Fótbolti

Bandarísku stelpurnar verða með Netflix myndavélar á sér allt HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sophia Smith og félagar hennar í bandaríska landsliðinu fá lítinn frið á komandi heimsmeistaramóti.
Sophia Smith og félagar hennar í bandaríska landsliðinu fá lítinn frið á komandi heimsmeistaramóti. Getty/Brad Smith

Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta getur unnið sína þriðju heimsmeistarakeppni í röð og pressan er á liðinu að fylgja eftir velgengi sinni frá 2015 og 2019.

Það er því nóg af pressu á liðinu en hún verður ekki minni eftir að Netflix náði samkomulagi um að gera heimildarþáttarröð um bandaríska liðið á mótinu.

Heimsmeistaramótið hefst eftir aðeins tvo daga og áhuginn er mikill á kvennafótboltanum út um allan heim.

Netflix er byrjað að kynna heimildarmyndina en þar fá myndatökumenn aðgengi alls staðar að liðinu á mótinu stendur.

Það eru örugglega margir spenntir að sjá hvernig málin ganga fyrir sig á bak við tjöldin hjá besta fótboltaliði heims.

Þetta verður líka kveðjumót Megan Rapinoe sem varð bæði valin best og markahæst að auki þegar Bandaríkin fagnaði sigri á HM fyrir fjórum árum. Rapinoe hefur verið andlit liðsins í jafnréttisbaráttunni og verður eflaust mikið í sviðsljósinu í myndinni.

Það má búast við að þáttarröðin verði í líkingu við hinar velheppnuðu Break Point í tennis og Formula 1: Drive to Survive í formúlu eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×