Safnar fyrir útfararkostnaði dótturdóttur sinnar sem var skotin til bana Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júlí 2023 15:09 Iyanna Brown ásamt fjölskyldu sinni. Frá vinstri: Iyanna Brown, Elijah Brown, Ingunn Ása Ingvadóttir Mency, Michael Mency og Esther María Mency. Aðsent Hin 23 ára gamla Iyanna Brown var skotin voveiflega til bana á fimmtudag í Detroit í Bandaríkjunum. Amma hennar, Ingunn Ása Ingvadóttir Mency, hefur sett af stað söfnun fyrir útfarakostnaðinum. Fjölmiðlar í Detroit segja að Iyanna hafi verið stödd í bíl á Binder-stræti í Detroit þegar hún var skotin til bana rétt eftir miðnætti á fimmtudag. Viðbragðsaðilar fluttu Iyönnu í flýti á sjúkrahús en hún lést af sárum sínum. Bíllinn sem Iyanna sat í þegar morðið var framið í Detroit.Skjáskot Lögreglan í Detroit rannsakar nú morðið á Iyönnu en það er enn óvitað hver skaut hana til bana eða hver tildrög skotárásarinnar voru. Iyanna á ættir að rekja til Íslands. Amma hennar, Ingunn Ása Ingvadóttir, er íslensk og móðir hennar, Esther María Mency, er hálfíslensk og fæddist hér á landi. Samkvæmt DV er Esther María sjúkraliði og bjuggu þær mæðgur um tíma á Íslandi eftir að Iyanna fæddist. Iyanna gekk þá í leikskóla í Hafnarfirði. Safna fyrir útförinni Ingunn Ása hefur nú komið af stað söfnun fyrir útfararkostnaði og glötuðum tekjum Estherar Maríu vegna andlátsins á vefsíðunni Gofund.me. Iyanna Brown ásamt móður sinni, Esther Maríu Mency.Aðsent Ingunn sagði í viðtali við Vísi að öll hjálp væri vel þegin og að erfitt væri að standa straum af jarðarfararkostnaðinum sem getur slagað upp í 10 þúsund Bandaríkjadali. Á söfnunarsíðunni má einnig lesa fallegar lýsingar Ingunnar á dótturdóttur sinni. Þar segir meðal annars „Iyanna var falleg ung kona. Hún var fyndin, klár og færði okkur svo mikla gleði.“ „Hún var ekki aðeins yndislegt barnabarn heldur einnig yndisleg dóttir. Eftir því sem hún komst til ára varð hún besta vinkona móður sinnar. Saman hlógu þær og hún elskaði ekkert meira en heimagerðan mat móður sinnar.“ Þá segir einnig að hún hafi verið frábær stóra systir bróður síns, hins átján ára Elijah. Sársaukinn og sorgin sem hann finni nú fyrir sé gríðarlegur. Iyanna ásamt bróður sínum, Elijah Brown.Aðsent Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir „Konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó“ Íslensk fjölskylda ungrar konu, sem skotin var til bana í Bandaríkjunum í vikunni, er frávita af sorg. Amma konunnar segir áfallið ólýsanlegt. Skömm sé að því hvernig kerfið vestanhafs taki á móti syrgjendum. 16. júlí 2023 19:22 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Fjölmiðlar í Detroit segja að Iyanna hafi verið stödd í bíl á Binder-stræti í Detroit þegar hún var skotin til bana rétt eftir miðnætti á fimmtudag. Viðbragðsaðilar fluttu Iyönnu í flýti á sjúkrahús en hún lést af sárum sínum. Bíllinn sem Iyanna sat í þegar morðið var framið í Detroit.Skjáskot Lögreglan í Detroit rannsakar nú morðið á Iyönnu en það er enn óvitað hver skaut hana til bana eða hver tildrög skotárásarinnar voru. Iyanna á ættir að rekja til Íslands. Amma hennar, Ingunn Ása Ingvadóttir, er íslensk og móðir hennar, Esther María Mency, er hálfíslensk og fæddist hér á landi. Samkvæmt DV er Esther María sjúkraliði og bjuggu þær mæðgur um tíma á Íslandi eftir að Iyanna fæddist. Iyanna gekk þá í leikskóla í Hafnarfirði. Safna fyrir útförinni Ingunn Ása hefur nú komið af stað söfnun fyrir útfararkostnaði og glötuðum tekjum Estherar Maríu vegna andlátsins á vefsíðunni Gofund.me. Iyanna Brown ásamt móður sinni, Esther Maríu Mency.Aðsent Ingunn sagði í viðtali við Vísi að öll hjálp væri vel þegin og að erfitt væri að standa straum af jarðarfararkostnaðinum sem getur slagað upp í 10 þúsund Bandaríkjadali. Á söfnunarsíðunni má einnig lesa fallegar lýsingar Ingunnar á dótturdóttur sinni. Þar segir meðal annars „Iyanna var falleg ung kona. Hún var fyndin, klár og færði okkur svo mikla gleði.“ „Hún var ekki aðeins yndislegt barnabarn heldur einnig yndisleg dóttir. Eftir því sem hún komst til ára varð hún besta vinkona móður sinnar. Saman hlógu þær og hún elskaði ekkert meira en heimagerðan mat móður sinnar.“ Þá segir einnig að hún hafi verið frábær stóra systir bróður síns, hins átján ára Elijah. Sársaukinn og sorgin sem hann finni nú fyrir sé gríðarlegur. Iyanna ásamt bróður sínum, Elijah Brown.Aðsent
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir „Konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó“ Íslensk fjölskylda ungrar konu, sem skotin var til bana í Bandaríkjunum í vikunni, er frávita af sorg. Amma konunnar segir áfallið ólýsanlegt. Skömm sé að því hvernig kerfið vestanhafs taki á móti syrgjendum. 16. júlí 2023 19:22 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
„Konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó“ Íslensk fjölskylda ungrar konu, sem skotin var til bana í Bandaríkjunum í vikunni, er frávita af sorg. Amma konunnar segir áfallið ólýsanlegt. Skömm sé að því hvernig kerfið vestanhafs taki á móti syrgjendum. 16. júlí 2023 19:22