Handbolti

„Snorri og Arnór eru handboltahausar“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alexander á ferð með landsliðinu.
Alexander á ferð með landsliðinu. vísir/epa

Alexander Petersson líst vel á Snorra Stein Guðjónsson sem landsliðsþjálfara og hefur fulla trú á því að hann eigi eftir að ná árangri með landsliðið.

„Mér finnst hann mjög góður. Hann er strangur og með mikinn aga. Hann fær virðingu frá strákunum. Þetta verður spennandi. Tekur kannski 1-2 ár að komast á toppinn en þetta verður skemmtilegt,“ segir Alexander um sinn gamla félaga.

„Það þarf mikla heppni líka í þessu. Þetta er líka mikil vinna og menn eiga að gefa allt. Aldrei að hugsa að menn séu svo góðir.“

Þetta er gott teymi

Snorri Steinn er aðalþjálfari en Arnór verður honum til aðstoðar. Báðir voru þekktir fyrir að vera einstaklega klókir handboltamenn og Alexander líst vel á að þeir vinni saman.

„Þeir verða gott teymi. Tveir ferskir strákar og eru með mikið í hausnum. Þetta eru handboltahausar.“

Alexander hefur margoft snúið til baka í landsliðið en hvað myndi hann segja ef þjálfararnir bæðu hann um að aðstoða einu sinni enn?

„Það er góð spurning. Ég er ekkert að spá í að komast í landsliðið. Kannski væri gaman að fá kveðjuleik til að vera á bekknum og fá kannski að skora eitt mark. Ég fékk rautt spjald í síðasta landsleiknum. Það var enginn draumaendir.“

Klippa: Hefur trú á Snorra og Arnóri



Fleiri fréttir

Sjá meira


×