„Alltaf varanlegur skaði eftir hvern bruna“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júlí 2023 22:46 Jenna Huld er húðlæknir á Húðlæknastöðinni. vísir „Mér finnst sorglegt að sjá hversu margir eru illa brenndir,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Hún segir vaxandi tíðni vera á húðkrabbameini í heiminum, Ísland sé engin undantekning á því og minnir á mikilvægi þess að bera á sig sólarvörn. Sólin hefur leikið við landsmenn undanfarnar vikur, fyrst á Austfjörðum og fyrir norðan, en undanfarna daga á suðvesturhorninu. Margir hafa brennt sig á sólinni síðustu daga, bókstaflega. Jenna Huld ræddi sólarvörn og nauðsyn notkunar á slíkum vörum í Reykjavík síðdegis: „Það er vaxandi tíðni á húðkrabbameini um allan heim og við á Íslandi erum ekkert undantekning frá því, þótt okkur finnist við fá litla sól. Á þessum árstíma er sólin mjög sterk og B-geislarnir mjög sterkir líka, A-geislarnir haldast svona sterkir yfir allt árið,“ segir Jenna Huld og útskýrir að B-geislar séu þeir geislar sem séu sterkari og brenni fólk oftast. Hún segir alla sólarvörn undir 30 ófullnægjandi. „Ég mæli með 50, í rauninni er 30 nóg en 50 er alltaf betra.“ Fjölmargir Íslendingar hafa brunnið illa undanfarin ár, ýmist í sólinni en sumir í sólarbekkjum. Klassísk afsökun fyrir því að nota ekki sólarvörn segir Jenna vera að líkaminn taki upp meira D-vítamín án sólarvarnar. „Rannsóknir sýna það að þú þarft að vera úti í korter á dag til að fá nægilegt D-vítamín. Allt eftir þessar 15 mínútur, þá ertu í raun að taka á móti skaðlegum áhrifum sólarinnar,“ segir hún og heldur áfram: „Þú verður að setja á þig á hverjum einasta degi þessa dagana og á þessi svæði sem eru mest útsett; andlit, háls, bringa og handleggir. Og helst að bæta á, ef þú ert úti allan daginn eftir fjóra til fimm tíma.“ Þessir ungu drengir nutu sumarveðursins til hins ýtrasta í Elliðaárdal, og báru vonandi á sig sólarvörn.vísir/vilhelm Auknar líkur á sortuæxli En þeir sem eru búnir að brenna, hvað er best að gera? „Það er alltaf best að setja eitthvað kælandi á þetta eins og aloe vera-krem eða eitthvað inni í kæli. Svo sterakrem sem hægt er að kaupa án lyfseðils, þar sem þetta er bólga sem kemur út af þessum skaða. Þarna hafa geislarnir skemmt erfðaefnið í frumunum þannig það er alltaf einhver varanlegur skaði eftir hvern einasta bruna. Þannig það er eins gott að forðast það,“ Spurð út í sólarvörn í öðrum húðvörum líkt og förðum og hvort sú vörn nægi segir Jenna: „Farði er ekki nóg, við verðum að nota sólarvörnina. Það nægir kannski yfir vetrartímann. Það er alveg búið að sýna fram á að sólarvörn í svona förðum skýlir okkur ekki nægilega.“ Hún segir frábært úrval komið til af sólarvörn fyrir andlit, ólíkt því sem var áður fyrr. „Þá var þetta svo feitt og klístrað og maður varð hvítur í framann.“ Jenna minnir einnig á að börn séu í sérstökum áhættuhópi. Börn sem brenna séu í áhættuhóp fyrir að fá sortuæxli síðar á lífsleiðinni. Ferðalög Reykjavík síðdegis Heilsa Sólin Heilbrigðismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Sólin hefur leikið við landsmenn undanfarnar vikur, fyrst á Austfjörðum og fyrir norðan, en undanfarna daga á suðvesturhorninu. Margir hafa brennt sig á sólinni síðustu daga, bókstaflega. Jenna Huld ræddi sólarvörn og nauðsyn notkunar á slíkum vörum í Reykjavík síðdegis: „Það er vaxandi tíðni á húðkrabbameini um allan heim og við á Íslandi erum ekkert undantekning frá því, þótt okkur finnist við fá litla sól. Á þessum árstíma er sólin mjög sterk og B-geislarnir mjög sterkir líka, A-geislarnir haldast svona sterkir yfir allt árið,“ segir Jenna Huld og útskýrir að B-geislar séu þeir geislar sem séu sterkari og brenni fólk oftast. Hún segir alla sólarvörn undir 30 ófullnægjandi. „Ég mæli með 50, í rauninni er 30 nóg en 50 er alltaf betra.“ Fjölmargir Íslendingar hafa brunnið illa undanfarin ár, ýmist í sólinni en sumir í sólarbekkjum. Klassísk afsökun fyrir því að nota ekki sólarvörn segir Jenna vera að líkaminn taki upp meira D-vítamín án sólarvarnar. „Rannsóknir sýna það að þú þarft að vera úti í korter á dag til að fá nægilegt D-vítamín. Allt eftir þessar 15 mínútur, þá ertu í raun að taka á móti skaðlegum áhrifum sólarinnar,“ segir hún og heldur áfram: „Þú verður að setja á þig á hverjum einasta degi þessa dagana og á þessi svæði sem eru mest útsett; andlit, háls, bringa og handleggir. Og helst að bæta á, ef þú ert úti allan daginn eftir fjóra til fimm tíma.“ Þessir ungu drengir nutu sumarveðursins til hins ýtrasta í Elliðaárdal, og báru vonandi á sig sólarvörn.vísir/vilhelm Auknar líkur á sortuæxli En þeir sem eru búnir að brenna, hvað er best að gera? „Það er alltaf best að setja eitthvað kælandi á þetta eins og aloe vera-krem eða eitthvað inni í kæli. Svo sterakrem sem hægt er að kaupa án lyfseðils, þar sem þetta er bólga sem kemur út af þessum skaða. Þarna hafa geislarnir skemmt erfðaefnið í frumunum þannig það er alltaf einhver varanlegur skaði eftir hvern einasta bruna. Þannig það er eins gott að forðast það,“ Spurð út í sólarvörn í öðrum húðvörum líkt og förðum og hvort sú vörn nægi segir Jenna: „Farði er ekki nóg, við verðum að nota sólarvörnina. Það nægir kannski yfir vetrartímann. Það er alveg búið að sýna fram á að sólarvörn í svona förðum skýlir okkur ekki nægilega.“ Hún segir frábært úrval komið til af sólarvörn fyrir andlit, ólíkt því sem var áður fyrr. „Þá var þetta svo feitt og klístrað og maður varð hvítur í framann.“ Jenna minnir einnig á að börn séu í sérstökum áhættuhópi. Börn sem brenna séu í áhættuhóp fyrir að fá sortuæxli síðar á lífsleiðinni.
Ferðalög Reykjavík síðdegis Heilsa Sólin Heilbrigðismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira