Óskar Hrafn: „Erum að horfa á kommóðu og í henni eru margar skúffur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. júlí 2023 23:52 Óskar Hrafn á hliðarlínunni í leik hjá Blikum. Vísir/Diego Breiðablik fór með eins marks sigur af hólmi gegn Fram fyrr í kvöld. Blikarnir komust yfir á 2. mínútu, urðu manni fleiri á 48. mínútu og virtust ætla að sigla sigrinum örugglega heim en voru tæpir að missa leikinn í jafntefli á lokamínútum. „Mér fannst hann nú spilast þannig að við vorum við stjórnina í rúmar 80 mínútur en svo náðu þeir einhverju augnabliki sem þeir hefðu getað nýtt sér. Það hefðu nú sennilega ekki verið sanngjörn úrslit en fyrst við vorum ekki búnir að klára leikinn þá var þessi möguleiki alltaf til staðar fyrir Framarana.“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, að leik loknum. Það hefur verið mikið álag á liðinu og lítill tími milli leikja, liðið spilaði síðast á þriðjudaginn gegn Shamrock Rovers á Írlandi. Þjálfarinn gerði sex breytingar á liði sínu milli leikja, ásamt því að nýta sér allar fimm skiptingar í leiknum til að dreifa álaginu á leikmenn. „Við gerðum fimm skiptingar, þá kannski riðlast aðeins takturinn, tekur tíma fyrir menn að komast inn í þetta og svo bara náðu þeir einhverju áhlaupi. Þeir náðu einni góðri pressu og við það fengu þeir trúna aftur, stigu aðeins ofar á völlinn og við vorum aðeins hægir að taka ákvarðanir. Ég ætla ekkert að vera að fetta fingur á mína menn, að stærstum hluta var þetta mjög öflug frammistaða.“ Liðið mætir Shamrock aftur næstkomandi þriðjudag í seinni viðureign einvígisins. Óskar segir mikilvægt að einbeita sér að einum leik í einu og vildi ekkert tala um næsta deildarleik liðsins, sem verður gegn ÍBV. „Við þurfum bara að einbeita okkur að Evrópuleiknum á þriðjudaginn, svo skal ég tala við þig um deildina. Við erum að horfa á kommóðu og í henni eru margar skúffur, þurfum að passa okkur að hafa bara eina skúffu opna í einu. Núna var ég að loka Bestu deildar skúffunni og þurfum að opna Evrópuskúffuna. Pössum okkur að hafa einbeitinguna á einum hlut í einu, annars fer illa.“ sagði Óskar að lokum. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
„Mér fannst hann nú spilast þannig að við vorum við stjórnina í rúmar 80 mínútur en svo náðu þeir einhverju augnabliki sem þeir hefðu getað nýtt sér. Það hefðu nú sennilega ekki verið sanngjörn úrslit en fyrst við vorum ekki búnir að klára leikinn þá var þessi möguleiki alltaf til staðar fyrir Framarana.“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, að leik loknum. Það hefur verið mikið álag á liðinu og lítill tími milli leikja, liðið spilaði síðast á þriðjudaginn gegn Shamrock Rovers á Írlandi. Þjálfarinn gerði sex breytingar á liði sínu milli leikja, ásamt því að nýta sér allar fimm skiptingar í leiknum til að dreifa álaginu á leikmenn. „Við gerðum fimm skiptingar, þá kannski riðlast aðeins takturinn, tekur tíma fyrir menn að komast inn í þetta og svo bara náðu þeir einhverju áhlaupi. Þeir náðu einni góðri pressu og við það fengu þeir trúna aftur, stigu aðeins ofar á völlinn og við vorum aðeins hægir að taka ákvarðanir. Ég ætla ekkert að vera að fetta fingur á mína menn, að stærstum hluta var þetta mjög öflug frammistaða.“ Liðið mætir Shamrock aftur næstkomandi þriðjudag í seinni viðureign einvígisins. Óskar segir mikilvægt að einbeita sér að einum leik í einu og vildi ekkert tala um næsta deildarleik liðsins, sem verður gegn ÍBV. „Við þurfum bara að einbeita okkur að Evrópuleiknum á þriðjudaginn, svo skal ég tala við þig um deildina. Við erum að horfa á kommóðu og í henni eru margar skúffur, þurfum að passa okkur að hafa bara eina skúffu opna í einu. Núna var ég að loka Bestu deildar skúffunni og þurfum að opna Evrópuskúffuna. Pössum okkur að hafa einbeitinguna á einum hlut í einu, annars fer illa.“ sagði Óskar að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira