Framkvæmdir hafnar vegna nýrra vindmylla í Þykkvabæ Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2023 22:22 Járnabindingarflokkur hefur verið að störfum við undirstöðurnar undanfarna daga. Stefnt er að því að steypt verði á föstudag. Einar Árnason Framkvæmdir eru hafnar í Þykkvabæ vegna tveggja vindmylla, sem fyrirhugað er að rísi í september á undirstöðum þeirra vindmylla sem þar stóðu áður. Ný viðhorfskönnun sýnir að sextíu prósent íbúa í Þykkvabæ eru andvígir nýjum vindmyllum. Í fréttum Stöðvar 2 voru rifjaðar upp myndirnar af því þegar vindmyllurnar í Þykkvabæ voru felldar í fyrra. Sú fyrri féll í janúar og sú seinni í september en fyrirtækið sem reisti þær upphaflega, Biokraft, var þá orðið gjaldþrota. Seinni vindmyllan var felld síðastliðið haust.Stöð 2/skjáskot Þótt vindmyllurnar féllu stóðu undirstöðurnar eftir. Fyrirtæki sem tók yfir eignir þrotabúsins, Háblær, er núna að lagfæra undirstöðurnar og er fyrirhugað að nýjar vindmyllur rísi á þeim í september, að sögn Ásgeirs Margeirssonar, stjórnarformanns Háblæs. Hann segir nýju vindmyllurnar verða sex metrum lægri en þær gömlu og með jafnstórum spöðum en þó fimmtíu prósent aflmeiri vegna nýrrar tækni, eða 1,8 megavött meðan þær gömlu voru 1,2 megavött. Nýjar vindmyllur í Þykkvabæ verða sex metrum lægri en þær sem áður stóðu.Einar Árnason Sveitarstjórn Rangárþings ytra lét gera viðhorfskönnun í maímánuði meðal íbúa Þykkvabæjar þar sem fram kom að sextíu prósent sögðust andvíg nýjum vindmyllum. Könnunin var þó hvorki ráðgefandi né bindandi á nokkurn hátt fyrir sveitarstjórn, að sögn Eggerts Vals Guðmundssonar, oddvita Rangárþings ytra. „En við munum auðvitað taka tillit til þessarar niðurstöðu. Það virðist vera eins og tveir af hverjum þremur sem búa þarna næst séu andvígir,“ segir oddvitinn. En hvernig skýrir hann andstöðu Þykkbæinga við nýjar vindmyllur? Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra.Einar Árnason „Fólki finnst þetta bara of nálægt og hávaðamengun og svo framvegis. Ég hef svo sem ekki krufið það neitt sérstaklega,“ segir Eggert. Vart verður séð hvernig sveitarstjórnin hyggst úr þessu taka tillit til andstöðunnar því hún er þegar búin að veita byggingarleyfi fyrir nýjum vindmyllum. Oddvitinn bendir þó á að stjórnsýslukæra sé óáfgreidd í kerfinu vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um að nýjar vindmyllur þyrftu ekki nýtt umhverfismat. „Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því. En eins og staðan er í dag þá er verið að gera þetta á grundvelli gilds deiliskipulags,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vindorka Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Orkumál Orkuskipti Tengdar fréttir Meirihluti íbúa á móti vindmyllum í Þykkvabæ Aðeins rúmur þriðjungur íbúa í Þykkvabæ og nágrenni eru hlynntir því að nýjar vindmyllur verði reistar í stað annarra sem voru teknar niður í fyrra. Töluverður munur var á afstöðu íbúa eftir því hversu nálægt þeir búa við fyrirhugaðar vindrafstöðvar. 4. júlí 2023 11:20 Búrfellslundur settur í bið og óvissa um Hvammsvirkjun Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum. 23. júní 2023 09:54 Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45 Vonar að þjóðin hafi skemmt sér yfir baráttunni við vindmylluna Ásgeir Guðjónsson, einn af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar sem kom að því að fella vindmylluna í Þykkvabæ, segir að verkefnið sé með því flóknara sem hafi komið inn á borð þeirra. Um 100 kíló af sprengiefni voru notuð til að fella vindmylluna. 4. janúar 2022 20:46 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru rifjaðar upp myndirnar af því þegar vindmyllurnar í Þykkvabæ voru felldar í fyrra. Sú fyrri féll í janúar og sú seinni í september en fyrirtækið sem reisti þær upphaflega, Biokraft, var þá orðið gjaldþrota. Seinni vindmyllan var felld síðastliðið haust.Stöð 2/skjáskot Þótt vindmyllurnar féllu stóðu undirstöðurnar eftir. Fyrirtæki sem tók yfir eignir þrotabúsins, Háblær, er núna að lagfæra undirstöðurnar og er fyrirhugað að nýjar vindmyllur rísi á þeim í september, að sögn Ásgeirs Margeirssonar, stjórnarformanns Háblæs. Hann segir nýju vindmyllurnar verða sex metrum lægri en þær gömlu og með jafnstórum spöðum en þó fimmtíu prósent aflmeiri vegna nýrrar tækni, eða 1,8 megavött meðan þær gömlu voru 1,2 megavött. Nýjar vindmyllur í Þykkvabæ verða sex metrum lægri en þær sem áður stóðu.Einar Árnason Sveitarstjórn Rangárþings ytra lét gera viðhorfskönnun í maímánuði meðal íbúa Þykkvabæjar þar sem fram kom að sextíu prósent sögðust andvíg nýjum vindmyllum. Könnunin var þó hvorki ráðgefandi né bindandi á nokkurn hátt fyrir sveitarstjórn, að sögn Eggerts Vals Guðmundssonar, oddvita Rangárþings ytra. „En við munum auðvitað taka tillit til þessarar niðurstöðu. Það virðist vera eins og tveir af hverjum þremur sem búa þarna næst séu andvígir,“ segir oddvitinn. En hvernig skýrir hann andstöðu Þykkbæinga við nýjar vindmyllur? Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra.Einar Árnason „Fólki finnst þetta bara of nálægt og hávaðamengun og svo framvegis. Ég hef svo sem ekki krufið það neitt sérstaklega,“ segir Eggert. Vart verður séð hvernig sveitarstjórnin hyggst úr þessu taka tillit til andstöðunnar því hún er þegar búin að veita byggingarleyfi fyrir nýjum vindmyllum. Oddvitinn bendir þó á að stjórnsýslukæra sé óáfgreidd í kerfinu vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um að nýjar vindmyllur þyrftu ekki nýtt umhverfismat. „Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því. En eins og staðan er í dag þá er verið að gera þetta á grundvelli gilds deiliskipulags,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vindorka Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Orkumál Orkuskipti Tengdar fréttir Meirihluti íbúa á móti vindmyllum í Þykkvabæ Aðeins rúmur þriðjungur íbúa í Þykkvabæ og nágrenni eru hlynntir því að nýjar vindmyllur verði reistar í stað annarra sem voru teknar niður í fyrra. Töluverður munur var á afstöðu íbúa eftir því hversu nálægt þeir búa við fyrirhugaðar vindrafstöðvar. 4. júlí 2023 11:20 Búrfellslundur settur í bið og óvissa um Hvammsvirkjun Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum. 23. júní 2023 09:54 Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45 Vonar að þjóðin hafi skemmt sér yfir baráttunni við vindmylluna Ásgeir Guðjónsson, einn af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar sem kom að því að fella vindmylluna í Þykkvabæ, segir að verkefnið sé með því flóknara sem hafi komið inn á borð þeirra. Um 100 kíló af sprengiefni voru notuð til að fella vindmylluna. 4. janúar 2022 20:46 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Meirihluti íbúa á móti vindmyllum í Þykkvabæ Aðeins rúmur þriðjungur íbúa í Þykkvabæ og nágrenni eru hlynntir því að nýjar vindmyllur verði reistar í stað annarra sem voru teknar niður í fyrra. Töluverður munur var á afstöðu íbúa eftir því hversu nálægt þeir búa við fyrirhugaðar vindrafstöðvar. 4. júlí 2023 11:20
Búrfellslundur settur í bið og óvissa um Hvammsvirkjun Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum. 23. júní 2023 09:54
Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45
Vonar að þjóðin hafi skemmt sér yfir baráttunni við vindmylluna Ásgeir Guðjónsson, einn af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar sem kom að því að fella vindmylluna í Þykkvabæ, segir að verkefnið sé með því flóknara sem hafi komið inn á borð þeirra. Um 100 kíló af sprengiefni voru notuð til að fella vindmylluna. 4. janúar 2022 20:46