Sundverð heimamanna gæti hækkað á mörgum stöðum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. júlí 2023 12:44 Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepp hefur ákveðið að hækka verð til heimamanna. Grímsnes- og Grafningshreppur Skagafjörður, Múlaþing og Fjallabyggð eru meðal þeirra sveitarfélaga sem eru nú með gjaldskrá sína fyrir sundlaugar í skoðun. Gjaldskrá Grímsnes- og Grafningshrepps hefur verið breytt og verðið til íbúa hækkað. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur ákveðið að hækka verð í sund og þreksal fyrir íbúa sveitarfélagsins til jafns við verðið fyrir aðra. Sveitarfélagið var eitt af fjölmörgum sveitarfélögum landsins sem hafa mismunandi verð fyrir íbúa sveitarfélagsins og aðra. Íbúar á aldrinum 18 til 66 ára munu þurfa að greiða 37 þúsund krónur fyrir árskort en ekki 15 þúsund krónur eins og áður. Börn á aldrinum 10 til 17 ára munu þurfa að borga 19 þúsund krónur í stað 6 þúsunda. Auk þess verður íbúum ekki leyft að leigja íþróttasalinn fyrir barnaafmæli á 6.500 krónur. Ákvörðunin kemur eftir úrskurð Innviðaráðuneytisins í máli Björgvins Njáls Ingólfssonar. Björgvin á sumarbústað í sveitarfélaginu en þurfti að greiða þrefalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt í íþróttamiðstöðinni Borg en þeir sem voru með lögheimili þar. Ekki var fallist á röksemdir hreppsins um að mismunurinn væri til að hvetja íbúa til almennrar hreyfingar og að sveitarfélagið ætti að hafa rýmri svigrúm til ákvörðunar gjaldskrár í ljósi þess að um ólögbundið verkefni væri að ræða. Úrskurðað var að búsetumismunun væri ekki í samræmi við jafnræðis eða meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. Búsetumismunun algeng Búsetumismunun er algeng í sundlaugum á landsbyggðinni. Einkum þegar kemur að börnum, eldri borgurum og öryrkjum. Meðal annars í Vestmannaeyjum, Rangárþingi ytra, Hornafirði, Múlaþingi, Skagafirði og Strandabyggð. Í tilfelli Strandabyggðar ákvað sveitarstjórn að bjóða öllum íbúum sem tilheyra þessum hópum frítt í sund í ár. „Við höfum rætt þetta og það er alveg ljóst að við þurfum að fara yfir gjaldskránna með þennan úrskurð að leiðarljósi,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar. „En það hefur engin ákvörðun verið tekin enn þá.“ Í Skagafirði eru fjórar sundlaugar á vegum sveitarfélagsins. Öll börn sveitarfélagsins fá frítt í sund en önnur börn á aldrinum 6 til 18 ára þurfa að greiða 350 krónur fyrir miðann. Jónína Brynjólfsdóttir forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Jónina Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings þar sem einnig eru fjórar sundlaugar, segir að málið hafi ekki verið tekið fyrir hjá fjölskylduráði. „Þessi úrskurður kom um svipað leyti og fjölskylduráð fór í frí. Þetta verður væntanlega tekið fyrir um leið og það kemur saman aftur í ágúst,“ segir hún. Múlaþing býður upp á frítt í sund fyrir eldri borgara, öryrkja og börn upp að 16 ára aldri búsett í sveitarfélaginu. Fjallabyggð er með frítt í sund og líkamsrækt fyrir eldri borgara sveitarfélagsins. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri, segir að málið sé í skoðun. „Ég bað lögfræðing okkar að skoða úrskurðinn samdægurs,“ segir hún. Grímsnes- og Grafningshreppur Múlaþing Skagafjörður Fjallabyggð Sund Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur ákveðið að hækka verð í sund og þreksal fyrir íbúa sveitarfélagsins til jafns við verðið fyrir aðra. Sveitarfélagið var eitt af fjölmörgum sveitarfélögum landsins sem hafa mismunandi verð fyrir íbúa sveitarfélagsins og aðra. Íbúar á aldrinum 18 til 66 ára munu þurfa að greiða 37 þúsund krónur fyrir árskort en ekki 15 þúsund krónur eins og áður. Börn á aldrinum 10 til 17 ára munu þurfa að borga 19 þúsund krónur í stað 6 þúsunda. Auk þess verður íbúum ekki leyft að leigja íþróttasalinn fyrir barnaafmæli á 6.500 krónur. Ákvörðunin kemur eftir úrskurð Innviðaráðuneytisins í máli Björgvins Njáls Ingólfssonar. Björgvin á sumarbústað í sveitarfélaginu en þurfti að greiða þrefalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt í íþróttamiðstöðinni Borg en þeir sem voru með lögheimili þar. Ekki var fallist á röksemdir hreppsins um að mismunurinn væri til að hvetja íbúa til almennrar hreyfingar og að sveitarfélagið ætti að hafa rýmri svigrúm til ákvörðunar gjaldskrár í ljósi þess að um ólögbundið verkefni væri að ræða. Úrskurðað var að búsetumismunun væri ekki í samræmi við jafnræðis eða meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. Búsetumismunun algeng Búsetumismunun er algeng í sundlaugum á landsbyggðinni. Einkum þegar kemur að börnum, eldri borgurum og öryrkjum. Meðal annars í Vestmannaeyjum, Rangárþingi ytra, Hornafirði, Múlaþingi, Skagafirði og Strandabyggð. Í tilfelli Strandabyggðar ákvað sveitarstjórn að bjóða öllum íbúum sem tilheyra þessum hópum frítt í sund í ár. „Við höfum rætt þetta og það er alveg ljóst að við þurfum að fara yfir gjaldskránna með þennan úrskurð að leiðarljósi,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar. „En það hefur engin ákvörðun verið tekin enn þá.“ Í Skagafirði eru fjórar sundlaugar á vegum sveitarfélagsins. Öll börn sveitarfélagsins fá frítt í sund en önnur börn á aldrinum 6 til 18 ára þurfa að greiða 350 krónur fyrir miðann. Jónína Brynjólfsdóttir forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Jónina Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings þar sem einnig eru fjórar sundlaugar, segir að málið hafi ekki verið tekið fyrir hjá fjölskylduráði. „Þessi úrskurður kom um svipað leyti og fjölskylduráð fór í frí. Þetta verður væntanlega tekið fyrir um leið og það kemur saman aftur í ágúst,“ segir hún. Múlaþing býður upp á frítt í sund fyrir eldri borgara, öryrkja og börn upp að 16 ára aldri búsett í sveitarfélaginu. Fjallabyggð er með frítt í sund og líkamsrækt fyrir eldri borgara sveitarfélagsins. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri, segir að málið sé í skoðun. „Ég bað lögfræðing okkar að skoða úrskurðinn samdægurs,“ segir hún.
Grímsnes- og Grafningshreppur Múlaþing Skagafjörður Fjallabyggð Sund Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira