Innlent

Margra kílómetra bílaröð utan við Selfoss

Eiður Þór Árnason skrifar
Bílalest var farin að sjást við Selfoss fyrr í dag. 
Bílalest var farin að sjást við Selfoss fyrr í dag.  Steinar Guðjónsson

Mikil umferðarteppa er núna á Suðurlandsvegi vestan við Selfoss og nær bílaröðin marga kílómetra út fyrir bæinn, að sögn lögreglu. Hvetur lögreglan á Suðurlandi ökumenn til að sýna þolinmæði og minnir fólk á að það geti einnig farið um Þrengslaveg þar sem umferðin er talsvert léttari.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu en fréttastofu hafa borist margar ábendingar um þunga umferð á leiðinni að Selfoss í dag þar sem grill- og tónlistarhátíðin Kótilettan fer nú fram. Dæmi eru um að fólk hafi setið nær hreyfingarlaust í bílaröð þar löngum stundum. 

Dagskrá Kótilettunnar nær hámarki í dag og fengu gestir meðal annars að njóta grillkeppni og fjölbreyttar fjölskylduskemmtunar þar sem margir stærstu tónlistarmenn landsins komu fram. Keppa framleiðendur nú um það hver á Grillpylsu ársins 2023.

Tjaldstæðið á Selfossi fer nú að vera ansi þéttsetið.Steinar Guðjónsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×