Neymar grét í fimm daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 10:01 Neymar grét eftir tapið í vítakeppni á móti Króötum á HM 2022 og hélt áfram að gráta í fimm daga. Getty/Matthew Ashton Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar átti mjög erfitt með að sætta sig við það þegar Brasilía datt úr á heimsmeistaramótinu í Katar í desember síðastliðnum. Neymar talaði um vonbrigðin í nýju viðtali við YouTube manninn Casimiro þar sem Neymar segist hafa grátið í fimm daga eftir tapið á móti Króatíu í átta liða úrslitum HM og íhugaði að leggja landsliðsskóna sína upp á hillu. Neymar kom Brasilíu yfir í leiknum í framlengingu og hélt hann væri að tryggja brasilíska liðinu sæti í undanúrslitum en Króatar jöfnuðu og tryggðu sér síðan sigurinn í vítakeppni. Neymar cried for 5 days, considered retirement after WC exit https://t.co/lS4ZXbCZUR— ESPN (@espnvipweb) July 20, 2023 Neymar hefur ekki spilað aftur fyrir brasilíska landsliðið frá þessu tapi en leikurinn fór fram 9. desember 2022. Hinn 31 árs gamli framherji meiddist illa á ökkla í leik með Paris Saint Germain og missti af síðustu mánuðum tímabilsins. „Ég get ekki sagt þér það sem fór í gegnum hausinn á mér. Þetta var sársaukafyllsta tapið á ferlinum, án nokkurs vafa. Ég grét samfellt í fimm daga. Það særði mig mikið að sjá drauminn minn verða að engu,“ sagði Neymar. „Ég hefði kosið frekar að skora ekki, gera markalaust jafntefli og tapa síðan í vítakeppni frekar en að skora markið, þeir ná að jafna og við töpum í vító,“ sagði Neymar. „Þetta var versta mómentið á ferlinum. Þetta var eins og vera í jarðarför. Einhver grátandi hægra megin við þig og annar grátandi vinstra megin við þig. Þetta var hryllilegt og ég vil ekki upplifa slíkt aftur,“ sagði Neymar. Neyma hefur tekið þátt í þremur heimsmeistarakeppnum með Brasilíu, 2014, 2018 og 2022. Á HM 2014 tapaði liðið 7-1 í undanúrslitum á móti Þýskalandi á heimavelli en Neymar missti af þeim leik vegna bakmeiðsla. Brasilíumenn hafa síðan tapað í átta liða úrslitum í síðustu tveimur keppnum. Neymar hefur því aldrei náð að spila í undanúrslitum eða úrslitaleik á HM hvað þá að ná að verða heimsmeistari. Hann ætlar að reyna einu sinni enn á HM 2026. „Eftir heimsmeistaramótið 2022 þá vildi ég ekki spila aftur með landsliðinu ef ég segi alveg eins og er. Ég hef nú skipt um skoðun af því að ég er mjög hungraður í þennan titil. Ég vildi ekki ganga aftur í gegnum svona og sjá fjölskyldu mína þjást svona mikið. Nú þurfa þau að þola þetta aftur en nú mun þetta enda vel. Það verður að gera það,“ sagði Neymar. Neymar: After the World Cup exit, I didn t want to return to the Brazil team. I wanted to avoid the suffering again for my family because it has a huge impact.It was the worst moment of my career. I cried for five days straight. Seeing our dream evaporate is painful... I pic.twitter.com/ecIgFI9ip5— Football Tweet (@Football__Tweet) July 20, 2023 HM 2022 í Katar Brasilía Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Neymar talaði um vonbrigðin í nýju viðtali við YouTube manninn Casimiro þar sem Neymar segist hafa grátið í fimm daga eftir tapið á móti Króatíu í átta liða úrslitum HM og íhugaði að leggja landsliðsskóna sína upp á hillu. Neymar kom Brasilíu yfir í leiknum í framlengingu og hélt hann væri að tryggja brasilíska liðinu sæti í undanúrslitum en Króatar jöfnuðu og tryggðu sér síðan sigurinn í vítakeppni. Neymar cried for 5 days, considered retirement after WC exit https://t.co/lS4ZXbCZUR— ESPN (@espnvipweb) July 20, 2023 Neymar hefur ekki spilað aftur fyrir brasilíska landsliðið frá þessu tapi en leikurinn fór fram 9. desember 2022. Hinn 31 árs gamli framherji meiddist illa á ökkla í leik með Paris Saint Germain og missti af síðustu mánuðum tímabilsins. „Ég get ekki sagt þér það sem fór í gegnum hausinn á mér. Þetta var sársaukafyllsta tapið á ferlinum, án nokkurs vafa. Ég grét samfellt í fimm daga. Það særði mig mikið að sjá drauminn minn verða að engu,“ sagði Neymar. „Ég hefði kosið frekar að skora ekki, gera markalaust jafntefli og tapa síðan í vítakeppni frekar en að skora markið, þeir ná að jafna og við töpum í vító,“ sagði Neymar. „Þetta var versta mómentið á ferlinum. Þetta var eins og vera í jarðarför. Einhver grátandi hægra megin við þig og annar grátandi vinstra megin við þig. Þetta var hryllilegt og ég vil ekki upplifa slíkt aftur,“ sagði Neymar. Neyma hefur tekið þátt í þremur heimsmeistarakeppnum með Brasilíu, 2014, 2018 og 2022. Á HM 2014 tapaði liðið 7-1 í undanúrslitum á móti Þýskalandi á heimavelli en Neymar missti af þeim leik vegna bakmeiðsla. Brasilíumenn hafa síðan tapað í átta liða úrslitum í síðustu tveimur keppnum. Neymar hefur því aldrei náð að spila í undanúrslitum eða úrslitaleik á HM hvað þá að ná að verða heimsmeistari. Hann ætlar að reyna einu sinni enn á HM 2026. „Eftir heimsmeistaramótið 2022 þá vildi ég ekki spila aftur með landsliðinu ef ég segi alveg eins og er. Ég hef nú skipt um skoðun af því að ég er mjög hungraður í þennan titil. Ég vildi ekki ganga aftur í gegnum svona og sjá fjölskyldu mína þjást svona mikið. Nú þurfa þau að þola þetta aftur en nú mun þetta enda vel. Það verður að gera það,“ sagði Neymar. Neymar: After the World Cup exit, I didn t want to return to the Brazil team. I wanted to avoid the suffering again for my family because it has a huge impact.It was the worst moment of my career. I cried for five days straight. Seeing our dream evaporate is painful... I pic.twitter.com/ecIgFI9ip5— Football Tweet (@Football__Tweet) July 20, 2023
HM 2022 í Katar Brasilía Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira