Íslendingar kvarti en ferðamönnum sé nokkuð sama Eiður Þór Árnason skrifar 6. júlí 2023 06:01 Þór Gunnarsson, hótelstjóri á Hótel Snæfellsnes, vill að fólk staldri lengur við hjá sér. Hótel Snæfellsnes Hótelrekendur eru alsælir með sumarið fram að þessu og ánægðir með að hafa náð vopnum sínum á ný eftir erfiðan heimsfaraldur. Fjöldi gistinátta í maí sló öll fyrri met samkvæmt tölum Hagstofunnar og Hagfræðideild Landsbankans spáir því að fjöldi erlendra ferðamanna geti náð yfir 2,1 milljón í ár. Gangi sú spá eftir mun 2023 taka við af árinu 2019 sem næst stærsta ferðamannaár Íslandssögunnar. „Útlitið er mjög gott og það bara gengur mjög vel. Það er enginn bilbug á okkur að finna. Það eina sem er að angra okkur á nesinu og Suðvesturhorninu er veðrið,“ segir Þór Gunnarsson, hótelstjóri á Hótel Snæfellsnes. Það séu þó frekar Íslendingarnir sem kvarti undan því. „Ég held að útlendingarnir búist bara við þessu veðri, þeim er svona nokkuð sama.“ Hann fái þó ekki marga Íslendinga til sín á Snæfellsnesið. Þeir komi stundum við í kaffi en láti gistinguna yfirleitt vera. „Hótel Snæfellsnes horfir mjög björt fram. Við ætlum bara að byggja upp frekar en hitt svo það er engin ástæða til að væla eitthvað.“ Fólk staldri styttra við Aðspurður um það hvort hann sjái einhverjar breytingar eftir kórónuveirufaraldur segir Þór að sú helsta sé að bókunartímabilið sé sífellt farið að lengjast. Áður hafi maí verið þokkalega rólegur en nú sé þetta farið á fullt hjá þeim í lok apríl og haldist meira og minna fram í október þegar áður var orðið rólegt í september. „Þá finnst mér fólk frekar að taka eina nótt heldur en tvær. Það er líka breyting, maður reynir að fá fólk til að stoppa tvær nætur en svona verðlagslega séð þá held ég að fólk reyni að sjá meira og gisti á fleiri stöðum. Ef ég tek bara Snæfellsnesið þá finnst mér fólk stoppa of stutt almennt talað. Fólk er að taka of mikið á einum degi og fara svo annað. Bara upp á að skoða landið þá þarftu að vera tvær nætur, ekki bara á Snæfellsnesi heldur víðar, til að ná utan um það,“ segir Þór að lokum. Tími ferðaþjónustunnar er runninn upp á ný.Vísir/Vilhelm Alltaf að glíma við sama flöskuhálsinn „Staðan er bara fín, það hefur gengið vel og upptakturinn eftir Covid er búinn að vera þéttur og góður. Við erum bara bjartsýn, ekki spurning,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, sem reka átján hótel víðast hvar um landið. Íslendingarnir hafi komið sterkir inn í faraldrinum og stór hluti þeirra ferðast um landið í fyrsta sinn í langan tíma. Margir geri það nú áfram en þó ekkert í líkingu við það sem sást áður. „Hér voru engir útlendingar og allt fullt af Íslendingum. Þeir eru auðvitað mikið á faraldsfæti til Tenerife og svona en við finnum alveg að það er aukning frá því fyrir faraldur.“ Brottfarir erlendra ferðamanna frá Íslandi voru um 158 þúsund í maí sem gerir hann næst stærsta maímánuð á eftir maí árið 2018 þegar brottfarir voru 165 þúsund. Í nýjustu Þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans var því spáð að hingað kæmu 2,1 milljón ferðamanna en sögn deildarinnar bendir fjöldi síðustu mánaða til þess að þeir gætu orðið þó nokkuð fleiri. „Ég ætla nú ekkert að tala um líklegan fjölda ferðamanna,“ segir Davíð hjá Íslandshótelum. „Greiningardeildirnar eru allar að koma fram með tölur og það er svona verið að reka svolítið puttann upp í loftið en það er auðvitað flöskuháls. Það er mikið uppselt yfir sumarmánuðina svo við þurfum að gera betur í því að dreifa ferðamönnum betur yfir árið. Þetta er sami söngurinn alltaf.“ Davíð Torfi Ólafsson er framkvæmdastjóri Íslandshótela.Vísir/Arnar Ákveðnir hlutar landsins séu orðnir mjög þéttsetnir og leggja þurfi meiri vinnu í það að dreifa fólki víðar. „Við erum búin að gera helling af frábærum hlutum. Norðurljósatraffíkin yfir vetrarmánuðina er búin að gera rosalega gott og við þurfum bara að efla þetta enn þá meira,“ bætir hann við og segir vafalaust mikil tækifæri liggja í þessu. Alsæl með stöðuna „Staðan er búin að vera rosalega góð, það er búið að vera mikið að gera bæði í veitingum og gistingu þannig að við erum bara alsæl með að þetta sé allt á uppleið aftur,“ segir Ásdís Erla Jóhannesdóttir, hótelstjóri á Seli – Hótel Mývatn. Landið sé krökkt af ferðamönnum og bókanir búnar að ná sér aftur eftir faraldur. Tímabilið hafi byrjað fyrr þetta árið og hún aldrei séð jafn marga erlenda ferðamenn í maímánuði. Þau hafi ekki orðið mikið vör við Íslendinga sem hafi verið að flýja veðrið fyrir sunnan og frekar farið erlendis, eða í sínar tjaldútileigur og sumarbústaði. Mývatnssveit heldur áfram að laða fólk að hvaðan æva úr heiminum.Vísir/Vilhelm Ásdís bætir við að bókunarstaðan sé virkilega góð út sumarið og það sé mjög spennandi að EasyJet ætli að hefja beint flug milli London og Akureyrar í lok október. „Það mun ábyggilega hafa gríðarlega jákvæð áhrif með haustið að gera. Við erum bara alsæl og bara þakklát fyrir þetta fólk sem er á ferðinni. Þetta er gott sumar.“ Ferðamannatímabilið sé að lengjast og aldrei byrjað jafn snemma. Ásdís Erla Jóhannesdóttir, hótelstjóri á Seli – Hótel Mývatn.Aðsend „Það hefur svo sem alltaf verið gott í september og október og við eigum aðeins eftir að sjá betur með október. Það er kannski aðeins mest spennandi að sjá með lok október, nóvember upp á flugið að gera til Akureyrar,“ segir Ásdís. Það hafi gríðarleg áhrif fyrir ferðaþjónustuaðila á landsbyggðinni að fá beint flug inn á svæðið utan háannatímans sem nær yfir sumarið. Það hafi þau fundið vel þegar breska ferðaskrifstofan Superbreak og hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hófu flugferðir til Akureyrar. Unnið er að stækkun flugstöðvarinnar á Akureyri og mun EasyJet hefja flug þangað í vetur. Vísir/Tryggvi „Beina flugið á landsbyggðina skiptir okkur öllu máli á lágönn og um vetrartímann. Það er ekki flókið. Það er það sem við erum búin að berjast fyrir í mörg mörg ár og erum enn, en þetta kemur hægt og sígandi.“ „Það er ekkert hægt að kvarta undan einu né neinu, ekki einu sinni veðrinu þó það séu ekki nema fjórar gráður núna. Það þarf að bara að klæða sig eftir veðri. Við erum búin að hafa það svo gott í sumar,“ segir Ásdís og hlær áður hún áréttar að það eigi nú samt að fara að hlýna aftur í dag. Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Þingeyjarsveit Snæfellsbær Tengdar fréttir EasyJet flýgur frá Akureyri til London í vetur Opnað hefur verið fyrir bókanir í flugferðir með easyJet á milli London og Akureyrar í vetur. Fyrsta flugferðin verður 31. október en flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024. 25. maí 2023 11:31 Hollenskir túristar gapandi hissa á snjókomu í júlí Túristar á Norðurlandi voru heldur betur hissa þegar það byrjaði að snjóa á þau í dag. Leiðsögumaður sem er í hringferð með túristana segir að þeir hafi verið kátir þrátt fyrir að þeir hafi þurft að klæða sig í öll fötin sín. 4. júlí 2023 16:55 Ferðamenn eyða langmestu í gistingu Af kortaveltu erlendra ferðamanna sést að gistiþjónusta er sá útgjaldaliður sem jókst langmest það sem af er ári. Ferðamenn eyða sem stendur langmestu í gistingu en verslun kemur næst þar á eftir. 22. júní 2023 14:37 Útlit fyrir að 2023 muni toppa árin fyrir faraldur Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir útlit fyrir að árið í ár verði stærra fyrir greinina en árin fyrir Covid. Nýjar tölur Hagstofunnar sýna mikinn vöxt ferðaþjónustu frá því á síðasta ári. 15. júní 2023 11:43 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
„Útlitið er mjög gott og það bara gengur mjög vel. Það er enginn bilbug á okkur að finna. Það eina sem er að angra okkur á nesinu og Suðvesturhorninu er veðrið,“ segir Þór Gunnarsson, hótelstjóri á Hótel Snæfellsnes. Það séu þó frekar Íslendingarnir sem kvarti undan því. „Ég held að útlendingarnir búist bara við þessu veðri, þeim er svona nokkuð sama.“ Hann fái þó ekki marga Íslendinga til sín á Snæfellsnesið. Þeir komi stundum við í kaffi en láti gistinguna yfirleitt vera. „Hótel Snæfellsnes horfir mjög björt fram. Við ætlum bara að byggja upp frekar en hitt svo það er engin ástæða til að væla eitthvað.“ Fólk staldri styttra við Aðspurður um það hvort hann sjái einhverjar breytingar eftir kórónuveirufaraldur segir Þór að sú helsta sé að bókunartímabilið sé sífellt farið að lengjast. Áður hafi maí verið þokkalega rólegur en nú sé þetta farið á fullt hjá þeim í lok apríl og haldist meira og minna fram í október þegar áður var orðið rólegt í september. „Þá finnst mér fólk frekar að taka eina nótt heldur en tvær. Það er líka breyting, maður reynir að fá fólk til að stoppa tvær nætur en svona verðlagslega séð þá held ég að fólk reyni að sjá meira og gisti á fleiri stöðum. Ef ég tek bara Snæfellsnesið þá finnst mér fólk stoppa of stutt almennt talað. Fólk er að taka of mikið á einum degi og fara svo annað. Bara upp á að skoða landið þá þarftu að vera tvær nætur, ekki bara á Snæfellsnesi heldur víðar, til að ná utan um það,“ segir Þór að lokum. Tími ferðaþjónustunnar er runninn upp á ný.Vísir/Vilhelm Alltaf að glíma við sama flöskuhálsinn „Staðan er bara fín, það hefur gengið vel og upptakturinn eftir Covid er búinn að vera þéttur og góður. Við erum bara bjartsýn, ekki spurning,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, sem reka átján hótel víðast hvar um landið. Íslendingarnir hafi komið sterkir inn í faraldrinum og stór hluti þeirra ferðast um landið í fyrsta sinn í langan tíma. Margir geri það nú áfram en þó ekkert í líkingu við það sem sást áður. „Hér voru engir útlendingar og allt fullt af Íslendingum. Þeir eru auðvitað mikið á faraldsfæti til Tenerife og svona en við finnum alveg að það er aukning frá því fyrir faraldur.“ Brottfarir erlendra ferðamanna frá Íslandi voru um 158 þúsund í maí sem gerir hann næst stærsta maímánuð á eftir maí árið 2018 þegar brottfarir voru 165 þúsund. Í nýjustu Þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans var því spáð að hingað kæmu 2,1 milljón ferðamanna en sögn deildarinnar bendir fjöldi síðustu mánaða til þess að þeir gætu orðið þó nokkuð fleiri. „Ég ætla nú ekkert að tala um líklegan fjölda ferðamanna,“ segir Davíð hjá Íslandshótelum. „Greiningardeildirnar eru allar að koma fram með tölur og það er svona verið að reka svolítið puttann upp í loftið en það er auðvitað flöskuháls. Það er mikið uppselt yfir sumarmánuðina svo við þurfum að gera betur í því að dreifa ferðamönnum betur yfir árið. Þetta er sami söngurinn alltaf.“ Davíð Torfi Ólafsson er framkvæmdastjóri Íslandshótela.Vísir/Arnar Ákveðnir hlutar landsins séu orðnir mjög þéttsetnir og leggja þurfi meiri vinnu í það að dreifa fólki víðar. „Við erum búin að gera helling af frábærum hlutum. Norðurljósatraffíkin yfir vetrarmánuðina er búin að gera rosalega gott og við þurfum bara að efla þetta enn þá meira,“ bætir hann við og segir vafalaust mikil tækifæri liggja í þessu. Alsæl með stöðuna „Staðan er búin að vera rosalega góð, það er búið að vera mikið að gera bæði í veitingum og gistingu þannig að við erum bara alsæl með að þetta sé allt á uppleið aftur,“ segir Ásdís Erla Jóhannesdóttir, hótelstjóri á Seli – Hótel Mývatn. Landið sé krökkt af ferðamönnum og bókanir búnar að ná sér aftur eftir faraldur. Tímabilið hafi byrjað fyrr þetta árið og hún aldrei séð jafn marga erlenda ferðamenn í maímánuði. Þau hafi ekki orðið mikið vör við Íslendinga sem hafi verið að flýja veðrið fyrir sunnan og frekar farið erlendis, eða í sínar tjaldútileigur og sumarbústaði. Mývatnssveit heldur áfram að laða fólk að hvaðan æva úr heiminum.Vísir/Vilhelm Ásdís bætir við að bókunarstaðan sé virkilega góð út sumarið og það sé mjög spennandi að EasyJet ætli að hefja beint flug milli London og Akureyrar í lok október. „Það mun ábyggilega hafa gríðarlega jákvæð áhrif með haustið að gera. Við erum bara alsæl og bara þakklát fyrir þetta fólk sem er á ferðinni. Þetta er gott sumar.“ Ferðamannatímabilið sé að lengjast og aldrei byrjað jafn snemma. Ásdís Erla Jóhannesdóttir, hótelstjóri á Seli – Hótel Mývatn.Aðsend „Það hefur svo sem alltaf verið gott í september og október og við eigum aðeins eftir að sjá betur með október. Það er kannski aðeins mest spennandi að sjá með lok október, nóvember upp á flugið að gera til Akureyrar,“ segir Ásdís. Það hafi gríðarleg áhrif fyrir ferðaþjónustuaðila á landsbyggðinni að fá beint flug inn á svæðið utan háannatímans sem nær yfir sumarið. Það hafi þau fundið vel þegar breska ferðaskrifstofan Superbreak og hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hófu flugferðir til Akureyrar. Unnið er að stækkun flugstöðvarinnar á Akureyri og mun EasyJet hefja flug þangað í vetur. Vísir/Tryggvi „Beina flugið á landsbyggðina skiptir okkur öllu máli á lágönn og um vetrartímann. Það er ekki flókið. Það er það sem við erum búin að berjast fyrir í mörg mörg ár og erum enn, en þetta kemur hægt og sígandi.“ „Það er ekkert hægt að kvarta undan einu né neinu, ekki einu sinni veðrinu þó það séu ekki nema fjórar gráður núna. Það þarf að bara að klæða sig eftir veðri. Við erum búin að hafa það svo gott í sumar,“ segir Ásdís og hlær áður hún áréttar að það eigi nú samt að fara að hlýna aftur í dag.
Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Þingeyjarsveit Snæfellsbær Tengdar fréttir EasyJet flýgur frá Akureyri til London í vetur Opnað hefur verið fyrir bókanir í flugferðir með easyJet á milli London og Akureyrar í vetur. Fyrsta flugferðin verður 31. október en flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024. 25. maí 2023 11:31 Hollenskir túristar gapandi hissa á snjókomu í júlí Túristar á Norðurlandi voru heldur betur hissa þegar það byrjaði að snjóa á þau í dag. Leiðsögumaður sem er í hringferð með túristana segir að þeir hafi verið kátir þrátt fyrir að þeir hafi þurft að klæða sig í öll fötin sín. 4. júlí 2023 16:55 Ferðamenn eyða langmestu í gistingu Af kortaveltu erlendra ferðamanna sést að gistiþjónusta er sá útgjaldaliður sem jókst langmest það sem af er ári. Ferðamenn eyða sem stendur langmestu í gistingu en verslun kemur næst þar á eftir. 22. júní 2023 14:37 Útlit fyrir að 2023 muni toppa árin fyrir faraldur Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir útlit fyrir að árið í ár verði stærra fyrir greinina en árin fyrir Covid. Nýjar tölur Hagstofunnar sýna mikinn vöxt ferðaþjónustu frá því á síðasta ári. 15. júní 2023 11:43 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
EasyJet flýgur frá Akureyri til London í vetur Opnað hefur verið fyrir bókanir í flugferðir með easyJet á milli London og Akureyrar í vetur. Fyrsta flugferðin verður 31. október en flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024. 25. maí 2023 11:31
Hollenskir túristar gapandi hissa á snjókomu í júlí Túristar á Norðurlandi voru heldur betur hissa þegar það byrjaði að snjóa á þau í dag. Leiðsögumaður sem er í hringferð með túristana segir að þeir hafi verið kátir þrátt fyrir að þeir hafi þurft að klæða sig í öll fötin sín. 4. júlí 2023 16:55
Ferðamenn eyða langmestu í gistingu Af kortaveltu erlendra ferðamanna sést að gistiþjónusta er sá útgjaldaliður sem jókst langmest það sem af er ári. Ferðamenn eyða sem stendur langmestu í gistingu en verslun kemur næst þar á eftir. 22. júní 2023 14:37
Útlit fyrir að 2023 muni toppa árin fyrir faraldur Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir útlit fyrir að árið í ár verði stærra fyrir greinina en árin fyrir Covid. Nýjar tölur Hagstofunnar sýna mikinn vöxt ferðaþjónustu frá því á síðasta ári. 15. júní 2023 11:43