Innlent

Stækka hættu­svæðið við gos­stöðvarnar

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Hættusvæðið er nú stærra en áður.
Hættusvæðið er nú stærra en áður. Vísir/Vilhelm

Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumatskortið fyrir gosstöðvarnar við Litla-Hrút. Hættusvæðið þar sem ný gosop geta myndast hefur nú verið stækkað í suðvestur. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að skjálftagögn hafi verið yfirfarin og ný líkön hafi verið keyrð til að áætla betur legu kvikugangsins sem myndaðist í aðdraganda gossins. Í kjölfarið hafi síðan verið ákveðið að stækka hættusvæðið þar sem ný gosop geta myndast. 

Kvikugangurinn nær nú frá Keili í norðri undir merahnjúkaleiðina í suðri. 

Uppfært hættumatskort af gosstöðvunum. Veðurstofa Íslands

Tengdar fréttir

Biðla til fólks að ganga ekki frá Vig­dísar­valla­vegi

Almannavarnir biðla til fólks að ganga ekki að Litla-Hrúti frá Vigdísarvallavegi sem var opnaður í morgun. Þó það sé styttra að eldgosinu í beinni loftlínu þá er engin stikuð gönguleið þaðan og leiðin því bæði erfiðari og hættulegri.

Opna inn á gos­stöðvar að nýju

Opnað hefur verið fyrir aðgang að gossvæðinu við Litla-Hrút að nýju. Lokað var fyrir aðgang klukkan fimm í gær vegna lélegs skyggnis á svæðinu.

Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa

Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×