Fótbolti

Ekki lengur í lífshættu eftir heilablæðingu

Smári Jökull Jónsson skrifar
Van der Sar er enn á gjörgæsludeild.
Van der Sar er enn á gjörgæsludeild. Vísir/Getty

Fyrrum markvörðurinn Edwin Van der Sar liggur enn á gjörgæsludeild eftir heilablæðingu á dögunum. Í yfirlýsingu konu hans segir að hann sé ekki lengur í lífshættu.

Van der Sar var fluttur á sjúkrahús í Króatíu á föstudag en hann var þar í fríi. Blætt hafði inn á heila Van der Sar og var hann umsvifalaust lagður inn á gjörgæsludeild.

Um helgina bárust fregnir af því að ástand hans væri stöðugt og nú hefur kona hans Annemarie van Kesteren gefið út aðra yfirlýsingu þar sem hún greinir frá ástandi hans.

„Edwin er enn á gjörgæslu en hann er stöðugur,“ segir Van Kesteren í yfirlýsingu sem gefin var útaf Ajax, því liði sem Van der Sar var framkvæmdastjóri hjá síðustu ár.

„Í hvert sinn sem við förum að heimasækja hann er hægt að eiga samskipti við hann. Við þurfum að bíða þolinmóð til að sjá hvernig ástandið mun þróast. Hann er ekki í lífshættu.“

Van der Sar lék á ferli sínum 130 landsleiki fyrri holland en hann hætti sem framkvæmdastjóri Ajax að tímabilinu loknu eftir að liðinu mistókst að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Er það í frysta sinn síðan 2009 sem það gerist.

Hann lagði skóna á hilluna árið 2011 þegar hann var leikmaður Manchester United. Hann varð Englandsmeistari fjórum sinnum og vann Meistaradeildina með United árið 2008. Hann varð stjórnarmaður hjá Ajax árið 2016 og framkvæmdastjóri 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×