Mikilvægt að færa fókus á gerendur ofbeldis Lovísa Arnardóttir skrifar 12. júlí 2023 13:01 Drífa Snædal er talskona Stígamóta og segir það alltaf slá sig við lestur ársskýrslunnar hversu alvarlega afleiðingar kynferðislegs ofbeldis eru. Vísir/Egill Stöðug ásókn er í þjónustu Stígamóta. Talskona segir áríðandi að ná sem fyrst til bæði þolenda og gerenda. Samtökin skipuleggja ráðstefnu í haust þar sem ítarlega verður fjallað um gerendur kynbundins og kynferðislegs ofbeldis. Árið 2022 leituðu 910 einstaklingar til Stígamóta, af þeim voru 397 einstaklingar sem leituðu aðstoðar vegna eigin mála í fyrsta skipti. Þá leituðu 124 aðstandendur í fyrsta sinn til Stígamóta á árinu og þar af voru 48 með upplýsingar um mál sem ekki voru þekkt hjá Stígamótum. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu samtakanna. Þar kemur einnig fram að í fyrra var 14,6 prósent fækkun mála frá árinu 2021. En árið 2021 voru ný mál brotaþola 465 talsins og höfðu þá aldrei fleiri einstaklingar leitað til Stígamóta í fyrsta skipti vegna sinna mála frá stofnun samtakanna. „Ástæðan fyrir því að viðtölin voru aðeins færri er sú að við stóðum í flutningum þannig það var rask á starfseminni. Því miður er það þannig að ásóknin er ekki að dala og við lok ársins voru fleiri á biðlista en árin áður,“ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta en síðustu ár hefur verið ráðið sumarstarfsfólk til að vinna á biðlista sem nú er um fjórar til fimm vikur í fyrsta viðtal. Ýmis átök orsaki aukna ásókn „Þetta hafa verið einhverjir mánuðir þegar verst lætur.“ Drífa segir að vel hafi gengið í fjáröflunarátökum hingað til og þannig hafi verið hægt að koma í veg fyrir að biðlistarnir endi í einhvers konar ófremdarástandi. Ásóknin hafi farið stigvaxandi síðustu ár í kjölfar ýmissa samfélagslegra byltinga eins og #metoo og Beautytips, og að starfsemi samtakanna hafi í samræmi við það vaxið mikið. „Auk þess höfum við staðið í ýmsum forvarnarátökum og þannig hafa umsvif og rekstur vaxið mikið síðustu ár.“ Í skýrslunni kemur fram að aukning sé á ýmsu birtingarformi stafræns kynferðisofbeldis sem Drífa segir mikið áhyggjuefni. „Afleiðingarnar af ofbeldi á stafrænu formi geta verið jafn alvarlegar og af öðru ofbeldi. Auk þess sem það hangir oft yfir fólki einhver hótun um birtingu af myndum,“ segir Drífa og að spurningum hafi verið bætt við síðustu ár hvað varðar þessa tegund ofbeldis. „Það er eitt af þeim verkefnum sem við stöndum fyrir, að fara í átak vegna þessa.“ Meirihluti þeirra sem leitar til Stígamóta gera það vegna brota sem áttu sér stað áður en þau urðu 18 ára. Drífa segir að til að bregðast við þessu hafi samtökin sett af stað átakið Sjúk ást og Sjúkt spjall en þar geta ungmenni leitað sér upplýsinga og aðstoðar nafnlaust. „Um allt milli himins og jarðar. Oftast eru það þolendur ofbeldis sem eru að velta því fyrir sér hvort þau eru þolendur ofbeldis. Þetta gerum við vegna þess að ef að fólk kemur hingað til okkar og er undir 18 ára aldri erum við tilkynningarskyld til barnaverndar. Þarna hins vegar hefur fólk tækifæri til að spegla sína reynslu algerlega nafnlaust. Það sjáum við að er mjög mikilvægt því fólki vantar einhvern til að hlusta og byrja á að opna á einhverja reynslu,“ segir Drífa og að í spjallinu sé fólki auðvitað beint í réttar áttir. Metaðsókn hefur verið í spjallið allt frá því að það var stofnað. Drífa segir mikilvægt að stytta biðina frá því að ofbeldi er beitt og þar til að fólk leitar sér aðstoðar og að spjallið sé einn liður í því. Ofbeldismenn eru samkvæmt skýrslunni nú 653 talsins, sem er um 6,7 prósent fækkun frá árinu 2021 en þá voru ofbeldismenn 700. Drífa segir mikilvægt að fókus umræðu og átaka fari frá brotaþolum og yfir til gerenda en samtökin vinna nú að skipulagningu ráðstefnu þar sem ítarlega verður fjallað um gerendur. „Það verður það skoðað hverjir þetta eru, af hverju beita þeir ofbeldi, hvaða úrræði eru fyrir ofbeldismenn og hvað er það við samfélagsgerð okkar sem þolir ofbeldi og jafnvel ýtir undir kynbundið og kynferðislegt ofbeldi,“ segir Drífa og að það sé nauðsynlegt að þessi umræða fari fram. „Ef ofbeldismenn hætta að beita ofbeldi þá verður ekki ofbeldi.“ Meirihluti gerenda eru ungir karlmenn eða jafnvel drengir sem er ein helsta ástæðan fyrir því að spjallið var til dæmis sett á stofn að sögn Drífu. „Þar fáum við líka inn gerendur sem eru að velta því fyrir sér hvort þeir hafi stigið yfir mörk eða hvort þeir hafi nauðgað. Á tímum óhefts aðgengis að klámi er það sem telst eðlilegt frekar fljótandi og aumingja börnin sem stíga sín fyrstu skref í samskiptum eru oft með skakka mynd af því hvað telst eðlilegt og hvað ekki. Ef þú elst upp við það að horfa á ofbeldisfullt klám þar sem konur eru niðurlægðar og hlutgerðar geturðu farið með mjög skakka mynd út í lífið og það er okkar eilífðarverkefni að rétta þann kúrs,“ segir Drífa en eitt af þeirra markmiðum er að ná til fleiri barna á aldrinum 13 til 18 ára. En er eitthvað í skýrslunni sem slær Drífu sérstaklega? „Það sem slær mig alltaf eru hversu alvarlegar afleiðingar ofbeldis eru og hvað það er mikilvægt að taka á þeim. Það er óbærileg tilhugsun að þessi fjöldi, og við náum ekki til allra, séu að kljást við þessar erfiðu tilfinningar sem fylgja. Skömm, sektarkennd, sjálfsvígshugsanir og svo auðvitað margir sem leiðast í sjálfskaðandi hegðun eins og áfengis- eða vímuefnaneyslu. Það er þetta sem slær mig alltaf við lestur ársskýrslu Stígamóta. Hægt er að kynna sér skýrslurnar hér. Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Réttindi barna Tengdar fréttir Kyrkingartök barna: Af kynfrelsi og kynfræðslu Þegar ég var 13 ára krakki gekk yfir einhver undarleg bylgja af nýrri áhættuhegðun í grunnskólanum mínum. Sú hegðun fólst í því að strákarnir voru að taka hvorn annan kyrkingartaki og láta líða yfir sig. 15. febrúar 2022 12:00 Karlar leita í auknum mæli til Stígamóta Hjálmar G. Sigmarsson, ráðgjafi hjá Stígamótum, segir að karlkyns brotaþolar kynferðisofbeldis leiti sér aðstoðar hjá samtökunum í auknum mæli. Hann greindi frá því í erindi sínu á ráðstefnu um kynferðisbrot gegn drengjum í Háskólanum í Reykjavík í síðustu viku. 7. júní 2023 11:31 „Þetta hefur hangið yfir okkur mjög lengi og valdið okkur mikilli vanlíðan“ Faðir stúlku með fötlun sem sagði þroskaskertan starfsmann sumarbúðanna í Reykjadal hafa brotið á sér kynferðislega síðasta sumar segir nýútkomna skýrslu um málið vera lið í því að ljúka málinu af hálfu fjölskyldunnar. Málið hafi tekið mikið á fjölskylduna. 2. júní 2023 12:36 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Árið 2022 leituðu 910 einstaklingar til Stígamóta, af þeim voru 397 einstaklingar sem leituðu aðstoðar vegna eigin mála í fyrsta skipti. Þá leituðu 124 aðstandendur í fyrsta sinn til Stígamóta á árinu og þar af voru 48 með upplýsingar um mál sem ekki voru þekkt hjá Stígamótum. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu samtakanna. Þar kemur einnig fram að í fyrra var 14,6 prósent fækkun mála frá árinu 2021. En árið 2021 voru ný mál brotaþola 465 talsins og höfðu þá aldrei fleiri einstaklingar leitað til Stígamóta í fyrsta skipti vegna sinna mála frá stofnun samtakanna. „Ástæðan fyrir því að viðtölin voru aðeins færri er sú að við stóðum í flutningum þannig það var rask á starfseminni. Því miður er það þannig að ásóknin er ekki að dala og við lok ársins voru fleiri á biðlista en árin áður,“ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta en síðustu ár hefur verið ráðið sumarstarfsfólk til að vinna á biðlista sem nú er um fjórar til fimm vikur í fyrsta viðtal. Ýmis átök orsaki aukna ásókn „Þetta hafa verið einhverjir mánuðir þegar verst lætur.“ Drífa segir að vel hafi gengið í fjáröflunarátökum hingað til og þannig hafi verið hægt að koma í veg fyrir að biðlistarnir endi í einhvers konar ófremdarástandi. Ásóknin hafi farið stigvaxandi síðustu ár í kjölfar ýmissa samfélagslegra byltinga eins og #metoo og Beautytips, og að starfsemi samtakanna hafi í samræmi við það vaxið mikið. „Auk þess höfum við staðið í ýmsum forvarnarátökum og þannig hafa umsvif og rekstur vaxið mikið síðustu ár.“ Í skýrslunni kemur fram að aukning sé á ýmsu birtingarformi stafræns kynferðisofbeldis sem Drífa segir mikið áhyggjuefni. „Afleiðingarnar af ofbeldi á stafrænu formi geta verið jafn alvarlegar og af öðru ofbeldi. Auk þess sem það hangir oft yfir fólki einhver hótun um birtingu af myndum,“ segir Drífa og að spurningum hafi verið bætt við síðustu ár hvað varðar þessa tegund ofbeldis. „Það er eitt af þeim verkefnum sem við stöndum fyrir, að fara í átak vegna þessa.“ Meirihluti þeirra sem leitar til Stígamóta gera það vegna brota sem áttu sér stað áður en þau urðu 18 ára. Drífa segir að til að bregðast við þessu hafi samtökin sett af stað átakið Sjúk ást og Sjúkt spjall en þar geta ungmenni leitað sér upplýsinga og aðstoðar nafnlaust. „Um allt milli himins og jarðar. Oftast eru það þolendur ofbeldis sem eru að velta því fyrir sér hvort þau eru þolendur ofbeldis. Þetta gerum við vegna þess að ef að fólk kemur hingað til okkar og er undir 18 ára aldri erum við tilkynningarskyld til barnaverndar. Þarna hins vegar hefur fólk tækifæri til að spegla sína reynslu algerlega nafnlaust. Það sjáum við að er mjög mikilvægt því fólki vantar einhvern til að hlusta og byrja á að opna á einhverja reynslu,“ segir Drífa og að í spjallinu sé fólki auðvitað beint í réttar áttir. Metaðsókn hefur verið í spjallið allt frá því að það var stofnað. Drífa segir mikilvægt að stytta biðina frá því að ofbeldi er beitt og þar til að fólk leitar sér aðstoðar og að spjallið sé einn liður í því. Ofbeldismenn eru samkvæmt skýrslunni nú 653 talsins, sem er um 6,7 prósent fækkun frá árinu 2021 en þá voru ofbeldismenn 700. Drífa segir mikilvægt að fókus umræðu og átaka fari frá brotaþolum og yfir til gerenda en samtökin vinna nú að skipulagningu ráðstefnu þar sem ítarlega verður fjallað um gerendur. „Það verður það skoðað hverjir þetta eru, af hverju beita þeir ofbeldi, hvaða úrræði eru fyrir ofbeldismenn og hvað er það við samfélagsgerð okkar sem þolir ofbeldi og jafnvel ýtir undir kynbundið og kynferðislegt ofbeldi,“ segir Drífa og að það sé nauðsynlegt að þessi umræða fari fram. „Ef ofbeldismenn hætta að beita ofbeldi þá verður ekki ofbeldi.“ Meirihluti gerenda eru ungir karlmenn eða jafnvel drengir sem er ein helsta ástæðan fyrir því að spjallið var til dæmis sett á stofn að sögn Drífu. „Þar fáum við líka inn gerendur sem eru að velta því fyrir sér hvort þeir hafi stigið yfir mörk eða hvort þeir hafi nauðgað. Á tímum óhefts aðgengis að klámi er það sem telst eðlilegt frekar fljótandi og aumingja börnin sem stíga sín fyrstu skref í samskiptum eru oft með skakka mynd af því hvað telst eðlilegt og hvað ekki. Ef þú elst upp við það að horfa á ofbeldisfullt klám þar sem konur eru niðurlægðar og hlutgerðar geturðu farið með mjög skakka mynd út í lífið og það er okkar eilífðarverkefni að rétta þann kúrs,“ segir Drífa en eitt af þeirra markmiðum er að ná til fleiri barna á aldrinum 13 til 18 ára. En er eitthvað í skýrslunni sem slær Drífu sérstaklega? „Það sem slær mig alltaf eru hversu alvarlegar afleiðingar ofbeldis eru og hvað það er mikilvægt að taka á þeim. Það er óbærileg tilhugsun að þessi fjöldi, og við náum ekki til allra, séu að kljást við þessar erfiðu tilfinningar sem fylgja. Skömm, sektarkennd, sjálfsvígshugsanir og svo auðvitað margir sem leiðast í sjálfskaðandi hegðun eins og áfengis- eða vímuefnaneyslu. Það er þetta sem slær mig alltaf við lestur ársskýrslu Stígamóta. Hægt er að kynna sér skýrslurnar hér.
Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Réttindi barna Tengdar fréttir Kyrkingartök barna: Af kynfrelsi og kynfræðslu Þegar ég var 13 ára krakki gekk yfir einhver undarleg bylgja af nýrri áhættuhegðun í grunnskólanum mínum. Sú hegðun fólst í því að strákarnir voru að taka hvorn annan kyrkingartaki og láta líða yfir sig. 15. febrúar 2022 12:00 Karlar leita í auknum mæli til Stígamóta Hjálmar G. Sigmarsson, ráðgjafi hjá Stígamótum, segir að karlkyns brotaþolar kynferðisofbeldis leiti sér aðstoðar hjá samtökunum í auknum mæli. Hann greindi frá því í erindi sínu á ráðstefnu um kynferðisbrot gegn drengjum í Háskólanum í Reykjavík í síðustu viku. 7. júní 2023 11:31 „Þetta hefur hangið yfir okkur mjög lengi og valdið okkur mikilli vanlíðan“ Faðir stúlku með fötlun sem sagði þroskaskertan starfsmann sumarbúðanna í Reykjadal hafa brotið á sér kynferðislega síðasta sumar segir nýútkomna skýrslu um málið vera lið í því að ljúka málinu af hálfu fjölskyldunnar. Málið hafi tekið mikið á fjölskylduna. 2. júní 2023 12:36 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Kyrkingartök barna: Af kynfrelsi og kynfræðslu Þegar ég var 13 ára krakki gekk yfir einhver undarleg bylgja af nýrri áhættuhegðun í grunnskólanum mínum. Sú hegðun fólst í því að strákarnir voru að taka hvorn annan kyrkingartaki og láta líða yfir sig. 15. febrúar 2022 12:00
Karlar leita í auknum mæli til Stígamóta Hjálmar G. Sigmarsson, ráðgjafi hjá Stígamótum, segir að karlkyns brotaþolar kynferðisofbeldis leiti sér aðstoðar hjá samtökunum í auknum mæli. Hann greindi frá því í erindi sínu á ráðstefnu um kynferðisbrot gegn drengjum í Háskólanum í Reykjavík í síðustu viku. 7. júní 2023 11:31
„Þetta hefur hangið yfir okkur mjög lengi og valdið okkur mikilli vanlíðan“ Faðir stúlku með fötlun sem sagði þroskaskertan starfsmann sumarbúðanna í Reykjadal hafa brotið á sér kynferðislega síðasta sumar segir nýútkomna skýrslu um málið vera lið í því að ljúka málinu af hálfu fjölskyldunnar. Málið hafi tekið mikið á fjölskylduna. 2. júní 2023 12:36