Fótbolti

Segir að Mbappé þurfi að skrifa undir nýjan samning eða fara

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Nasser Al-Khelaifi hefur sagt Kylian Mbappé að skrifa undir nýjan samning eða finna sér nýtt félag.
Nasser Al-Khelaifi hefur sagt Kylian Mbappé að skrifa undir nýjan samning eða finna sér nýtt félag. Antonio Borga/Eurasia Sport Images/Getty Images

Nass­er Al-Khelaifi, for­seti franska stórliðsins Par­ís Saint-Germain, segir að stórstjarnan Kylian Mbappé þurfi að skrifa undir nýjan samning eða yfirgefa félagið í sumar.

Samningur leikmannsins við félagið rennur út eftir næsta tímabil og forráðamenn PSG vilja eðlilega ekki missa sinn besta leikmann frítt frá félaginu. Sjálfur hefur Mbappé þó sagst vilja vera eitt tímabil enn hjá frönsku meisturunum.

Forseti félagsins hefur þó sett stórstjörnunni afarkosti. Annað hvort skrifar hann undir nýjan samning við félagið, eða fer í sumar.

„Afstaða okkar er mjög skýr“ sagði Al-Khelaifi. „Ef Kylian Mbappé vill vera hér áfram, og við viljum auðvitað halda honum, þá þarf hann að skrifa undir nýjan samning.“

„Við getum ekki látið besta leikmann heims fara frítt. Það er ómögulegt.

„Hann þarf að taka ákvörðun í næstu eða þarnæstu viku. Ekki seinna en það. Ef hann vill ekki skrifa undir nýjan samning er hurðin opin.“

„Það er enginn stærri en klúbburinn. Enginn leikmaður og ekki einu sinni ég. Þetta er mjög skýrt,“ bætti Al-Khelaifi við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×