Kveiktu í sendiráði Svía í Írak Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2023 09:05 Fjöldi manna ruddu sér leið inn í sendiráðið og kveiktu í því. AP/Ali Jabar Nokkur hundruð menn ruddust inn í sendiráð Svíþjóðar í Bagdad í Írak í morgun og kveiktu í ráðuneytinu. Ráðist var á sendiráðið eftir vegna skipulagðra mótmæla í Svíþjóð þar sem til stendur að brenna eintak af Kóraninum fyrir utan sendiráð Íraks í Stokkhólmi í dag. Tobia Billstrom, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir engan starfsmann sendiráðsins hafa sakað í árásinni og gagnrýndi yfirvöld í Írak fyrir að bregðast skuldbindingum sínum varðandi það að verja sendiráð annarra ríkja. „Það sem gerðist er algerlega óásættanlegt og ríkisstjórnin fordæmir stranglega þessar árásir,“ hefur Reuters eftir ráðherranum. Hann sagði að ríkisstjórn Svíþjóðar myndi koma mótmælum fram til yfirvalda í Írak með formlegum hætti. Í frétt SVT segir að sendiráð Finnlands, sem sé við hlið sendiráðs Svíþjóðar, hafi einnig verið rýmt. Starfsmenn beggja sendiráðanna voru fluttir á brott áður en ráðist var á sendiráðið. Utanríkisráðuneyti Íraks hefur gefið út tilkynningu þar sem árásin er fordæmt. Ekkert segir um af hverju hún var ekki stöðvuð fyrr en í morgun. Þá segir í tilkynningunni að þeir sem tóku þátt í árásinni verði dregnir til ábyrgðar. Mennirnir ruddust inn í sendiráðið eftir að mjög áhrifamikill írakskur klerkur sjíta sem heitir Muqtada Sadr, kallaði eftir því að brugðist yrði við hinum fyrirhuguðu mótmælum í Svíþjóð í dag. Sadr á hundruð þúsunda fylgjenda og hefur áður boðað til umfangsmikilla mótmæla, eins og þegar stuðningsmenn hans ruddust inn á hið svokallaða „Græna svæði“ í Bagdad síðasta sumar. Þá kom til átaka milli mótmælenda og öryggissveita. Sjá einnig: Fimmtán látnir í átökum í Bagdad Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðist er inn í sendiráð Svía í Bagdad en það var einnig gert í síðasta mánuði. Þá kveikti írakskur maður í Kóraninum fyrir utan mosku í Stokkhólmi. Kóranbrennur hafa verið nokkuð tíðar í Svíþjóð og hafa þær verið harðlega gagnrýndar víðsvegar í ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta. Þær hafa meðal annars komið niður á umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið. Svíþjóð Írak Tjáningarfrelsi Trúmál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Tobia Billstrom, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir engan starfsmann sendiráðsins hafa sakað í árásinni og gagnrýndi yfirvöld í Írak fyrir að bregðast skuldbindingum sínum varðandi það að verja sendiráð annarra ríkja. „Það sem gerðist er algerlega óásættanlegt og ríkisstjórnin fordæmir stranglega þessar árásir,“ hefur Reuters eftir ráðherranum. Hann sagði að ríkisstjórn Svíþjóðar myndi koma mótmælum fram til yfirvalda í Írak með formlegum hætti. Í frétt SVT segir að sendiráð Finnlands, sem sé við hlið sendiráðs Svíþjóðar, hafi einnig verið rýmt. Starfsmenn beggja sendiráðanna voru fluttir á brott áður en ráðist var á sendiráðið. Utanríkisráðuneyti Íraks hefur gefið út tilkynningu þar sem árásin er fordæmt. Ekkert segir um af hverju hún var ekki stöðvuð fyrr en í morgun. Þá segir í tilkynningunni að þeir sem tóku þátt í árásinni verði dregnir til ábyrgðar. Mennirnir ruddust inn í sendiráðið eftir að mjög áhrifamikill írakskur klerkur sjíta sem heitir Muqtada Sadr, kallaði eftir því að brugðist yrði við hinum fyrirhuguðu mótmælum í Svíþjóð í dag. Sadr á hundruð þúsunda fylgjenda og hefur áður boðað til umfangsmikilla mótmæla, eins og þegar stuðningsmenn hans ruddust inn á hið svokallaða „Græna svæði“ í Bagdad síðasta sumar. Þá kom til átaka milli mótmælenda og öryggissveita. Sjá einnig: Fimmtán látnir í átökum í Bagdad Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðist er inn í sendiráð Svía í Bagdad en það var einnig gert í síðasta mánuði. Þá kveikti írakskur maður í Kóraninum fyrir utan mosku í Stokkhólmi. Kóranbrennur hafa verið nokkuð tíðar í Svíþjóð og hafa þær verið harðlega gagnrýndar víðsvegar í ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta. Þær hafa meðal annars komið niður á umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið.
Svíþjóð Írak Tjáningarfrelsi Trúmál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira