Innlent

Hyggst kanna upp­tök ó­þefs á Sel­tjarnar­nesi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Íbúar við sjávarsíðuna eru orðnir þreyttir á lykt sem legið hefur yfir bænum undanfarnar vikur.
Íbúar við sjávarsíðuna eru orðnir þreyttir á lykt sem legið hefur yfir bænum undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm

Bæjar­stjóri Sel­tjarnar­nes­bæjar hyggst láta þjónustu­ver bæjarins kanna upp­tök ó­þefs sem angrað hefur íbúa bæjarins við sjávar­síðuna undan­farnar vikur. Í­búar segja lyktina ó­geðs­lega.

Í­búar ræða meðal annars lyktina sín á milli inni á í­búa­hópi á sam­fé­lags­miðlinum Face­book. Þar er lyktinni líkt við klóak­lykt og velta í­búar fyrir sér hvað skýri lyktina, sem hafi verið megn síðustu vikur og þá sér­stak­lega neðan við Nes­bala á sunnan­verðu nesinu.

„Prófa að senda fyrir­spurn á bæinn og Veitur á morgun. Þetta er búið að vera það ó­geðs­legt í dag og síðustu daga og byrjaði fyrir nokkrum vikum svo það hlýtur að þurfa að leita skýringa á þessu,“ segir einn íbúa.

Hundruð tonn af þara

Þór Sigur­geirs­son, bæjar­stjóri Sel­tjarnar­ness­bæjar, segir í skrif­legu svari til Vísis að hann kunni ekki skýringar á lyktinni. Hann hyggst hins vegar biðja þjónustu­mið­stöð bæjarins um að kanna málið nánar.

„Það var bilun í dælu­stöð frá­veitu þarna í vor sem gert var við. Þarna eru reyndar líka ein­hver hundruð tonn af þara sem fóru hátt í fjöruna á stór­streymi fyrr í sumar og er megn lykt af því.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×