Sport

Dagskráin í dag: Lokahringur á Opna, Besta deildin og rafíþróttir

Andri Már Eggertsson skrifar
Það verður nóg um að vera á sportinu í dag
Það verður nóg um að vera á sportinu í dag Vísir/Getty

Það verður nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport þennan sunnudaginn. Alls verða tólf beinar útsendingar og ber þar hæst lokadagurinn á Opna breska og Besta-deild karla og kvenna.

Stöð 2 Sport

Klukkan 13:50 hefst útsending frá leik Tindastóls og ÍBV í Bestu-deild kvenna. KR og Víkingur Reykjavík mætast síðan í Bestu-deild karla þar sem útsending hefst klukkan 19:00.

Bestu tilþrifin fara síðan yfir allt það helsta sem gerðist í leikjum Bestu-deildar karla klukkan 21:20.

Stöð 2 Sport 2

Bein útsending frá La Sella Open mótinu á LET-mótaröðinni í golfi hefst klukkan 11:00.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 09:00 verður sýnt beint frá æfingasvæði Opna breska meistaramótsins í golfi þar sem kylfingar hita sig upp fyrir mótið.

Stöð 2 Sport 4

Lokadagurinn á Opna breska meistaramótinu í golfi hefst klukkan 08:00. Klukkan 18:00 verður síðan Opna breska gert upp í uppgjörsþætti.

Stöð 2 Esport

Upphitun fyrir ellefta dag Blast-deildarinnar hefst klukkan 12:30. Leikir dagsins verða sýndir klukkan 13:00 og 16:30.

Besta rásirnar

Klukkan 19:05 hefst leikur Vals og Fram en á sama tíma á Bestu-deildar rás tvö verður HK-Stjarnan í beinni útsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×