„Þetta er blaut tuska í andlitið“ Íris Hauksdóttir skrifar 6. júlí 2023 17:01 Unnur Eggertsdóttir fór með hlutverk í myndinni sem tekin hefur verið úr sýningu einungis 48 dögum eftir frumsýningu. Kvikmyndin Crater var frumsýnd þann 12.maí síðastliðinn en hefur nú verið tekin úr sýningum vegna lítils áhorfs. Myndin sem var í eigu Disney+ og sýnd þar við litlar undirtektir en ástæðuna má rekja til skorts á auglýsingum. Unnur Eggertsdóttir fór með hlutverk í myndinni og segir þetta eins og blauta tusku í andlit fólksins sem starfaði við myndina. „Þetta átti að verða næsta stóra fjölskyldubíómyndin fyrir Disney,“ segir Unnur í samtali við blaðakonu. „Hún gerist í geimnum og var mjög dýr í framleiðslu. Mér skylst að hún hafi kostað rúmlega 53 milljónir Bandaríkjadala og var því gríðarlega stórt verkefni. Hún fór beint inn á Disney+ en fyrirtækið ákvað að spara allan auglýsingakostnað svo eðlilega fékk hún ekki það áhorf sem hún hefði átt skilið. Eftir tæpa tvo mánuði var hún því fjarlægð af streymisveitunni. Henni var hreinlega hent í ruslið.“ Upplifir versta dag lífs síns Hluti myndarinnar var tekin upp á Íslandi en þau McKenna sem flestir þekkja sem Grace í The Handmaid´s Tale og rapparinn Kid Cudi voru meðal þeirra sem léku í myndinni. Unnur heyrði sjálf í leikstjóranum Kyle Patrick Alvarez sem sagðist vera miður sín. Leikstjóri myndarinnar Kyle Patrick Alvarez „Hann sagðist vera að upplifa versta dag lífs síns. Honum var bara tilkynnt þetta samdægurs. Vanvirðingin er svakaleg og rennandi blaut tuska í andlitið á fólkinu sem kom að gerð myndarinnar. Margra ára vinnu þess er bara hent í ruslið. Þetta er en ein birtingamynd þess að stóru framleiðslufyrirtækjunum er slétt sama um listamennina.“ Afskrifa verkefnið til að komast undan skatti Unnur segir ástæðuna ekki aðeins dræmu áhorfi að kenna, málið sé flóknara en það. „Disney tók ákvörðun um að leggja ekkert fjármagn í markaðssetningu myndarinnar sem reitti marga sem unnu að myndinni til reiði. Kvikmyndin Crater fékk aðeins 48 daga í sýningu. Það er gjörsamlega galið að eyða tugum milljóna í að taka upp mynd en týma svo ekki að splæsa í nokkrar Facebook auglýsingar og leyfa myndinni ekki að sitja inni í meira en 48 daga svo hún geti fundið sér 'organic' áhorfendur. En með því að taka myndina úr sýningu getur fyrirtækið afskrifað verkefnið til skatts (tax break). Margra ára vinnu hent í ruslið Listamenn hér úti fá greidd sýningargjöld eftir því hvort myndin er sýnd eða seld áfram. Með því að taka myndina 100% úr sýningu sleppir Disney við að borga listamönnum þessi gjöld. Tapið fyrir mig persónulega er ekki mikið enda vann ég bara að myndinni í nokkra daga en fyrir leikstjórann er þetta eins og að henda mörgum árum í ruslið.“ Bíó og sjónvarp Hollywood Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
„Þetta átti að verða næsta stóra fjölskyldubíómyndin fyrir Disney,“ segir Unnur í samtali við blaðakonu. „Hún gerist í geimnum og var mjög dýr í framleiðslu. Mér skylst að hún hafi kostað rúmlega 53 milljónir Bandaríkjadala og var því gríðarlega stórt verkefni. Hún fór beint inn á Disney+ en fyrirtækið ákvað að spara allan auglýsingakostnað svo eðlilega fékk hún ekki það áhorf sem hún hefði átt skilið. Eftir tæpa tvo mánuði var hún því fjarlægð af streymisveitunni. Henni var hreinlega hent í ruslið.“ Upplifir versta dag lífs síns Hluti myndarinnar var tekin upp á Íslandi en þau McKenna sem flestir þekkja sem Grace í The Handmaid´s Tale og rapparinn Kid Cudi voru meðal þeirra sem léku í myndinni. Unnur heyrði sjálf í leikstjóranum Kyle Patrick Alvarez sem sagðist vera miður sín. Leikstjóri myndarinnar Kyle Patrick Alvarez „Hann sagðist vera að upplifa versta dag lífs síns. Honum var bara tilkynnt þetta samdægurs. Vanvirðingin er svakaleg og rennandi blaut tuska í andlitið á fólkinu sem kom að gerð myndarinnar. Margra ára vinnu þess er bara hent í ruslið. Þetta er en ein birtingamynd þess að stóru framleiðslufyrirtækjunum er slétt sama um listamennina.“ Afskrifa verkefnið til að komast undan skatti Unnur segir ástæðuna ekki aðeins dræmu áhorfi að kenna, málið sé flóknara en það. „Disney tók ákvörðun um að leggja ekkert fjármagn í markaðssetningu myndarinnar sem reitti marga sem unnu að myndinni til reiði. Kvikmyndin Crater fékk aðeins 48 daga í sýningu. Það er gjörsamlega galið að eyða tugum milljóna í að taka upp mynd en týma svo ekki að splæsa í nokkrar Facebook auglýsingar og leyfa myndinni ekki að sitja inni í meira en 48 daga svo hún geti fundið sér 'organic' áhorfendur. En með því að taka myndina úr sýningu getur fyrirtækið afskrifað verkefnið til skatts (tax break). Margra ára vinnu hent í ruslið Listamenn hér úti fá greidd sýningargjöld eftir því hvort myndin er sýnd eða seld áfram. Með því að taka myndina 100% úr sýningu sleppir Disney við að borga listamönnum þessi gjöld. Tapið fyrir mig persónulega er ekki mikið enda vann ég bara að myndinni í nokkra daga en fyrir leikstjórann er þetta eins og að henda mörgum árum í ruslið.“
Bíó og sjónvarp Hollywood Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira