Segir nýju Airbus-þoturnar fullkomnar fyrir Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júlí 2023 23:20 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, og Wouter van Wersch, aðstoðarforstjóri Airbus, handsala kaupsamninginn að lokinni undirskrift. Icelandair Icelandair skrifaði í dag undir samning um kaup á allt að 25 Airbus-þotum. Jafnframt hefur félagið gert leigusamning um fjórar Airbus- þotur og verða þær fyrstu afhentar fyrir lok næsta árs. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að skrifað var undir samninginn í morgun í kjölfar viljayfirlýsingar fyrir þremur mánuðum. Hann hljóðar upp á kaup á þrettán A321XLR flugvélum og kauprétt á tólf vélum sömu tegundar til viðbótar. Afhending hefst árið 2029 en kaupverð er trúnaðarmál. „Þetta er ein stærsta ákvörðun sem Icelandair hefur tekið í 86 ára sögu. Þannig að þetta eru mjög stór tímamót og ánægjuleg,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, og kveðst alveg geta trúað því að þetta sé einhver stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. „Það hefur lengi verið markmið okkar að byrja að vinna með Icelandair. Dagurinn í dag er því sögulegur dagur fyrir Airbus,“ segir Wouter Van Wersch, aðstoðarforstjóri Airbus. „Við erum mjög stoltir yfir að þeir skyldu velja okkur og fá 321-XLR þotur, sem eru frábærar flugvélar og henta mjög vel fyrir Icelandair,“ segir Van Wersch. Icelandair hyggst ekki bíða í sex ár eftir Airbus-þotum heldur hefur jafnframt gert leigusamning um fjórar nýjar A321LR, sem verða afhentar fyrir lok næsta árs, en þeim er ætlað að leysa af 757-þoturnar. Airbus A321XLR í litum Icelandair.Airbus „Þetta eru miklu hagkvæmari vélar hvað varðar eldsneytiseyðslu og rekstur og búa þar af leiðandi til tækifæri á nýjum áfangastöðum og aukinni tíðni á núverandi áfangastaði. Þannig að þróunarmöguleikar leiðakerfisins munu aukast strax og við fáum þessar vélar inn til okkar,“ segir Bogi en reiknað sé með að árið 2026 verði síðasta ár 757-vélanna í farþegaflugi félagsins. XLR vélarnar hafa allt að ellefu klukkustunda flugþol og segja Airbus-menn þær koma með nýju farþegarými af sömu gæðum og í breiðþotu. Forstjóri Icelandair, Bogi Nils Bogason, ásamt tveimur aðstoðarforstjórum Airbus, þeim Kimon Sotiropoulos, til vinstri, og Wouter Van Wersch, til hægri, í veðurblíðunni á Austurvelli að lokinni undirskrift.Sigurjón Ólason „Farþegunum mun líða mjög vel og þessar flugvélar geta farið í lengri ferðir. Allt þetta með mun hagkvæmari eldsneytisnotkun á hvert sæti því þær eyða 30% minna eldsneyti samanborið við eldri gerðir flugvéla sem þær leysa af hólmi,“ segir Wouter Van Wersch. „Svo hvað sjálfbærni varðar, þægindi farþega og hagkvæmni eru þetta fullkomnar flugvélar fyrir Icelandair,“ segir aðstoðarforstjóri Airbus. Forstjóri Icelandair bætir við að XLR-vélin geti gert mun meira en 757-vélin. „Farið niður eftir vesturströnd Bandaríkjanna og lengra í austur. Og í rauninni lengra í allar áttir. Þannig að þetta býr til veruleg tækifæri fyrir þróun á okkar leiðakerfi á næstu árum,“ segir Bogi Nils. Icelandair Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair gengur frá pöntun á allt að 25 Airbus A321XLR þotum Icelandair og Airbus hafa undirritað samning um kaup flugfélagsins á þrettán langdrægum Airbus A321XLR farþegaþotum og kauprétt á tólf slíkum til viðbótar. Samnningurinn kemur í kjölfar viljayfirlýsingar þess efnis sem gefin var út í apríl síðastliðnum. Áætlað er að afhending hefjist árið 2029 en kaupverð er trúnaðarmál milli samningsaðila. 6. júlí 2023 12:05 Nýja Airbus A321-þotan flugprófuð í fimbulkulda Hin nýja langdræga Airbus A321XLR-þota gengst um þessar mundir undir viðamiklar flugprófanir og var hún á dögunum reynd í fimbulkulda. Prófanirnar fóru fram á Iqaluit-flugvellinum við Frobisher-flóa í Norður-Kanada þar sem Airbus segir að frostið hafi farið niður í allt að -40 gráður. 20. apríl 2023 09:29 Ný þota gefur færi á beinu flugi til Mexíkó og Indlands Tækifæri Íslendinga til að komast í beint flug til fjarlægari áfangastaða gætu stóraukist með kaupum Icelandair á langdrægum Airbus-þotum. Kalifornía, Mexíkó, Texas og jafnvel Suður-Ameríka en einnig Indland og Norður-Afríka gætu þannig bæst í leiðakerfið. 17. apríl 2023 20:50 Icelandair velur Airbus til að leysa af Boeing 757 Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Flugvélarnar verða afhentar frá og með árinu 2029. 7. apríl 2023 06:12 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að skrifað var undir samninginn í morgun í kjölfar viljayfirlýsingar fyrir þremur mánuðum. Hann hljóðar upp á kaup á þrettán A321XLR flugvélum og kauprétt á tólf vélum sömu tegundar til viðbótar. Afhending hefst árið 2029 en kaupverð er trúnaðarmál. „Þetta er ein stærsta ákvörðun sem Icelandair hefur tekið í 86 ára sögu. Þannig að þetta eru mjög stór tímamót og ánægjuleg,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, og kveðst alveg geta trúað því að þetta sé einhver stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. „Það hefur lengi verið markmið okkar að byrja að vinna með Icelandair. Dagurinn í dag er því sögulegur dagur fyrir Airbus,“ segir Wouter Van Wersch, aðstoðarforstjóri Airbus. „Við erum mjög stoltir yfir að þeir skyldu velja okkur og fá 321-XLR þotur, sem eru frábærar flugvélar og henta mjög vel fyrir Icelandair,“ segir Van Wersch. Icelandair hyggst ekki bíða í sex ár eftir Airbus-þotum heldur hefur jafnframt gert leigusamning um fjórar nýjar A321LR, sem verða afhentar fyrir lok næsta árs, en þeim er ætlað að leysa af 757-þoturnar. Airbus A321XLR í litum Icelandair.Airbus „Þetta eru miklu hagkvæmari vélar hvað varðar eldsneytiseyðslu og rekstur og búa þar af leiðandi til tækifæri á nýjum áfangastöðum og aukinni tíðni á núverandi áfangastaði. Þannig að þróunarmöguleikar leiðakerfisins munu aukast strax og við fáum þessar vélar inn til okkar,“ segir Bogi en reiknað sé með að árið 2026 verði síðasta ár 757-vélanna í farþegaflugi félagsins. XLR vélarnar hafa allt að ellefu klukkustunda flugþol og segja Airbus-menn þær koma með nýju farþegarými af sömu gæðum og í breiðþotu. Forstjóri Icelandair, Bogi Nils Bogason, ásamt tveimur aðstoðarforstjórum Airbus, þeim Kimon Sotiropoulos, til vinstri, og Wouter Van Wersch, til hægri, í veðurblíðunni á Austurvelli að lokinni undirskrift.Sigurjón Ólason „Farþegunum mun líða mjög vel og þessar flugvélar geta farið í lengri ferðir. Allt þetta með mun hagkvæmari eldsneytisnotkun á hvert sæti því þær eyða 30% minna eldsneyti samanborið við eldri gerðir flugvéla sem þær leysa af hólmi,“ segir Wouter Van Wersch. „Svo hvað sjálfbærni varðar, þægindi farþega og hagkvæmni eru þetta fullkomnar flugvélar fyrir Icelandair,“ segir aðstoðarforstjóri Airbus. Forstjóri Icelandair bætir við að XLR-vélin geti gert mun meira en 757-vélin. „Farið niður eftir vesturströnd Bandaríkjanna og lengra í austur. Og í rauninni lengra í allar áttir. Þannig að þetta býr til veruleg tækifæri fyrir þróun á okkar leiðakerfi á næstu árum,“ segir Bogi Nils.
Icelandair Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair gengur frá pöntun á allt að 25 Airbus A321XLR þotum Icelandair og Airbus hafa undirritað samning um kaup flugfélagsins á þrettán langdrægum Airbus A321XLR farþegaþotum og kauprétt á tólf slíkum til viðbótar. Samnningurinn kemur í kjölfar viljayfirlýsingar þess efnis sem gefin var út í apríl síðastliðnum. Áætlað er að afhending hefjist árið 2029 en kaupverð er trúnaðarmál milli samningsaðila. 6. júlí 2023 12:05 Nýja Airbus A321-þotan flugprófuð í fimbulkulda Hin nýja langdræga Airbus A321XLR-þota gengst um þessar mundir undir viðamiklar flugprófanir og var hún á dögunum reynd í fimbulkulda. Prófanirnar fóru fram á Iqaluit-flugvellinum við Frobisher-flóa í Norður-Kanada þar sem Airbus segir að frostið hafi farið niður í allt að -40 gráður. 20. apríl 2023 09:29 Ný þota gefur færi á beinu flugi til Mexíkó og Indlands Tækifæri Íslendinga til að komast í beint flug til fjarlægari áfangastaða gætu stóraukist með kaupum Icelandair á langdrægum Airbus-þotum. Kalifornía, Mexíkó, Texas og jafnvel Suður-Ameríka en einnig Indland og Norður-Afríka gætu þannig bæst í leiðakerfið. 17. apríl 2023 20:50 Icelandair velur Airbus til að leysa af Boeing 757 Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Flugvélarnar verða afhentar frá og með árinu 2029. 7. apríl 2023 06:12 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Icelandair gengur frá pöntun á allt að 25 Airbus A321XLR þotum Icelandair og Airbus hafa undirritað samning um kaup flugfélagsins á þrettán langdrægum Airbus A321XLR farþegaþotum og kauprétt á tólf slíkum til viðbótar. Samnningurinn kemur í kjölfar viljayfirlýsingar þess efnis sem gefin var út í apríl síðastliðnum. Áætlað er að afhending hefjist árið 2029 en kaupverð er trúnaðarmál milli samningsaðila. 6. júlí 2023 12:05
Nýja Airbus A321-þotan flugprófuð í fimbulkulda Hin nýja langdræga Airbus A321XLR-þota gengst um þessar mundir undir viðamiklar flugprófanir og var hún á dögunum reynd í fimbulkulda. Prófanirnar fóru fram á Iqaluit-flugvellinum við Frobisher-flóa í Norður-Kanada þar sem Airbus segir að frostið hafi farið niður í allt að -40 gráður. 20. apríl 2023 09:29
Ný þota gefur færi á beinu flugi til Mexíkó og Indlands Tækifæri Íslendinga til að komast í beint flug til fjarlægari áfangastaða gætu stóraukist með kaupum Icelandair á langdrægum Airbus-þotum. Kalifornía, Mexíkó, Texas og jafnvel Suður-Ameríka en einnig Indland og Norður-Afríka gætu þannig bæst í leiðakerfið. 17. apríl 2023 20:50
Icelandair velur Airbus til að leysa af Boeing 757 Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Flugvélarnar verða afhentar frá og með árinu 2029. 7. apríl 2023 06:12