Öryggi og velferð í Uppsveitum Haraldur Helgi Hólmfríðarson skrifar 12. júlí 2023 15:31 Sem íbúi í Uppsveitum Árnessýslu er ég mjög hugsi þessa dagana varðandi öryggi og velferð okkar hér í því samfélagi sem við búum og störfum í. Í fyrra varð banaslys á þekktum ferðamannastað í Uppsveitum Árnessýslu og fyrsti „viðbragðsaðili” á staðinn var rúmlega hálftíma á staðinn frá því að útkall berst, og 15 mínútum síðar komu þeir næstu. Ég set orðið viðbragðsaðili í gæsalappir því samkvæmt huglægu mati lögreglustjóra á Suðurlandi virðist skipta máli hvaða vindátt er á Selfossi hvort ég flokkist sem slíkur. Seinnipart síðastliðins föstudag kem ég svo að slysi á Laugarvatnsvegi hvar maður lætur lífið úti i vegkanti á fallegum og sólríkum sumardegi. Biðin eftir viðbragðsaðilum var óþægilega löng, sjálfsagt eins og hún er alltaf þegar líf liggur við, en það sem stakk mig svolítið i þessu var það að enginn viðbragðsaðili frá næstu slökkvistöð (Laugarvatni í þessu tilviki) var kallaður út og fréttu bara af slysinu i fréttum. Á sama tíma berast fréttir frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands að engin bakvakt lækna verði á svæðinu eftir 1. september næstkomandi aukinheldur að Heilsugæslan i Laugarási sé að öllum líkindum að flytja á Flúðir í Hrunamannahreppi. Það er eiginlega alveg sama hvernig ég horfi á þetta mál, hvaða póla ég tek inn í breytuna, mér tekst bara ekki með nokkru móti að fá þetta dæmi til að ganga upp. Samkvæmt fasteignaskrá eru 2143 sumarhús í Bláskógabyggð og 3272 sumarhús í Grímsnes og Grafningshreppi - 5415 sumarhús auk íbúa, og margir þessir bústaðir í +40 mínútna aksturstíma frá næsta sjúkrahúsi. Auk þess fara þúsundir um svæðið daglega á leið sinni um Gullna Hringinn. Og ekki hvarflar að framámönnum ferðaþjónustunnar annað en að koma fram og segja „Ísland er ekki uppselt“ þegar ljóst er að innviðir landsins sem smíðaðir eru fyrir 370 þúsund íbúa þess eru komnir að þolmörkum – nei, það er ennþá til hótelpláss og það er besti mælikvarðinn.Heilbrigðisþjónustan, löggæslan, slökkvilið/sjúkraflutningar, vegakerfið og sjálfboðaliða samtök sem sinna neyðarþjónustu hafa ekki þróast né stækkað í takti við aukinn straum ferðamanna til landsins. Hér eru allir mikilvægir innviðir komnir að þolmörkum og það fyrir talsverðu síðan. Hvenær í ósköpunum gerist það og hvað þarf eiginlega að ganga á áður en sjúkrabíll fær fasta stöð í Uppsveitunum og lögregla sér fram á að bíll sé á svæðinu að staðaldri? Vissulega er sjúkraflutningamaður á vakt í Þingvallaþjóðgarði en hann er þar því þjóðgarðurinn greiðir fyrir viðveru hans þar - dýru gjaldi og fer ekki útfyrir þjóðgarðinn til að sinna neyðartilfellum nema í algjörum undantekningum. Aukinheldur er lítill hópur á Flúðum sem sinnir hlutverki vettvangsliða á því svæði upp að Gullfossi og Geysi, en hvað svo? Er hreppapólitíkin/rígurinn svona svakalega vel inngróinn að við hin mætum bara afgangi? Höfundur er björgunarsveitarmaður, búsettur á Laugarvatni og hefur áhuga á samfélagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Ferðamennska á Íslandi Slökkvilið Sjúkraflutningar Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Sem íbúi í Uppsveitum Árnessýslu er ég mjög hugsi þessa dagana varðandi öryggi og velferð okkar hér í því samfélagi sem við búum og störfum í. Í fyrra varð banaslys á þekktum ferðamannastað í Uppsveitum Árnessýslu og fyrsti „viðbragðsaðili” á staðinn var rúmlega hálftíma á staðinn frá því að útkall berst, og 15 mínútum síðar komu þeir næstu. Ég set orðið viðbragðsaðili í gæsalappir því samkvæmt huglægu mati lögreglustjóra á Suðurlandi virðist skipta máli hvaða vindátt er á Selfossi hvort ég flokkist sem slíkur. Seinnipart síðastliðins föstudag kem ég svo að slysi á Laugarvatnsvegi hvar maður lætur lífið úti i vegkanti á fallegum og sólríkum sumardegi. Biðin eftir viðbragðsaðilum var óþægilega löng, sjálfsagt eins og hún er alltaf þegar líf liggur við, en það sem stakk mig svolítið i þessu var það að enginn viðbragðsaðili frá næstu slökkvistöð (Laugarvatni í þessu tilviki) var kallaður út og fréttu bara af slysinu i fréttum. Á sama tíma berast fréttir frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands að engin bakvakt lækna verði á svæðinu eftir 1. september næstkomandi aukinheldur að Heilsugæslan i Laugarási sé að öllum líkindum að flytja á Flúðir í Hrunamannahreppi. Það er eiginlega alveg sama hvernig ég horfi á þetta mál, hvaða póla ég tek inn í breytuna, mér tekst bara ekki með nokkru móti að fá þetta dæmi til að ganga upp. Samkvæmt fasteignaskrá eru 2143 sumarhús í Bláskógabyggð og 3272 sumarhús í Grímsnes og Grafningshreppi - 5415 sumarhús auk íbúa, og margir þessir bústaðir í +40 mínútna aksturstíma frá næsta sjúkrahúsi. Auk þess fara þúsundir um svæðið daglega á leið sinni um Gullna Hringinn. Og ekki hvarflar að framámönnum ferðaþjónustunnar annað en að koma fram og segja „Ísland er ekki uppselt“ þegar ljóst er að innviðir landsins sem smíðaðir eru fyrir 370 þúsund íbúa þess eru komnir að þolmörkum – nei, það er ennþá til hótelpláss og það er besti mælikvarðinn.Heilbrigðisþjónustan, löggæslan, slökkvilið/sjúkraflutningar, vegakerfið og sjálfboðaliða samtök sem sinna neyðarþjónustu hafa ekki þróast né stækkað í takti við aukinn straum ferðamanna til landsins. Hér eru allir mikilvægir innviðir komnir að þolmörkum og það fyrir talsverðu síðan. Hvenær í ósköpunum gerist það og hvað þarf eiginlega að ganga á áður en sjúkrabíll fær fasta stöð í Uppsveitunum og lögregla sér fram á að bíll sé á svæðinu að staðaldri? Vissulega er sjúkraflutningamaður á vakt í Þingvallaþjóðgarði en hann er þar því þjóðgarðurinn greiðir fyrir viðveru hans þar - dýru gjaldi og fer ekki útfyrir þjóðgarðinn til að sinna neyðartilfellum nema í algjörum undantekningum. Aukinheldur er lítill hópur á Flúðum sem sinnir hlutverki vettvangsliða á því svæði upp að Gullfossi og Geysi, en hvað svo? Er hreppapólitíkin/rígurinn svona svakalega vel inngróinn að við hin mætum bara afgangi? Höfundur er björgunarsveitarmaður, búsettur á Laugarvatni og hefur áhuga á samfélagsmálum.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun