Funda klukkan níu um hvort opna eigi gossvæðið á ný Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júlí 2023 07:31 Ferðamenn við eldgosið við Litla-Hrút. Mikil reykmengun hefur verið á svæðinu undanfarna þrjá daga. Vísir/Vilhelm Viðbragðsaðilar munu funda nú klukkan níu vegna eldgossins við Litla-Hrút. Á þeim fundi verður ákveðið hvort gossvæðið verður opnað almenningi á ný. Lögreglan á Suðurnesjum lokaði gossvæðinu fyrir almenningi á fimmtudagsmorgun vegna gróðurelda og vondra veðurskilyrða við gosstöðvarnar. Mikið rok hefur verið við gosstöðvarnar undanfarna daga og skilyrðin því ekki góð fyrir göngufólk. Viðbragðsaðilar funda þennan morguninn og munu þar endurskoða þá ákvörðun að loka fyrir aðgengi að gossvæðinu. Frétta af þeim fundi er að vænta upp úr tíu. Börðust við gróðureldana Slökkviliðsmenn börðust við gróðurelda á gossvæðinu á Reykjanesi í allan gærdag með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrla gæslunnar, TF-EIR, fór fjölda ferða yfir svæðið við gosstöðvarnar og sturtaði í hverri ferð tveimur tonnum af vatni yfir mosann. Frá slökkvistörfum á Reykjanesskaga.vísir/arnar Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagðist í gærkvöldi vera ánægður með hvernig hafi gengið að ráða við gróðureldana. „Við bættum aðeins í mannskap og búnað, fengum landsliðsgengi frá brunavörnum Suðurnesja og bíla frá þeim. Þetta hefur bara gengið vel þrátt fyrir krefjandi aðstæður og meiri mengun frá mosanum.“ Vill koma fólki nær gossvæðinu Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, greindi frá því í viðtali við Stöð 2 í gær að það væri brýnt að tryggja betra aðgengi fólks að gossvæðinu. Viðbragðsaðilar væru mun betur í stokk búnir til að bregðast við en í fyrri gosum að hennar sögn. Guðrún Hafsteinsdóttir vill tryggja betra aðgengi fólks að eldgosinu.Vísir/Vilhelm Hún sagði að verið væri að vinna að því að finna nýjan stað nær gosinu þaðan sem fólk getur gengið. Einn möguleiki sem Guðrún nefndi var Vigdísarvellir en þaðan eru aðeins fjórir kílómetrar að gossvæðinu. „Þetta er löng ganga sem ekki allir geta gengið. Ég legg áherslu á að sveitarfélög og landeigendur kortleggi núna vel landið þarna í kring,“ sagði Guðrún. Þá greindi Guðrún frá því að búið væri að tryggja viðveru landvarða og sjúkraflutningamanna á staðnum. Þá ákvað ríkisstjórnin í gærmorgun að styrkja björgunarsveitina Þorbjörn um tíu milljónir króna og fjárfesta í fleiri gasmælum til að hægt sé að kortleggja betur mengun á gossvæðinu. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum lokaði gossvæðinu fyrir almenningi á fimmtudagsmorgun vegna gróðurelda og vondra veðurskilyrða við gosstöðvarnar. Mikið rok hefur verið við gosstöðvarnar undanfarna daga og skilyrðin því ekki góð fyrir göngufólk. Viðbragðsaðilar funda þennan morguninn og munu þar endurskoða þá ákvörðun að loka fyrir aðgengi að gossvæðinu. Frétta af þeim fundi er að vænta upp úr tíu. Börðust við gróðureldana Slökkviliðsmenn börðust við gróðurelda á gossvæðinu á Reykjanesi í allan gærdag með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrla gæslunnar, TF-EIR, fór fjölda ferða yfir svæðið við gosstöðvarnar og sturtaði í hverri ferð tveimur tonnum af vatni yfir mosann. Frá slökkvistörfum á Reykjanesskaga.vísir/arnar Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagðist í gærkvöldi vera ánægður með hvernig hafi gengið að ráða við gróðureldana. „Við bættum aðeins í mannskap og búnað, fengum landsliðsgengi frá brunavörnum Suðurnesja og bíla frá þeim. Þetta hefur bara gengið vel þrátt fyrir krefjandi aðstæður og meiri mengun frá mosanum.“ Vill koma fólki nær gossvæðinu Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, greindi frá því í viðtali við Stöð 2 í gær að það væri brýnt að tryggja betra aðgengi fólks að gossvæðinu. Viðbragðsaðilar væru mun betur í stokk búnir til að bregðast við en í fyrri gosum að hennar sögn. Guðrún Hafsteinsdóttir vill tryggja betra aðgengi fólks að eldgosinu.Vísir/Vilhelm Hún sagði að verið væri að vinna að því að finna nýjan stað nær gosinu þaðan sem fólk getur gengið. Einn möguleiki sem Guðrún nefndi var Vigdísarvellir en þaðan eru aðeins fjórir kílómetrar að gossvæðinu. „Þetta er löng ganga sem ekki allir geta gengið. Ég legg áherslu á að sveitarfélög og landeigendur kortleggi núna vel landið þarna í kring,“ sagði Guðrún. Þá greindi Guðrún frá því að búið væri að tryggja viðveru landvarða og sjúkraflutningamanna á staðnum. Þá ákvað ríkisstjórnin í gærmorgun að styrkja björgunarsveitina Þorbjörn um tíu milljónir króna og fjárfesta í fleiri gasmælum til að hægt sé að kortleggja betur mengun á gossvæðinu.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira