Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Samúel Karl Ólason skrifar 18. júlí 2023 13:00 Sprengjum skotið að rússneskum hermönnum í Saporisjíahéraði. Úkraínumenn reyna að nota stórskotalið til að veikja varnir Rússa en markmiðið er að reyna að koma í veg fyrir óþarfa mannfall. Getty/Gian Marco Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. Úkraínskir hermenn eiga í vandræðum með að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa í suðurhluta Úkraínu. Þar hafa þeir náð takmörkuðum en kostnaðarsömum árangri, þó litlar tölur liggi fyrir um raunverulegt mannfall beggja vegna við víglínuna. Gífurlega umfangsmikil jarðsprengjusvæði hafa reynst úkraínskum hermönnum mjög erfið. Þyrlur og eldflaugar sem hannaðar eru til að granda bryn- og skriðdrekum hafa einnig komið mjög niður á sókn Úkraínumanna. Úkraínskir hermenn þurfa að sækja fram undir sprengjuregni þar sem Rússar nota dróna til að stýra stórskotaliðsárásum í rauntíma. Í stað þess að reyna að brjóta sér leið í gegnum varnirnar hafa Úkraínumenn reynt að veikja stöðu Rússa með stórskotaliðs- og HIMARS eldflaugaárásum. Þá eru verkfræðingar og hermenn sendir fótgangandi, í smáum teymum, inn á jarðsprengjusvæði til að reyna að grafa leið í gegnum þau. Svipað og í Kherson Aðferð Úkraínumanna er ekki mikið frábrugðin þeirri sem þeir beittu í Khersonhéraði í fyrra. Aðstæðurnar eru þó tölvuert öðruvísi, þar sem Rússar eru með betri varnir, fleiri jarðsprengjur og mun styttri birgðaleiðir en í Kherson. Washington Post hefur eftir bandarískum embættismanni að Úkraínumenn hefðu burði til að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa og að hraðinn skipti miklu máli. Hann sagði ráðamenn á Vesturlöndum þó átta sig á því að ástandið væri mjög erfitt. Forsvarsmenn úkraínska hersins segja erfitt að brjóta sér leið í gegnum varnirnar og koma Rússum á hreyfingu án yfirráða í lofti. Þeir þurfi að forðast of mikið mannfall, þar sem Rússar hafi fleiri hermenn og fleiri vopn. Þess vegna segjast þeir eingöngu hafa sent fjögur af tólf nýjum stórfylkjum í orrustu hingað til. „Við getum ekki sent hermenn okkar í hakkavél eins og Rússarnir gera,“ sagði Oleksí Resnikóv, varnarmálaráðherra Úkraínu í viðtali við Washington Post. hann sagði líf og heilsu hermanna vera gífurlega mikilvæg og því vildu Úkraínumenn ná árangri á sama tíma og þeir reyndu að vernda líf. Hlúð að særðum hermönnum í Dónetsk.Getty/Diego Herrera Klasasprengjur gefa Úkraínumönnum tíma Sú aðferð sem Úkraínumenn eru að beita kostar mikið í skotfærum fyrir stórskotalið. Framleiðsla á sprengikúlum á Vesturlöndum heldur ekki í við notkun í Úkraínu en verið er að reyna að auka hana víða. Það spilaði inn í þá ákvörðun Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, að heimila nýverið sendingar klasasprengja til Úkraínu. Bandaríkin og nokkur önnur ríki sitja á miklu magni slíkra sprengja en þeim er skotið með hefðbundnum stórskotaliðsvopnum. Áður en sprengjurnar lenda, opnast þær og dreifa minni sprengjum, á stærð við handsprengjur, yfir stórt svæði. Með því að opna á þessar sendingar til Úkraínu fá Úkraínumenn aðgang að mun meiri skotfærum og geta haldið uppi frekari árásum á Rússa. Þetta lengir þann tíma sem Úkraínumenn hafa til að reyna að veikja varnir Rússa til muna. Sjá einnig: Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Klasasprengjur eru mjög umdeildar og bannaðar víða um heim. Það er vegna þess að hluti hinna smærri sprengja springur iðulega ekki. Börn og aðrir hafa orðið fyrir miklum meiðslum eða dauða vegna þessara sprengja mörgum mánuðum eða árum eftir að þeim er varpað. Bandaríkin, Úkraína og Rússland hafa ekki gert slíkar sprengjur ólöglegar en Úkraínumenn segjast ætla að reyna að takmarka þau áhrif sem sprengjurnar gætu haft á óbreytta borgara. Ósprungnar sprengjur gætu þó gert úkraínskum hermönnum enn erfiðara að sækja fram gegn Rússum seinna meir, liggi þær á víð og dreif um suðurhluta Úkraínu. Úkraínumenn hafa þó gantast með að þeim stafi meiri ógn af ósprungnum Rússum en af ósprungnum klasasprengjum. Vilja þotur Sérfræðingar segja einnig að svokallaður hreyfanlegur hernaður, sem bakhjarlar Úkraínu hafa reynt að þjálfa Úkraínumenn í, sé erfiður í framkvæmd. Þjálfunin sem Úkraínumenn hafa fengið í vetur er takmörkuð en hann er sérstaklega erfiður án yfirráða í lofti. Valerí Salúsjní, formaður herforingjaráðs Úkraínu, hefur ítrekað ákall Úkraínumanna eftir vestrænum herþotum. Þeir hafa lengi beðið um F-16 orrustuþotur, sem framleiddar eru í Bandaríkjunum en eru í notkun í hundraðatali víða um heim. Mörg ríki Evrópu eru að skipta út sínum F-16 þotum fyrir F-35 þotur, sem einnig eru framleiddar í Bandaríkjunum. Biden hefur leyft ráðamönnum annarra ríkja að senda F-16 þotur til Úkraínu en hefur ekki sagt að Bandaríkin muni gera það. Þá er búist við því að þjálfun úkraínskra flugmanna á F-16 þotur hefjist í Evrópu í næsta mánuði. Úkraínskir hermenn í Dónetskhéraði.Getty/Diego Herrera WP hefur eftir Salúsjní að fáránlegt sé að heyra aðila sem viti ekkert hvernig bardagarnir í Úkraínu séu, tala um að Úkraínumönnum gangi hægt. „Þeir vita ekki hvað þetta er og guð forði þeim frá því að komast að því.“ Þessar nýju herþotur munu líklega ekki hafa umfangsmikil áhrif á stöðuna í Úkraínu, þó þær séu betur vopnum búnar og með betri ratsjár og annan búnað en gömlu herþotur Úkraínumanna. Sérstaklega þar sem umfangsmiklar loftvarnir koma í veg fyrir að hvorki Rússar né Úkraínumenn geti náð yfirburðum í háloftunum yfir víglínunum í Úkraínu. Rússar sækja fram í austri Úkraínumenn hafa reynt að sækja fram á minnst þremur stöðum á víglínum í Úkraínu. Það við rústir borgarinnar Bakhmut í Dónetskhéraði, í vesturhluta Saporisíjahéraðs þar sem stefnan virðist sett á Melitópól og svo á landamærum Dónetsk og Saporisíja, þar sem stefnt er í átt að Berydansk. Í austurhluta landsins, nærri Kreminna og við Kupíansk, hafa Rússar þó staðið í árásum gegn vörnum Úkraínumanna og þar eru þeir sagðir hafa náð árangri, en þó litlum. NEW: The July 17 attack on the #KerchBridge will likely have significant & sustained impacts on #Russian logistics as traffic from tourism to occupied #Crimea jams Russian logistics to southern #Ukraine in the midst of the #Ukrainian counteroffensive.https://t.co/CvbtfWoPnr pic.twitter.com/7HsAQGb7wU— ISW (@TheStudyofWar) July 18, 2023 Hér að neðan má sjá myndband frá norðvesturhluta Úkraínu, sem úkraínskir hermenn birtu nýverið. Það sýnir hörð átök eiga sér stað á svæðinu. Ferðamenn sitja fastir á vegum Úkraínumenn gerðu í gærmorgun árás á brúnna yfir Kerch-sund, sem tengir Krímskaga við meginland Rússlands. Rússneskir ferðamenn á Krímskaga hafa því þurft að fara landleiðina heim aftur en þar hafa umferðarteppur myndast. Hugveitan Institute for the study of war segir mögulegt að öngþveitið sem myndast hefur á vegum í suðurhluta Úkraínu, þar sem rússneskir ferðamenn reyna að komast heim frá Krímskaga, gæti komið niður á birgðaflutningum Rússa. Hermenn á svæðinu hafi að undanförnu verið að kvarta undan skorti á skotfærum, eins og til að mynda herforinginn Ivan Popov, sem var rekinn eftir að hann vakti athygli yfirmanna sinna á slæmu ástandi á víglínum. Fregnir hafa borist af því að fleiri rússneskum herforingjum og yfirmönnum hafi verið sagt upp eða þeir fluttir í starfi. Þrátt fyrir þennan mikla umferðarþunga og það að vegirnir í suðurhluta Úkraínu eru mikilvægir Rússum fyrir birgðaflutninga til hersveita á svæðinu, hafa ráðamenn í Rússlandi og ríkismiðlar hvatt rússneskt fólk til að sækja Krímskaga heim og fara þangað í sumarfrí. Steve Rosenberg, fréttamaður BBC í Moskvu, fór í morgun yfir hvað skrifað var um brúnna yfir Kerch-sund og Krímskaga í dagblöðum höfuðborgarinnar. Fólki er ráðlagt að hætta ekki við fríið á Krímskaga en að keyra löngu leiðina. Þá er fólk varað við því að jarðsprengjur gætu verið á vegunum þar. After the attack on the Kerch bridge, Russian newspapers encouraging readers to go ahead with summer holidays in occupied Crimea, suggesting a 400km detour to get there, but warning against too many stops along the way: the sides of the road could be mined. #ReadingRussia pic.twitter.com/oAYGTGdqYa— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) July 18, 2023 Birgðanet sagt veikburða Eins og áður segir hafa Úkraínumenn reynt að nota stórskotaliðsárásir til að veikja varnir Rússa. Á sama tíma nota þeir HIMARS eldflaugar og Storm Shadow stýriflaugar til að grafa undan birgðaneti Rússa í suðurhluta Úkraínu. Ítrekaðar árásir hafa verið gerðar á vopnageymslur, birgðastöðvar og stjórnstöðvar Rússa á svæðinu. Ivan Popov, herforinginn sem nefndur er hér ofar og var rekinn, hann kvartaði yfir því að hermenn sínir hefðu litla hvíld fengið um langt skeið, sem gefur til kynna að Rússa skorti varalið, og kvartaði hann einnig yfir skorti á skotfærum. Hér að neðan má sjá myndband frá Tétenum sem berjast fyrir Úkraínumenn en þeir eru sagðir hafa laumast inn í Belgorodhérað í Rússlandi og setið fyrir tveimur rússneskum hermönnum á vörubíl. A team of Chechen soldiers fighting for Ukraine crossed the border into Belgorod, Russia and attacked a Russian military truck.2 Russian soldiers were killed. pic.twitter.com/gMVAqmx6yZ— Visegrád 24 (@visegrad24) July 17, 2023 Í grein Wall Street Journal segir að rússneskir hermenn séu margir illa búnir og að birgðanet Rússa sé veikburða. Þar sem Úkraínumenn séu að reyna að sækja fram á nokkrum stöðum, gæti það reynst Rússum erfitt að bregaðst hratt við, takist Úkraínumönnum að mynda gat einhversstaðar. Nái Úkraínumenn að gata varnir Rússa myndi hefjast kapphlaup um að senda liðsauka á svæðið. Úkraínumenn myndu reyna að dæla skrið- og bryndrekum í gegnum gatið og Rússar reyna að fylla upp í það. Hingað til hafa hvorki Rússar né Úkraínumenn sýnt fram á mikla getu í þessum efnum. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Fréttaskýringar Tengdar fréttir Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Ætla að mynda bestu herdeildir Evrópu á næstu árum Ráðamenn í Þýskalandi telja að innan nokkurra ára verði þeir með best búnu herdeildir (e. Division) innan Atlantshafsbandalagsins, að Bandaríkjunum undanskildum. Yfirmaður þýska hersins segist vongóður að fyrsta nýja herdeild Þjóðverja verði klár fyrir árið 2025. 17. júlí 2023 23:31 Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 „Wagner málaliðahópurinn er ekki til“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist hafa boðið málaliðum Wagner group að berjast áfram í Úkraínu en að auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hafi hafnað því. Þetta mun hafa gerst á fundi þann 29. júní, nokkrum dögum eftir uppreisn Wagner og sókn málaliðanna að Moskvu. 14. júlí 2023 11:01 Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. 12. júlí 2023 19:29 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Sjá meira
Úkraínskir hermenn eiga í vandræðum með að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa í suðurhluta Úkraínu. Þar hafa þeir náð takmörkuðum en kostnaðarsömum árangri, þó litlar tölur liggi fyrir um raunverulegt mannfall beggja vegna við víglínuna. Gífurlega umfangsmikil jarðsprengjusvæði hafa reynst úkraínskum hermönnum mjög erfið. Þyrlur og eldflaugar sem hannaðar eru til að granda bryn- og skriðdrekum hafa einnig komið mjög niður á sókn Úkraínumanna. Úkraínskir hermenn þurfa að sækja fram undir sprengjuregni þar sem Rússar nota dróna til að stýra stórskotaliðsárásum í rauntíma. Í stað þess að reyna að brjóta sér leið í gegnum varnirnar hafa Úkraínumenn reynt að veikja stöðu Rússa með stórskotaliðs- og HIMARS eldflaugaárásum. Þá eru verkfræðingar og hermenn sendir fótgangandi, í smáum teymum, inn á jarðsprengjusvæði til að reyna að grafa leið í gegnum þau. Svipað og í Kherson Aðferð Úkraínumanna er ekki mikið frábrugðin þeirri sem þeir beittu í Khersonhéraði í fyrra. Aðstæðurnar eru þó tölvuert öðruvísi, þar sem Rússar eru með betri varnir, fleiri jarðsprengjur og mun styttri birgðaleiðir en í Kherson. Washington Post hefur eftir bandarískum embættismanni að Úkraínumenn hefðu burði til að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa og að hraðinn skipti miklu máli. Hann sagði ráðamenn á Vesturlöndum þó átta sig á því að ástandið væri mjög erfitt. Forsvarsmenn úkraínska hersins segja erfitt að brjóta sér leið í gegnum varnirnar og koma Rússum á hreyfingu án yfirráða í lofti. Þeir þurfi að forðast of mikið mannfall, þar sem Rússar hafi fleiri hermenn og fleiri vopn. Þess vegna segjast þeir eingöngu hafa sent fjögur af tólf nýjum stórfylkjum í orrustu hingað til. „Við getum ekki sent hermenn okkar í hakkavél eins og Rússarnir gera,“ sagði Oleksí Resnikóv, varnarmálaráðherra Úkraínu í viðtali við Washington Post. hann sagði líf og heilsu hermanna vera gífurlega mikilvæg og því vildu Úkraínumenn ná árangri á sama tíma og þeir reyndu að vernda líf. Hlúð að særðum hermönnum í Dónetsk.Getty/Diego Herrera Klasasprengjur gefa Úkraínumönnum tíma Sú aðferð sem Úkraínumenn eru að beita kostar mikið í skotfærum fyrir stórskotalið. Framleiðsla á sprengikúlum á Vesturlöndum heldur ekki í við notkun í Úkraínu en verið er að reyna að auka hana víða. Það spilaði inn í þá ákvörðun Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, að heimila nýverið sendingar klasasprengja til Úkraínu. Bandaríkin og nokkur önnur ríki sitja á miklu magni slíkra sprengja en þeim er skotið með hefðbundnum stórskotaliðsvopnum. Áður en sprengjurnar lenda, opnast þær og dreifa minni sprengjum, á stærð við handsprengjur, yfir stórt svæði. Með því að opna á þessar sendingar til Úkraínu fá Úkraínumenn aðgang að mun meiri skotfærum og geta haldið uppi frekari árásum á Rússa. Þetta lengir þann tíma sem Úkraínumenn hafa til að reyna að veikja varnir Rússa til muna. Sjá einnig: Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Klasasprengjur eru mjög umdeildar og bannaðar víða um heim. Það er vegna þess að hluti hinna smærri sprengja springur iðulega ekki. Börn og aðrir hafa orðið fyrir miklum meiðslum eða dauða vegna þessara sprengja mörgum mánuðum eða árum eftir að þeim er varpað. Bandaríkin, Úkraína og Rússland hafa ekki gert slíkar sprengjur ólöglegar en Úkraínumenn segjast ætla að reyna að takmarka þau áhrif sem sprengjurnar gætu haft á óbreytta borgara. Ósprungnar sprengjur gætu þó gert úkraínskum hermönnum enn erfiðara að sækja fram gegn Rússum seinna meir, liggi þær á víð og dreif um suðurhluta Úkraínu. Úkraínumenn hafa þó gantast með að þeim stafi meiri ógn af ósprungnum Rússum en af ósprungnum klasasprengjum. Vilja þotur Sérfræðingar segja einnig að svokallaður hreyfanlegur hernaður, sem bakhjarlar Úkraínu hafa reynt að þjálfa Úkraínumenn í, sé erfiður í framkvæmd. Þjálfunin sem Úkraínumenn hafa fengið í vetur er takmörkuð en hann er sérstaklega erfiður án yfirráða í lofti. Valerí Salúsjní, formaður herforingjaráðs Úkraínu, hefur ítrekað ákall Úkraínumanna eftir vestrænum herþotum. Þeir hafa lengi beðið um F-16 orrustuþotur, sem framleiddar eru í Bandaríkjunum en eru í notkun í hundraðatali víða um heim. Mörg ríki Evrópu eru að skipta út sínum F-16 þotum fyrir F-35 þotur, sem einnig eru framleiddar í Bandaríkjunum. Biden hefur leyft ráðamönnum annarra ríkja að senda F-16 þotur til Úkraínu en hefur ekki sagt að Bandaríkin muni gera það. Þá er búist við því að þjálfun úkraínskra flugmanna á F-16 þotur hefjist í Evrópu í næsta mánuði. Úkraínskir hermenn í Dónetskhéraði.Getty/Diego Herrera WP hefur eftir Salúsjní að fáránlegt sé að heyra aðila sem viti ekkert hvernig bardagarnir í Úkraínu séu, tala um að Úkraínumönnum gangi hægt. „Þeir vita ekki hvað þetta er og guð forði þeim frá því að komast að því.“ Þessar nýju herþotur munu líklega ekki hafa umfangsmikil áhrif á stöðuna í Úkraínu, þó þær séu betur vopnum búnar og með betri ratsjár og annan búnað en gömlu herþotur Úkraínumanna. Sérstaklega þar sem umfangsmiklar loftvarnir koma í veg fyrir að hvorki Rússar né Úkraínumenn geti náð yfirburðum í háloftunum yfir víglínunum í Úkraínu. Rússar sækja fram í austri Úkraínumenn hafa reynt að sækja fram á minnst þremur stöðum á víglínum í Úkraínu. Það við rústir borgarinnar Bakhmut í Dónetskhéraði, í vesturhluta Saporisíjahéraðs þar sem stefnan virðist sett á Melitópól og svo á landamærum Dónetsk og Saporisíja, þar sem stefnt er í átt að Berydansk. Í austurhluta landsins, nærri Kreminna og við Kupíansk, hafa Rússar þó staðið í árásum gegn vörnum Úkraínumanna og þar eru þeir sagðir hafa náð árangri, en þó litlum. NEW: The July 17 attack on the #KerchBridge will likely have significant & sustained impacts on #Russian logistics as traffic from tourism to occupied #Crimea jams Russian logistics to southern #Ukraine in the midst of the #Ukrainian counteroffensive.https://t.co/CvbtfWoPnr pic.twitter.com/7HsAQGb7wU— ISW (@TheStudyofWar) July 18, 2023 Hér að neðan má sjá myndband frá norðvesturhluta Úkraínu, sem úkraínskir hermenn birtu nýverið. Það sýnir hörð átök eiga sér stað á svæðinu. Ferðamenn sitja fastir á vegum Úkraínumenn gerðu í gærmorgun árás á brúnna yfir Kerch-sund, sem tengir Krímskaga við meginland Rússlands. Rússneskir ferðamenn á Krímskaga hafa því þurft að fara landleiðina heim aftur en þar hafa umferðarteppur myndast. Hugveitan Institute for the study of war segir mögulegt að öngþveitið sem myndast hefur á vegum í suðurhluta Úkraínu, þar sem rússneskir ferðamenn reyna að komast heim frá Krímskaga, gæti komið niður á birgðaflutningum Rússa. Hermenn á svæðinu hafi að undanförnu verið að kvarta undan skorti á skotfærum, eins og til að mynda herforinginn Ivan Popov, sem var rekinn eftir að hann vakti athygli yfirmanna sinna á slæmu ástandi á víglínum. Fregnir hafa borist af því að fleiri rússneskum herforingjum og yfirmönnum hafi verið sagt upp eða þeir fluttir í starfi. Þrátt fyrir þennan mikla umferðarþunga og það að vegirnir í suðurhluta Úkraínu eru mikilvægir Rússum fyrir birgðaflutninga til hersveita á svæðinu, hafa ráðamenn í Rússlandi og ríkismiðlar hvatt rússneskt fólk til að sækja Krímskaga heim og fara þangað í sumarfrí. Steve Rosenberg, fréttamaður BBC í Moskvu, fór í morgun yfir hvað skrifað var um brúnna yfir Kerch-sund og Krímskaga í dagblöðum höfuðborgarinnar. Fólki er ráðlagt að hætta ekki við fríið á Krímskaga en að keyra löngu leiðina. Þá er fólk varað við því að jarðsprengjur gætu verið á vegunum þar. After the attack on the Kerch bridge, Russian newspapers encouraging readers to go ahead with summer holidays in occupied Crimea, suggesting a 400km detour to get there, but warning against too many stops along the way: the sides of the road could be mined. #ReadingRussia pic.twitter.com/oAYGTGdqYa— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) July 18, 2023 Birgðanet sagt veikburða Eins og áður segir hafa Úkraínumenn reynt að nota stórskotaliðsárásir til að veikja varnir Rússa. Á sama tíma nota þeir HIMARS eldflaugar og Storm Shadow stýriflaugar til að grafa undan birgðaneti Rússa í suðurhluta Úkraínu. Ítrekaðar árásir hafa verið gerðar á vopnageymslur, birgðastöðvar og stjórnstöðvar Rússa á svæðinu. Ivan Popov, herforinginn sem nefndur er hér ofar og var rekinn, hann kvartaði yfir því að hermenn sínir hefðu litla hvíld fengið um langt skeið, sem gefur til kynna að Rússa skorti varalið, og kvartaði hann einnig yfir skorti á skotfærum. Hér að neðan má sjá myndband frá Tétenum sem berjast fyrir Úkraínumenn en þeir eru sagðir hafa laumast inn í Belgorodhérað í Rússlandi og setið fyrir tveimur rússneskum hermönnum á vörubíl. A team of Chechen soldiers fighting for Ukraine crossed the border into Belgorod, Russia and attacked a Russian military truck.2 Russian soldiers were killed. pic.twitter.com/gMVAqmx6yZ— Visegrád 24 (@visegrad24) July 17, 2023 Í grein Wall Street Journal segir að rússneskir hermenn séu margir illa búnir og að birgðanet Rússa sé veikburða. Þar sem Úkraínumenn séu að reyna að sækja fram á nokkrum stöðum, gæti það reynst Rússum erfitt að bregaðst hratt við, takist Úkraínumönnum að mynda gat einhversstaðar. Nái Úkraínumenn að gata varnir Rússa myndi hefjast kapphlaup um að senda liðsauka á svæðið. Úkraínumenn myndu reyna að dæla skrið- og bryndrekum í gegnum gatið og Rússar reyna að fylla upp í það. Hingað til hafa hvorki Rússar né Úkraínumenn sýnt fram á mikla getu í þessum efnum.
Rýnt í stöðuna í Úkraínu Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Fréttaskýringar Tengdar fréttir Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Ætla að mynda bestu herdeildir Evrópu á næstu árum Ráðamenn í Þýskalandi telja að innan nokkurra ára verði þeir með best búnu herdeildir (e. Division) innan Atlantshafsbandalagsins, að Bandaríkjunum undanskildum. Yfirmaður þýska hersins segist vongóður að fyrsta nýja herdeild Þjóðverja verði klár fyrir árið 2025. 17. júlí 2023 23:31 Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 „Wagner málaliðahópurinn er ekki til“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist hafa boðið málaliðum Wagner group að berjast áfram í Úkraínu en að auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hafi hafnað því. Þetta mun hafa gerst á fundi þann 29. júní, nokkrum dögum eftir uppreisn Wagner og sókn málaliðanna að Moskvu. 14. júlí 2023 11:01 Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. 12. júlí 2023 19:29 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Sjá meira
Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27
Ætla að mynda bestu herdeildir Evrópu á næstu árum Ráðamenn í Þýskalandi telja að innan nokkurra ára verði þeir með best búnu herdeildir (e. Division) innan Atlantshafsbandalagsins, að Bandaríkjunum undanskildum. Yfirmaður þýska hersins segist vongóður að fyrsta nýja herdeild Þjóðverja verði klár fyrir árið 2025. 17. júlí 2023 23:31
Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20
„Wagner málaliðahópurinn er ekki til“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist hafa boðið málaliðum Wagner group að berjast áfram í Úkraínu en að auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hafi hafnað því. Þetta mun hafa gerst á fundi þann 29. júní, nokkrum dögum eftir uppreisn Wagner og sókn málaliðanna að Moskvu. 14. júlí 2023 11:01
Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. 12. júlí 2023 19:29