Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Atli Ísleifsson skrifar 10. júlí 2023 19:47 Frá fundi Erdogan, Stoltenberg og Kristersson í Vilníus í dag. EPA Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. Erdogan, Stoltenberg og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, funduðu í litháísku höfuðborginni Vilníus í dag, en leiðtogafundur NATO-ríkja hefst í borginni á morgun. Erdogan sagðist á fréttamannafundi munu fara með málið fyrir tyrkneska þingið og „tryggja staðfestingu“, en öll aðildarríki NATO þurfa að staðfesta umsóknir nýrra umsóknarríkja. Svíar og Finnar sóttu um aðild að NATO í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu í febrúar á síðasta ári en tyrknesk stjórnvöld hafa lengi dregið að samþykkja aðild Svía þar sem Tyrkir hafa sakar sænsk stjórnvöld um að vernda liðsmenn PKK, frelsishreyfingu Kúrda, sem tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Fyrr í dag gaf Erdogan í skyn að Tyrkir myndi staðfesta aðild Svíþjóðar að NATO, ef Evrópusambandið myndi samþykkja að taka upp aðildarviðræður við Tyrkland á nýjan leik. Tyrkland sótti um aðild að ESB árið 1987 en viðræður hafa verið á ís um margra ára skeið. Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í dag í kjölfar fundar með Erdogan að ESB og Tyrkland myndu auka samstarf þeirra. Good meeting with President @RTErdogan at #NATOsummit.Explored opportunities ahead to bring - cooperation back to the forefront & re-energise our relations.EUCO has invited HRVP & @EU_Commission to submit report with a view to proceed in strategic & forward-looking manner pic.twitter.com/sIvOfXnfws— Charles Michel (@CharlesMichel) July 10, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð. NATO Svíþjóð Tyrkland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar reiðir eftir að Erdogan sleppti verjendum Maríupól Fimm af leiðtogum úkraínskra hermanna í Maríupól fengu í gær að fara frá Tyrklandi til Úkraínu, í fylgd með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Það að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi leyft þeim að fara til Úkraínu hefur reitt yfirvöld í Moskvu til reiði. 9. júlí 2023 08:57 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Erdogan, Stoltenberg og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, funduðu í litháísku höfuðborginni Vilníus í dag, en leiðtogafundur NATO-ríkja hefst í borginni á morgun. Erdogan sagðist á fréttamannafundi munu fara með málið fyrir tyrkneska þingið og „tryggja staðfestingu“, en öll aðildarríki NATO þurfa að staðfesta umsóknir nýrra umsóknarríkja. Svíar og Finnar sóttu um aðild að NATO í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu í febrúar á síðasta ári en tyrknesk stjórnvöld hafa lengi dregið að samþykkja aðild Svía þar sem Tyrkir hafa sakar sænsk stjórnvöld um að vernda liðsmenn PKK, frelsishreyfingu Kúrda, sem tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Fyrr í dag gaf Erdogan í skyn að Tyrkir myndi staðfesta aðild Svíþjóðar að NATO, ef Evrópusambandið myndi samþykkja að taka upp aðildarviðræður við Tyrkland á nýjan leik. Tyrkland sótti um aðild að ESB árið 1987 en viðræður hafa verið á ís um margra ára skeið. Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í dag í kjölfar fundar með Erdogan að ESB og Tyrkland myndu auka samstarf þeirra. Good meeting with President @RTErdogan at #NATOsummit.Explored opportunities ahead to bring - cooperation back to the forefront & re-energise our relations.EUCO has invited HRVP & @EU_Commission to submit report with a view to proceed in strategic & forward-looking manner pic.twitter.com/sIvOfXnfws— Charles Michel (@CharlesMichel) July 10, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
NATO Svíþjóð Tyrkland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar reiðir eftir að Erdogan sleppti verjendum Maríupól Fimm af leiðtogum úkraínskra hermanna í Maríupól fengu í gær að fara frá Tyrklandi til Úkraínu, í fylgd með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Það að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi leyft þeim að fara til Úkraínu hefur reitt yfirvöld í Moskvu til reiði. 9. júlí 2023 08:57 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Rússar reiðir eftir að Erdogan sleppti verjendum Maríupól Fimm af leiðtogum úkraínskra hermanna í Maríupól fengu í gær að fara frá Tyrklandi til Úkraínu, í fylgd með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Það að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi leyft þeim að fara til Úkraínu hefur reitt yfirvöld í Moskvu til reiði. 9. júlí 2023 08:57