Fótbolti

Enginn þekkti Messi í búðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi gat farið óáreittur út í búð sem var örugglega skemmtileg tilbreyting.
Lionel Messi gat farið óáreittur út í búð sem var örugglega skemmtileg tilbreyting. Getty/Di Yin

Argentínska knattspyrnugoðið Lionel Messi þekkir fátt annað en að vera umkringdur af aðdáendum um leið og hann stígur út fyrir dyr.

Messi er nýkominn heim frá Argentínu þar sem allt varð vitlaust hvert sem hann fór og alls staðar í Evrópu vita næstum því allir hver hann er.

Messi er einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar, búinn að vinna 45 titla á ferlinum og kórónaði ferilinn með því að vinna heimsmeistaratitilinn á HM í Katar í desember síðastliðnum.

Messi er núna kominn til Bandaríkjanna og verður kynntur sem nýr leikmaður Inter Miami um helgina.

Messi er kannski að kynnast einum af óvæntum kostum við það að hafa valið Bandaríkin en fór þangað frekar en að fara heim til Barcelona eða elta peningana til Sádí-Arabíu.

Það sást nefnilega til Argentínumannsins út í búð á Flórída í gær og þar gat hann verslað án þess að margir væru að ónáða hann.

Magnað fyrir Messi, sem hefur verið heimsfrægur frá því hann var sautján ára, að geta farið út í búð eins og hinn venjulega manni þykist sjálfsagt. Örugglega sérstök og skemmtileg stund fyrir Messi fjölskylduna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×