Slæm loftgæði á Ísafirði og í Hveragerði í dag Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. júlí 2023 07:46 Það verður mikil loftmengun á Ísafirði í dag en gosmóðan frá eldgosinu er komin vestur. Það verður því sennilega ekki svona heiðskýrt eins og á þessari mynd. Vísir/Vilhelm Mikil loftmengun er á Ísafirði og í Hveragerði í dag og gætu viðkvæmir fundið fyrir einkennum vegna slæmra loftgæða. Gasmengun frá gosinu berst til norðurs og austurs yfir suðvestanvert landið. Samkvæmt vefnum loftgaedi.is mælast loftgæði óholl fyrir viðkvæma á Ísafirði og í Hveragerði í dag. Einstaklingar með astma og undirliggjandi lungnasjúkdóma gætu því fundið fyrir einkennum loftmengunarinnar. Alls staðar annars staðar á landinu mælast loftgæði góð eða mjög góð. Í samtali við Veðurstofuna kom fram að í Hveragerði mældist breinnsteinsvetni (H2S) í loftinu. Það væri því ekki frá eldgosinu heldur er líklegra að það komi frá Hellisheiðarvirkjun. Á Vestfjörðum er hins vegar um Súlfat (SO4) að ræða, taldi veðurfræðingur að sennilega væri þetta gosmökkur sem hefði náð að bindast við andrúmsloftið. Náttúruvársérfræðingur greindi frá því í gær að gosmóðan sem hefur hangið yfir höfuðborgarsvæðinu muni ekki fara fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag. Ef það rignir á meðan gosmóðan hangir yfir gæti fallið súrt regn en veðurfræðingar telja að það muni ekki hafa mikil áhrif á lífríki eða vatnsból. Rigning í nótt hreinsaði gosmóðuna aðeins Samkvæmt spá veðurvaktar um gasdreifingu berst gasmengun frá gosinu til norðurs og austurs yfir suðvestanvert landið. Búast má við því að gosmóðan sem hefur hangið yfir höfuðborgarsvæðinu verði áfram fram á miðvikudag. „Það er mjög lítil vindur þannig þetta liggur mest yfir gossvæðinu, ekki mikil hreyfing á þessu,“ sagði Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, um gasmengunina í dag. „Það var svona þoka yfir en hún hefur aðeins brotnað upp en það virðist liggja mökkur yfir gossvæðinu.“ „Spáin í dag er hægur vindur þannig þetta getur dreifst víða á Reykjanesskaganum,“ sagði hann. Þá sagði hann að gosmóðan sem hefur verið yfir höfuðborgarsvæðinu verði áfram næstu tvo daga en „á miðvikudag er komin mjög ákveðin austanátt sem feykir þessu út á hafið. Þá vonandi losnum við við þetta en fram að því þurfum við sennilega að þola þetta“ Þrátt fyrir að gosmóðan hangi yfir mælast loftgæði góð á höfuðborgarsvæðinu og segir Þorsteinn það sé rigningu að þakka. „Það kom einhver smá rigning sem hefur hreinsað þetta í nótt en það bætist við í dag. Við erum þakklát fyrir það en það bætist við í dag. Gosmóðan komin vestur Greint var frá því á laugardag að gosmóðan væri komin til Vestfjarða. Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði þá að stofunni hefði borist tilkynning um gosmóðu frá snjóflóðaathugunarmanni sem staddur var í Ísafjarðardjúpi. Gervitunglamyndir frá laugardeginum sýndu magn gosmóðunnar frá Reykjanesskaga, SO2 brennisteinsdíoxíðs, yfir landinu. Gervitunglamynd sýnir styrkleika brennisteinsdíoxíðs yfir landinu.Veðurstofa Íslands Móðan var þá komin inn á Breiðafjörð og þótti Magnúsi ekki ólíklegt að hún hafi dreifst yfir Vestfirði í kjölfarið. Gosmóðan mun líklega halda áfram yfir Tröllaskaga. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Loftgæði Hveragerði Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Gosmóðan komin til Vestfjarða: „Ef þú getur ekki komið að gosinu kemur gosið til þín“ Gosmóðan úr eldgosinu í Litla-Hrúti er nú komin til Vestfjarða. Búast má við því að hún haldi þaðan til austurs í átt að Tröllaskaga. 22. júlí 2023 15:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Samkvæmt vefnum loftgaedi.is mælast loftgæði óholl fyrir viðkvæma á Ísafirði og í Hveragerði í dag. Einstaklingar með astma og undirliggjandi lungnasjúkdóma gætu því fundið fyrir einkennum loftmengunarinnar. Alls staðar annars staðar á landinu mælast loftgæði góð eða mjög góð. Í samtali við Veðurstofuna kom fram að í Hveragerði mældist breinnsteinsvetni (H2S) í loftinu. Það væri því ekki frá eldgosinu heldur er líklegra að það komi frá Hellisheiðarvirkjun. Á Vestfjörðum er hins vegar um Súlfat (SO4) að ræða, taldi veðurfræðingur að sennilega væri þetta gosmökkur sem hefði náð að bindast við andrúmsloftið. Náttúruvársérfræðingur greindi frá því í gær að gosmóðan sem hefur hangið yfir höfuðborgarsvæðinu muni ekki fara fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag. Ef það rignir á meðan gosmóðan hangir yfir gæti fallið súrt regn en veðurfræðingar telja að það muni ekki hafa mikil áhrif á lífríki eða vatnsból. Rigning í nótt hreinsaði gosmóðuna aðeins Samkvæmt spá veðurvaktar um gasdreifingu berst gasmengun frá gosinu til norðurs og austurs yfir suðvestanvert landið. Búast má við því að gosmóðan sem hefur hangið yfir höfuðborgarsvæðinu verði áfram fram á miðvikudag. „Það er mjög lítil vindur þannig þetta liggur mest yfir gossvæðinu, ekki mikil hreyfing á þessu,“ sagði Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, um gasmengunina í dag. „Það var svona þoka yfir en hún hefur aðeins brotnað upp en það virðist liggja mökkur yfir gossvæðinu.“ „Spáin í dag er hægur vindur þannig þetta getur dreifst víða á Reykjanesskaganum,“ sagði hann. Þá sagði hann að gosmóðan sem hefur verið yfir höfuðborgarsvæðinu verði áfram næstu tvo daga en „á miðvikudag er komin mjög ákveðin austanátt sem feykir þessu út á hafið. Þá vonandi losnum við við þetta en fram að því þurfum við sennilega að þola þetta“ Þrátt fyrir að gosmóðan hangi yfir mælast loftgæði góð á höfuðborgarsvæðinu og segir Þorsteinn það sé rigningu að þakka. „Það kom einhver smá rigning sem hefur hreinsað þetta í nótt en það bætist við í dag. Við erum þakklát fyrir það en það bætist við í dag. Gosmóðan komin vestur Greint var frá því á laugardag að gosmóðan væri komin til Vestfjarða. Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði þá að stofunni hefði borist tilkynning um gosmóðu frá snjóflóðaathugunarmanni sem staddur var í Ísafjarðardjúpi. Gervitunglamyndir frá laugardeginum sýndu magn gosmóðunnar frá Reykjanesskaga, SO2 brennisteinsdíoxíðs, yfir landinu. Gervitunglamynd sýnir styrkleika brennisteinsdíoxíðs yfir landinu.Veðurstofa Íslands Móðan var þá komin inn á Breiðafjörð og þótti Magnúsi ekki ólíklegt að hún hafi dreifst yfir Vestfirði í kjölfarið. Gosmóðan mun líklega halda áfram yfir Tröllaskaga.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Loftgæði Hveragerði Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Gosmóðan komin til Vestfjarða: „Ef þú getur ekki komið að gosinu kemur gosið til þín“ Gosmóðan úr eldgosinu í Litla-Hrúti er nú komin til Vestfjarða. Búast má við því að hún haldi þaðan til austurs í átt að Tröllaskaga. 22. júlí 2023 15:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Gosmóðan komin til Vestfjarða: „Ef þú getur ekki komið að gosinu kemur gosið til þín“ Gosmóðan úr eldgosinu í Litla-Hrúti er nú komin til Vestfjarða. Búast má við því að hún haldi þaðan til austurs í átt að Tröllaskaga. 22. júlí 2023 15:01