Íbúar vanir skjálftum en þeir séu alltaf jafn óþægilegir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júlí 2023 11:47 Formaður bæjarstjórnar fylgist vel með gangi mála. Vísir Það er erfitt að venjast sífelldum jarðskjálftum segir formaður Bæjarráðs Grindavíkur og vettvangsstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Nú sé góður tímapunktur fyrir íbúa að fara yfir öll öryggisatriði sem þurfa að vera í lagi í skjálftahrinu. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og vettvangsstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum er einn þeirra sem náði að sofa af sér skjálftahrinuna í nótt og líka þann stóra. „Ég heyrði af fólki sem vaknaði við hann og hann var nú víst nokkuð öflugur. Síðan höfum við fundið skjálfta og það var í morgun, við fundum vel fyrir honum og þessum tveimur í morgun.“ En hvernig er tilfinningin að vera í miðjunni á svona hrinu? „Nú, það er ekki hægt að segja annað en að við séum orðin aðeins vön þessu en þetta er alltaf óþægilegt. Við vorum svo alsæl þegar við vorum orðin laus við þessa jarðskjálfta en við sjáum til hvað verður. Það verður að koma í ljós hvað muni gerast. Nú, ef það kæmi gos upp á svipuðum slóðum þá er það nú bara í samræmi við það sem vísindamenn hafa sagt þannig að ég held við þurfum bara að bíða og sjá.“ Íbúar á suðvesturhluta landsins eru hvattir til að huga að lausa- og innanstokksmunum sem geta fallið við skjálfta og huga sérstaklega að því að munir geti ekki fallið á fólk í svefni. Veðurstofa Íslands hefur þá einnig varað fólk við bröttum hlíðum á svæðinu vegna mögulegs grjóthruns. „Það er gott að brýna þetta svolítið fyrir fólki vegna þess að það er orðið svo langt síðan síðast. Það er bara um að gera að ganga vel frá öllum hlutum.“ Það sé erfitt að venjast því að stórir skjálftar ríði yfir í sífellu. „Það er erfitt að venjast því en þetta er náttúrulega mjög einstaklingsbundið, sumir kippa sér lítið upp við þetta og aðrir eru mjög hræddir og það er bara skiljanlegt, það er nú bara mannskepnan í raun.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Appelsínugulur litakóði kominn á Fagradalsfjall Alþjóðaflugið hefur núna viðvörun um að eldstöðin Fagradalsfjall sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Það gerðist á ellefta tímanum í morgun þegar alþjóðlegum litakóða var breytt úr grænum, sem þýðir engar vísbendingar um gos, yfir í appelsínugulan, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. 5. júlí 2023 11:31 Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. 5. júlí 2023 10:36 Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. 5. júlí 2023 10:08 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Fleiri fréttir Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Sjá meira
Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og vettvangsstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum er einn þeirra sem náði að sofa af sér skjálftahrinuna í nótt og líka þann stóra. „Ég heyrði af fólki sem vaknaði við hann og hann var nú víst nokkuð öflugur. Síðan höfum við fundið skjálfta og það var í morgun, við fundum vel fyrir honum og þessum tveimur í morgun.“ En hvernig er tilfinningin að vera í miðjunni á svona hrinu? „Nú, það er ekki hægt að segja annað en að við séum orðin aðeins vön þessu en þetta er alltaf óþægilegt. Við vorum svo alsæl þegar við vorum orðin laus við þessa jarðskjálfta en við sjáum til hvað verður. Það verður að koma í ljós hvað muni gerast. Nú, ef það kæmi gos upp á svipuðum slóðum þá er það nú bara í samræmi við það sem vísindamenn hafa sagt þannig að ég held við þurfum bara að bíða og sjá.“ Íbúar á suðvesturhluta landsins eru hvattir til að huga að lausa- og innanstokksmunum sem geta fallið við skjálfta og huga sérstaklega að því að munir geti ekki fallið á fólk í svefni. Veðurstofa Íslands hefur þá einnig varað fólk við bröttum hlíðum á svæðinu vegna mögulegs grjóthruns. „Það er gott að brýna þetta svolítið fyrir fólki vegna þess að það er orðið svo langt síðan síðast. Það er bara um að gera að ganga vel frá öllum hlutum.“ Það sé erfitt að venjast því að stórir skjálftar ríði yfir í sífellu. „Það er erfitt að venjast því en þetta er náttúrulega mjög einstaklingsbundið, sumir kippa sér lítið upp við þetta og aðrir eru mjög hræddir og það er bara skiljanlegt, það er nú bara mannskepnan í raun.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Appelsínugulur litakóði kominn á Fagradalsfjall Alþjóðaflugið hefur núna viðvörun um að eldstöðin Fagradalsfjall sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Það gerðist á ellefta tímanum í morgun þegar alþjóðlegum litakóða var breytt úr grænum, sem þýðir engar vísbendingar um gos, yfir í appelsínugulan, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. 5. júlí 2023 11:31 Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. 5. júlí 2023 10:36 Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. 5. júlí 2023 10:08 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Fleiri fréttir Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Sjá meira
Appelsínugulur litakóði kominn á Fagradalsfjall Alþjóðaflugið hefur núna viðvörun um að eldstöðin Fagradalsfjall sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Það gerðist á ellefta tímanum í morgun þegar alþjóðlegum litakóða var breytt úr grænum, sem þýðir engar vísbendingar um gos, yfir í appelsínugulan, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. 5. júlí 2023 11:31
Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. 5. júlí 2023 10:36
Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. 5. júlí 2023 10:08