Fer fram á að fjárlaganefnd sé kölluð saman Eiður Þór Árnason skrifar 8. júlí 2023 14:20 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis, fer fram á að nefndin komi saman í næstu viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur áður óskað eftir því að nefndin fái afhent samskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Bankasýslu ríkisins í aðdraganda sölunnar um kaup starfsmanna á bréfum í bankanum. Þá hefur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í nefndinni, farið fram á að formaður fjárlaganefndar óski eftir upplýsingum um það hvort Bankasýslan hafi greitt út söluþóknanir sem ákveðið var að halda eftir þegar útboðsferlið var tekið til rannsóknar. Að sögn Jóhanns þarf ósk frá fjórðungi nefndarmanna til að formanni fjárlaganefndar sé skylt að boða til fundar og á hann von á því að aðrir fulltrúar minnihlutans muni fljótlega taka undir hana. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar óskuðu í dag eftir því að þing verði kallað saman, meðal annars til að ræða upplýsingar sem hafi birst um sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Málið yrði tekið fyrir í ágúst Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ekki yrði orðið við ósk Þorbjargar fyrr en málið yrði fyrst tekið fyrir á nefndarfundi í ágúst eftir sumarfrí. Einungis væri hægt að boða til fundar í þingleyfi ef brýna nauðsyn bæri til. Jóhann Páll telur að slíkt tilefni sé nú til staðar. „Fyrir liggur að framin voru alvarleg og kerfislæg lögbrot við söluna á Íslandsbanka. Eðli málsins er slíkt, og þeir almannahagsmunir sem eru undir, að það hlýtur að teljast brýn nauðsyn (sbr. orðalag í 3. mgr. 10. gr. þingskapalaga) að nefndin fundi og afli upplýsinga um það sem gengið hefur á. Eftirlitshlutverk þingnefnda verður ekki tekið úr sambandi þótt Alþingi sé í sumarhléi,“ segir í erindi Jóhanns til fjárlaganefndar. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Tengdar fréttir Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska strax eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Gert sé ráð fyrir að þeir hefjist aftur í ágúst og einungis hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38 Leita á náðir stjórnarþingmanna ef Katrín svarar ekki kallinu Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna fimm hafa sent kröfu á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um að þing verði kallað saman á næstu dögum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir að verði forsætisráðherra ekki við beiðni stjórnarandstöðunnar muni hún leitast eftir að fá meirihluta þingmanna til að fara fram á slíkt. 8. júlí 2023 12:09 Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Hann hefur áður óskað eftir því að nefndin fái afhent samskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Bankasýslu ríkisins í aðdraganda sölunnar um kaup starfsmanna á bréfum í bankanum. Þá hefur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í nefndinni, farið fram á að formaður fjárlaganefndar óski eftir upplýsingum um það hvort Bankasýslan hafi greitt út söluþóknanir sem ákveðið var að halda eftir þegar útboðsferlið var tekið til rannsóknar. Að sögn Jóhanns þarf ósk frá fjórðungi nefndarmanna til að formanni fjárlaganefndar sé skylt að boða til fundar og á hann von á því að aðrir fulltrúar minnihlutans muni fljótlega taka undir hana. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar óskuðu í dag eftir því að þing verði kallað saman, meðal annars til að ræða upplýsingar sem hafi birst um sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Málið yrði tekið fyrir í ágúst Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ekki yrði orðið við ósk Þorbjargar fyrr en málið yrði fyrst tekið fyrir á nefndarfundi í ágúst eftir sumarfrí. Einungis væri hægt að boða til fundar í þingleyfi ef brýna nauðsyn bæri til. Jóhann Páll telur að slíkt tilefni sé nú til staðar. „Fyrir liggur að framin voru alvarleg og kerfislæg lögbrot við söluna á Íslandsbanka. Eðli málsins er slíkt, og þeir almannahagsmunir sem eru undir, að það hlýtur að teljast brýn nauðsyn (sbr. orðalag í 3. mgr. 10. gr. þingskapalaga) að nefndin fundi og afli upplýsinga um það sem gengið hefur á. Eftirlitshlutverk þingnefnda verður ekki tekið úr sambandi þótt Alþingi sé í sumarhléi,“ segir í erindi Jóhanns til fjárlaganefndar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Tengdar fréttir Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska strax eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Gert sé ráð fyrir að þeir hefjist aftur í ágúst og einungis hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38 Leita á náðir stjórnarþingmanna ef Katrín svarar ekki kallinu Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna fimm hafa sent kröfu á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um að þing verði kallað saman á næstu dögum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir að verði forsætisráðherra ekki við beiðni stjórnarandstöðunnar muni hún leitast eftir að fá meirihluta þingmanna til að fara fram á slíkt. 8. júlí 2023 12:09 Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska strax eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Gert sé ráð fyrir að þeir hefjist aftur í ágúst og einungis hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38
Leita á náðir stjórnarþingmanna ef Katrín svarar ekki kallinu Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna fimm hafa sent kröfu á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um að þing verði kallað saman á næstu dögum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir að verði forsætisráðherra ekki við beiðni stjórnarandstöðunnar muni hún leitast eftir að fá meirihluta þingmanna til að fara fram á slíkt. 8. júlí 2023 12:09
Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09