Þyrluflug yfir gosstöðvar Oddur Ævar Gunnarsson og Eiður Þór Árnason skrifa 10. júlí 2023 17:26 Strax er eldgosið við Litli-Hrút orðið að miklu sjónarspili. vísir/vilhelm Vísir var í beinni útsendingu frá þyrluflugi yfir nýjum gosstöðvum á Reykjanesi eftir að gos hófst um klukkan 16:40 við Litla-Hrút. Kristján Már Unnarsson fréttamaður og Sigurjón Guðni Ólason myndatökumaður voru um borð í þyrlu Norðurflugs yfir gosinu og lýsti Kristján því sem fyrir augu og eyru bar. Útsendingu er nú lokið en horfa má á brot af því besta í spilaranum. Hér fyrir neðan má svo sjá útsendinguna í heild sinni. Klippa: Þyrluflug Kristjáns Más yfir glænýtt gosið Þriðja eldgosið á jafnmörgum árum Þriðja eldgosið er nú hafið á Reykjanesinu á um tveimur árum og fjórum mánuðum. Eldgos hófst við Fagradalsfjall þann 19. mars 2021 í kjölfar jarðskjálftahrinu sem varði í yfir þrjár vikur en þá voru 800 ár liðin frá síðustu eldsumbrotum á svæðinu. Var eldgosið 2021 því merki um nýtt virknitímabil á Reykjanesi sem sérfræðingar telja að gæti varið í langan tíma. Eftir þægilegt og stóráfallalaust gos hætti hraunflæði úr gígnum um hálfu ári síðar þann 18. september 2021. Eldgos hófst svo í Meradölum þann 3. ágúst í fyrra á nálægu svæði nálægt Fagradalsfjalli, þá í kjölfar jarðskjálftahrinu sem hafði ágerst í nokkrar vikur. Eldgosið í Meradölum stóð yfir í um átján daga og varði því í mun styttri tíma en eldsumbrotin árið 2021. Yfirstandandi skjálftahrina á Reykjanesi hófst þann 4. júlí síðastliðinn og því ljóst að aðdragandinn að nýja eldgosin eru töluvert styttri í þetta skiptið. Náði skjálftahrinan ákveðnum hápunkti klukkan 22:23 í gær þegar stærsti jarðskjálftinn til þessa lét finna fyrir sér víða um land en hann var 5,2 að stærð. Innan við sólarhring síðar var farið að bera á eldvirkni við Keili. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Kristján Már Unnarsson fréttamaður og Sigurjón Guðni Ólason myndatökumaður voru um borð í þyrlu Norðurflugs yfir gosinu og lýsti Kristján því sem fyrir augu og eyru bar. Útsendingu er nú lokið en horfa má á brot af því besta í spilaranum. Hér fyrir neðan má svo sjá útsendinguna í heild sinni. Klippa: Þyrluflug Kristjáns Más yfir glænýtt gosið Þriðja eldgosið á jafnmörgum árum Þriðja eldgosið er nú hafið á Reykjanesinu á um tveimur árum og fjórum mánuðum. Eldgos hófst við Fagradalsfjall þann 19. mars 2021 í kjölfar jarðskjálftahrinu sem varði í yfir þrjár vikur en þá voru 800 ár liðin frá síðustu eldsumbrotum á svæðinu. Var eldgosið 2021 því merki um nýtt virknitímabil á Reykjanesi sem sérfræðingar telja að gæti varið í langan tíma. Eftir þægilegt og stóráfallalaust gos hætti hraunflæði úr gígnum um hálfu ári síðar þann 18. september 2021. Eldgos hófst svo í Meradölum þann 3. ágúst í fyrra á nálægu svæði nálægt Fagradalsfjalli, þá í kjölfar jarðskjálftahrinu sem hafði ágerst í nokkrar vikur. Eldgosið í Meradölum stóð yfir í um átján daga og varði því í mun styttri tíma en eldsumbrotin árið 2021. Yfirstandandi skjálftahrina á Reykjanesi hófst þann 4. júlí síðastliðinn og því ljóst að aðdragandinn að nýja eldgosin eru töluvert styttri í þetta skiptið. Náði skjálftahrinan ákveðnum hápunkti klukkan 22:23 í gær þegar stærsti jarðskjálftinn til þessa lét finna fyrir sér víða um land en hann var 5,2 að stærð. Innan við sólarhring síðar var farið að bera á eldvirkni við Keili. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira