Metfjöldi sá Matildurnar byrja á sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2023 12:02 Sigurmarki dagsins fagnað. Robert Cianflone/Getty Images Ástralía lagði Írland með einu marki gegn engu í fyrsta leik liðanna á HM kvenna í knattspyrnu. Aldrei hafa fleiri komið saman til að horfa á kvennaknattspyrnu í Ástralíu. Ástralía - eða Matildurnar eins og liðið er kallað - mætti til leiks á HM án sinnar helstu stjörnu. Hin magnaða Sam Kerr, leikmaður Englandsmeistara Chelsea, er fjarri góðu gamni og missir af fyrstu tveimur leikjum Ástralíu á mótinu. Það kom þó ekki að sök þegar kom að mætingu á leik dagsins. Australia announce Sam Kerr is unavailable for their first two World Cup games after she picked up a calf injury pic.twitter.com/soJp8liiM1— B/R Football (@brfootball) July 20, 2023 Hvað leik dagsins varðar þá var Ástralía mun meira með boltann framan af en írska liðið varðist fimlega. Í upphafi síðari hálfleiks fengu heimakonur vítaspyrnur þegar Hayley Raso, leikmaður Manchester City, var rifin niður í teignum. Stephanie Catley, leikmaður Arsenal, steig á punktinn og skoraði af gríðarlegu öryggi. Staðan orðin 1-0 og brekkan brött fyrir Írana það sem eftir lifði leiks. Ástralía sótti án afláts en tókst ekki að finna glufur á annars góðri vörn Írlands. Það verður seint sagt að Írland hafi verið líklegt til að jafna metin en undir lok leiks fengu gestirnir aukaspyrnu á ákjósanlegum stað. Hún fór rétt yfir eftir að fara í varnarvegg heimaliðsins. Hornspyrnan sem fylgdi í kjölfarið flaug inn að marki og þurfti Mackenzie Arnold, markvörður Ástralíu og West Ham United, að blaka boltanum í horn. Ekkert kom þó upp úr því og lauk leiknum með 1-0 sigri Ástralíu á ANZ-vellinum í Sidney. Mætingin var til fyrirmyndar en alls mættu 75.784 manns á leikinn. , . A record home crowd for a women's football match in Australia! #BeyondGreatness | #FIFAWWC pic.twitter.com/7O9lJIddc3— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) July 20, 2023 Ástralía fer með sigrinum á topp B-riðils en Írland á botninn. Kanada og Nígería eru einnig í B-riðli en þau mætast klukkan 02.30 á morgun. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Stjörnukonan tók þátt í sögulegum sigri í opnunarleik HM Nýja Sjáland byrjaði heimsmeistaramótið á heimavelli frábærlega eða með því að vinna 1-0 sigur á Noregi í opnunarleik HM kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þetta var fyrsti sigur Nýja-Sjálands í sögu HM kvenna. 20. júlí 2023 08:59 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Ástralía - eða Matildurnar eins og liðið er kallað - mætti til leiks á HM án sinnar helstu stjörnu. Hin magnaða Sam Kerr, leikmaður Englandsmeistara Chelsea, er fjarri góðu gamni og missir af fyrstu tveimur leikjum Ástralíu á mótinu. Það kom þó ekki að sök þegar kom að mætingu á leik dagsins. Australia announce Sam Kerr is unavailable for their first two World Cup games after she picked up a calf injury pic.twitter.com/soJp8liiM1— B/R Football (@brfootball) July 20, 2023 Hvað leik dagsins varðar þá var Ástralía mun meira með boltann framan af en írska liðið varðist fimlega. Í upphafi síðari hálfleiks fengu heimakonur vítaspyrnur þegar Hayley Raso, leikmaður Manchester City, var rifin niður í teignum. Stephanie Catley, leikmaður Arsenal, steig á punktinn og skoraði af gríðarlegu öryggi. Staðan orðin 1-0 og brekkan brött fyrir Írana það sem eftir lifði leiks. Ástralía sótti án afláts en tókst ekki að finna glufur á annars góðri vörn Írlands. Það verður seint sagt að Írland hafi verið líklegt til að jafna metin en undir lok leiks fengu gestirnir aukaspyrnu á ákjósanlegum stað. Hún fór rétt yfir eftir að fara í varnarvegg heimaliðsins. Hornspyrnan sem fylgdi í kjölfarið flaug inn að marki og þurfti Mackenzie Arnold, markvörður Ástralíu og West Ham United, að blaka boltanum í horn. Ekkert kom þó upp úr því og lauk leiknum með 1-0 sigri Ástralíu á ANZ-vellinum í Sidney. Mætingin var til fyrirmyndar en alls mættu 75.784 manns á leikinn. , . A record home crowd for a women's football match in Australia! #BeyondGreatness | #FIFAWWC pic.twitter.com/7O9lJIddc3— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) July 20, 2023 Ástralía fer með sigrinum á topp B-riðils en Írland á botninn. Kanada og Nígería eru einnig í B-riðli en þau mætast klukkan 02.30 á morgun.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Stjörnukonan tók þátt í sögulegum sigri í opnunarleik HM Nýja Sjáland byrjaði heimsmeistaramótið á heimavelli frábærlega eða með því að vinna 1-0 sigur á Noregi í opnunarleik HM kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þetta var fyrsti sigur Nýja-Sjálands í sögu HM kvenna. 20. júlí 2023 08:59 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Stjörnukonan tók þátt í sögulegum sigri í opnunarleik HM Nýja Sjáland byrjaði heimsmeistaramótið á heimavelli frábærlega eða með því að vinna 1-0 sigur á Noregi í opnunarleik HM kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þetta var fyrsti sigur Nýja-Sjálands í sögu HM kvenna. 20. júlí 2023 08:59