Innlent

Hrasaði við Háafoss

Eiður Þór Árnason skrifar
Erfitt var að koma hinum slasaða úr gili við fossinn.
Erfitt var að koma hinum slasaða úr gili við fossinn. Landsbjörg

Björgunarsveitir voru boðaðar út síðdegis í dag vegna ferðamanns sem talið var að hefði hrasað og sennilega ökklabrotnað við Háafoss.

Boð barst björgunarsveitum í uppsveitum Árnessýslu klukkan 17:24 en þegar björgunarfólk kom fyrst á staðinn var ljóst að hinn slasaði var staðsettur innarlega í gili við fossinn og því erfitt að ná honum þaðan út.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg en í kjölfarið voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu boðaðar út til aðstoðar og reynt að fá þyrlu frá Landhelgisgæslunni.

Frá vettvangi í kvöld.Landsbjörg

Búið var um sjúklinginn á börum og hann fluttur fram gilið og kom þyrla á svæðið um klukkan 19:40, að sögn Landsbjargar. Eftir undirbúning var sjúklingur hífður upp í þyrluna 19:55 og fluttur á sjúkrahús. Lauk aðgerðum á staðnum upp úr 20:00 og hélt björgunarfólk heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×