkrar klippur og reyni að fylgjast aðeins með dönsku deildinni. Ef þeir vinna flestöll lið í Danmörku þá eru þeir gífurlega sterkir og eru búnir að vera í riðlakeppnum hér og þar. Hlakka til að sjá þá á gervigrasinu okkar,“ sagði Oliver um gæði FCK. Hann nefndi einvígið gegn İstanbul Başakşehir á síðustu leiktíð þar sem Blikar töpuðu 1-3 á heimavelli og 3-0 úti. „Það var ekki frammistaða á milli teiganna sem skipti máli, það var inn í teigunum. Það er eitthvað sem skilja á milli á morgun, hvort við skorum úr færunum okkar og höldum þeim lengst frá okkar teig, og öfugt. Verður ótrúlega gaman að bera sig saman við þessa leikmenn.“ FCK æfir ekki á Kópavogsvelli fyrir leik morgundagsins „Þegar við sjálfir förum á grasvelli þá æfum við ekkert alltaf á grasi daginn fyrir leik. Það getur verið erfitt fyrri bak, lappir og fleira. Ég skil þau rök og þeir vilja örugglega ekki vera á gervigrasi þar sem það er mjög lítið um gervigrasvelli í Danmörku.“ „Held að það verði betra fyrir okkur, að þeir séu að koma í fyrsta skipti og við ætlum að reyna nýta það sem mest.“ Viðtalið heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Oliver Sigurjónsson fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa Stressið orðið að spennu „Við erum orðnir nokkuð reyndir í þessum Evrópuleikjum svo það er ekki eins mikið stress hjá okkur. Þeir hafa í rauninni öllu að tapa en það skiptir okkur engu máli því okkur langar bara að fara og vinna fótbolta. Sama hversu sterkur andstæðingurinn er þá held ég að það sé frábært fyrir okkur að vera á heimavelli.“ „Held það sé bara tilhlökkun í hópnum heldur en stress. Meira stress fyrir forkeppnina og 1. umferðina af því okkur langaði svo mikið að komast áfram. Núna er hægt að breyta stressi yfir í spennu og þá held ég að það detti nokkur kíló af mönnum og við náum að spila okkar leik, held þetta verði ótrúlega skemmtilegur leikur.“ Mæta fullir sjálfstrausts „Við getum eiginlega ekki farið með neitt annað en sjálfstraust inn í þennan leik. Við erum vanir að spila ákveðinn leikstíl og við ætlum að vera, að ég held – fundurinn er á eftir en ég trúi að Óskar (Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika) , og vona að við komum þeim svolítið á óvart. Sérstaklega í byrjun með hraðanum og ákefðinni okkar.“ Viðtalið heldur áfram eftir myndina. Byrjunarlið Breiðabliks í heimaleiknum við Shamrock Rovers í 1. umferð.Vísir/Diego „Það verður gaman að sjá hvernig við bregðumst við mismunandi aðstæðum því þeir með lausnir við vandamálum sem við erum kannski að setja á lið hér heima eða í Evrópu. Þeir eru með það frábæra leikmenn að þeir reikna út eitthvað annað. Verður ótrúlega gaman að sjá hvort við náum ekki að vinna þá á morgun,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, að endingu. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Sjá meira
Breiðablik sigraði Shamrock Rovers frá Írlandi í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og hefur nú tryggt sér umspilssæti í Sambandsdeild Evrópu hið minnsta. Liðið getur hins vegar farið enn lengra í Meistaradeildinni en Danmerkurmeistarar FCK standa í vegi fyrir þeim. „Við erum ekki búnir að fara yfir þá á fundinum, hann er á eftir. Hef séð nokkrar klippur og reyni að fylgjast aðeins með dönsku deildinni. Ef þeir vinna flestöll lið í Danmörku þá eru þeir gífurlega sterkir og eru búnir að vera í riðlakeppnum hér og þar. Hlakka til að sjá þá á gervigrasinu okkar,“ sagði Oliver um gæði FCK. Hann nefndi einvígið gegn İstanbul Başakşehir á síðustu leiktíð þar sem Blikar töpuðu 1-3 á heimavelli og 3-0 úti. „Það var ekki frammistaða á milli teiganna sem skipti máli, það var inn í teigunum. Það er eitthvað sem skilja á milli á morgun, hvort við skorum úr færunum okkar og höldum þeim lengst frá okkar teig, og öfugt. Verður ótrúlega gaman að bera sig saman við þessa leikmenn.“ FCK æfir ekki á Kópavogsvelli fyrir leik morgundagsins „Þegar við sjálfir förum á grasvelli þá æfum við ekkert alltaf á grasi daginn fyrir leik. Það getur verið erfitt fyrri bak, lappir og fleira. Ég skil þau rök og þeir vilja örugglega ekki vera á gervigrasi þar sem það er mjög lítið um gervigrasvelli í Danmörku.“ „Held að það verði betra fyrir okkur, að þeir séu að koma í fyrsta skipti og við ætlum að reyna nýta það sem mest.“ Viðtalið heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Oliver Sigurjónsson fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa Stressið orðið að spennu „Við erum orðnir nokkuð reyndir í þessum Evrópuleikjum svo það er ekki eins mikið stress hjá okkur. Þeir hafa í rauninni öllu að tapa en það skiptir okkur engu máli því okkur langar bara að fara og vinna fótbolta. Sama hversu sterkur andstæðingurinn er þá held ég að það sé frábært fyrir okkur að vera á heimavelli.“ „Held það sé bara tilhlökkun í hópnum heldur en stress. Meira stress fyrir forkeppnina og 1. umferðina af því okkur langaði svo mikið að komast áfram. Núna er hægt að breyta stressi yfir í spennu og þá held ég að það detti nokkur kíló af mönnum og við náum að spila okkar leik, held þetta verði ótrúlega skemmtilegur leikur.“ Mæta fullir sjálfstrausts „Við getum eiginlega ekki farið með neitt annað en sjálfstraust inn í þennan leik. Við erum vanir að spila ákveðinn leikstíl og við ætlum að vera, að ég held – fundurinn er á eftir en ég trúi að Óskar (Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika) , og vona að við komum þeim svolítið á óvart. Sérstaklega í byrjun með hraðanum og ákefðinni okkar.“ Viðtalið heldur áfram eftir myndina. Byrjunarlið Breiðabliks í heimaleiknum við Shamrock Rovers í 1. umferð.Vísir/Diego „Það verður gaman að sjá hvernig við bregðumst við mismunandi aðstæðum því þeir með lausnir við vandamálum sem við erum kannski að setja á lið hér heima eða í Evrópu. Þeir eru með það frábæra leikmenn að þeir reikna út eitthvað annað. Verður ótrúlega gaman að sjá hvort við náum ekki að vinna þá á morgun,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, að endingu. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Sjá meira