Lífið

Frumsýning á Vísi: Þjóðhátíðarmyndband FM95BLÖ

Boði Logason skrifar
Strákarnir í FM95BLÖ fara á kostum í myndbandinu við Þjóðhátíðarlag þeirra í ár.
Strákarnir í FM95BLÖ fara á kostum í myndbandinu við Þjóðhátíðarlag þeirra í ár. Samsett

„Þetta er okkar uppáhalds hátíð og til að keyra upp stemminguna ákváðum við að skella í myndband,“ segir Auðunn Blöndal einn forsprakka FM95BLÖ en Vísir frumsýnir í dag rándýrt myndband við nýjasta lag hópsins.

Þetta er fjórða myndbandið sem hópurinn sendir frá sér en þeir hafa slegið í gegn á stóra sviðinu á Þjóðhátíð síðustu ár. 

„Það er langt síðan við gerðum myndband, ég held að þau séu svolítið að deyja út því það eru allir að hugsa um Spotify-tölur. Við erum ekki tónlistarmenn heldur grínista-tríó og vildum gera eitthvað skemmtilegt," segir Auddi. 

Ásgeir Orri Ásgeirsson hjá StopWaitGo sá um um útsetningu á laginu. Ágúst Bent Sigbertsson leikstýrir og Hákon Sverrisson stjórnar upptökum. Aron Ingi Davíðsson hjá Arctic Fox Films framleiðir.

„Það er ákveðin saga á bak við textann í laginu sem er byggð á því að það er erfitt að missa af þjóðhátíð. Ég er í Húsdýragarðinum með strákana og Steindi í jarðarför hjá afa sínum þegar við fáum sendar myndir úr Dalnum og já... við tekur ákveðið ævintýri," segir Auddi í samtali við Vísi. 

Aðdáendur FM95BLÖ verða ekki fyrir vonbrigðum í ár því þeir stíga á svið í Herjólfsdal á laugardagskvöldinu og verður það í áttunda skiptið sem þeir koma þar fram.

Horfa má á myndbandið hér:


Tengdar fréttir

Baksviðs með FM95BLÖ: Þegar allt trylltist á Þjóðhátíð

"Við getum orðað það þannig að ef það væri þak á dalnum, þá myndi það rifna af,“ sagði Egill Einarsson rétt áður en hann steig út á svið með strákunum í FM95BLÖ í Herjólfsdal á laugardalskvöld í Vestmannaeyjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×