Innlent

Biden kallaði Katrínu Írlandsdóttur

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Upphaf fundar Bandaríkjaforseta með leiðtogum Norðurlandanna. Á myndinni sést, ásamt Biden, Sauli Niinisto forseti Finnlands, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands og Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs.
Upphaf fundar Bandaríkjaforseta með leiðtogum Norðurlandanna. Á myndinni sést, ásamt Biden, Sauli Niinisto forseti Finnlands, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands og Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs. AP

Joe Biden Bandaríkjaforseti átti fund leiðtogum Norðurlandana í vikunni. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands kallaði hann Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrst dóttur Írlands og svo dóttur Íslands.

Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. 

Áður en hann vísaði á þennan neyðarlega hátt til Katrínar hafði hann minnst á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Eftir að hafa kallað Katrínu Írlandsdóttur gerði hann tilraun til að afsaka mismælin:

„Þið heyrið að þetta er Freudísk mismæli. Ég er að hugsa um heimkynni mín,“ sagði Biden sem á forfeður frá Írlandi. 

„Dóttir Íslands,“ sagði hann til að leiðrétta sig. „Þetta hefur verið afar afkastamikill fundur.“

Stutt er síðan Biden sagði Pútín Rússlandsforseta vera að „tapa stríðinu í Írak,“ þegar hann átti auðvitað við um Úkraínu.


Tengdar fréttir

Katrín situr á fundi með forseta Banda-ríkjanna og leiðtogum Norðurlanda

Joe Biden forseti Bandaríkjanna fundar þessa stundina með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Utanríkisráðherra segir niðurstöðu leiðtogafundarins í Vilnius í gær hafa verið sterka og endurspegla algera einingu og samstöðu með Úkraínu og framtíðar aðild landsins að NATO.

Biden segir Bandaríkin og Norðurlönd deila sögu og framtíðarsýn

Forsætisráðherra segir leiðtoga Norðurlandanna hafa átt mjög frjálslegan og opinn fund með forseta Bandaríkjanna í Helsinki í dag. Auk öryggismála hafi meðal annars verið rætt um jafnréttis- og loftslagsmál ásamt málefnum Norðurslóða. Bandaríkjaforseti segir ríkin deila sameiginlegri sýn um frelsi og samvinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×