Körfubolti

Fjórfölduðu stærð bikarsins hjá konunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jewell Loyd fékk alvöru bikar fyrir að vera kosin best í stjörnuleik WNBA deildarinnar.
Jewell Loyd fékk alvöru bikar fyrir að vera kosin best í stjörnuleik WNBA deildarinnar. AP/John Locher

Stjörnuleikur WNBA deildarinnar í körfubolta fór fram um helgina en Stjörnuleikshelgin var að þessu sinni í Las Vegas.

Lið Breönnu Stewart hafði betur í leiknum þar sem liðið lék á móti liði A'ju Wilson. Leikurinn endaði með öruggum sigri 143-127.

Besti leikmaður vallarins var Jewell Loyd sem setti nýtt stigamet í stjörnuleik kvenna með því að skora 31 stig og tíu þrista. Loyd er mikill skorari og kom inn í leikinn sem stigahæsti leikmaður deildarinnar á þessu tímabili.

Loyd skoraði meira að segja eina fjögurra stiga körfu en í ár var gerð tilraun með að taka inn fjögurra stiga körfur sem voru skoraðar innan fjögurra hringja lengst út á velli.

Það vakti líka athygli að Loyd fékk alvöru bikar að launum fyrir að vera kosin best sem var allt annað en Kelsey Plum fékk fyrir sama afrek í fyrra.

WNBA-deildin varð fyrir miklu aðkasti eftir stjörnuleikinn í fyrra þar sem bikarinn sem Plum fékk var vandræðalega lítill.

Batnaði fólki er best að lifa og WNBA tók til sína gagnrýnina og fjórfaldaði stærð bikarsins í ár eins og sjá má hér fyrir neðan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×