Fótbolti

María verður áfram hjá Fortuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
María Catharina Ólafsdóttir Gros verður áfram í gulu á næstu leiktíð.
María Catharina Ólafsdóttir Gros verður áfram í gulu á næstu leiktíð. Instagram/@fortunavrouwen

Íslenska knattspyrnukonan María Catharina Ólafsdóttir Gros hefur gert nýjan samning við hollenska félagið Fortuna Sittard.

María kom til Fortuna á miðju tímabili og skoraði eitt mark í níu leikjum. Hún stóð sig það vel að Hollendingarnir vildu gera við hana nýjan samning.

Hún er frá Þór/KA og steig þar sín fyrstu spor í meistaraflokki aðeins fjórtán ára gömul. Áður en María fór út í atvinnumennskuna þá skoraði hún 5 mörk i 46 leikjum með Þór/KA í efstu deild.

María, sem er tvítugur vængmaður, spilaði með Celtic í Skotlandi áður en hún færði sig yfir til Hollands.

María hefur ekki aðeins skrifað undir samning til ársins heldur hefur hún einnig tryggt sér níuna í liðinu eins og sjá má á myndum með fréttum á heimasíðu Fortuna Sittard.

María er ekki eini Íslendingurinn í hollenska liðinu því þar hefur Hildur Antonsdóttir borið fyrirliðabandið á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×