Sport

Lamprecht, Fleetwood og Grillo í forystu eftir fyrsta hring

Andri Már Eggertsson skrifar
Rory McIlroy byrjaði Opna breska á pari
Rory McIlroy byrjaði Opna breska á pari Vísir/Getty

Fyrsta hringnum á Opna breska meistaramótinu í golfi er lokið. Áhugamaðurinn Christo Lamprecht sem slegið hefur í gegn er í forystu ásamt Tommy Fleetwood og Emiliano Grillo en þeir spiluðu allir á fimm höggum undir pari.

Dagurinn fór fjörlega af stað þar sem suður-afríski áhugamaðurinn Christo Lamprecht kom öllum á óvart og stal senunni. Lamprecht lék hringinn á fimm höggum undir pari.

 

Tommy Fleetwood spilaði einnig á fimm höggum undir pari. Þetta var besti opnunarhringur á Opna breska. Fleetwood fór rólega af stað en á seinni níu holunum krækti hann í fjóra fugla.

 

Efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, spilaði á einu höggi undir pari á meðan Cameron Smith, sigurvegarinn á Opna breska í fyrra, spilaði á einu höggi yfir pari.

Rory McIlroy sem þótti fyrir mót afar líklegur til sigurs byrjaði mótið ekki eins og hann hafði óskað sér. Rory McIlroy spilaði sig þó ekki úr mótinu á fyrsta degi en hann endaði á að spila hringinn á pari.

 Fylgjast má með beinni útsendingu frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×