Skjálfti yfir þremur í Fagradalsfjalli Kristinn Haukur Guðnason og Eiður Þór Árnason skrifa 4. júlí 2023 23:22 Upptök skjálftahrinunnar eru nærri gosstöðvunum í Meradölum. Vísir/Vilhelm Skjálfti mældist 3,6 að stærð með upptök við Fagradalsfjall klukkan 22:45 í kvöld. Skjálftinn kemur í kjölfarið af jarðskjálftahrinu sem hófst síðdegis í dag í norðaustanverðu Fagradalsfjalli, um klukkan 16:00. Um er að ræða stærsta skjálftann sem mælst hefur á Reykjanesskaganum það sem af er ári og fannst hann bæði þar og á höfuðborgarsvæðinu. Enginn órói mælist á svæðinu. Flestir skjálftarnir ná ekki 2 að stærð en eftir klukkan 21:45 hafa 15 skjálftar í Fagradalsfjalla mælst yfir 2 af stærð. Búast má við áframhaldandi jarðskjálftavirkni í nótt og jafnvel næstu daga, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Í byrjum apríl fór að mælast landris við Fagradalsfjall og bendir þessi virkni til innflæðis kviku undir fjallinu. Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að áfram verði vel fylgst með svæðinu. Tíðari skjálftar og landris á svæðinu séu vísbendingar um innskotsflæði. „Þannig að kvikan er á hreyfingu þarna ofan í en hversu langt undir yfirborðinu getum við ekki staðfest núna, hún er kannski á sirka sex kílómetra dýpri,“ segir Minney Sigurðardóttir. Sennilega ekki sést síðan í aðdraganda eldgossins í Meradölum Eldfjalla og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá því að meginvirknin sé norðan við gosstöðvarnar í fyrra, nálægt Litla Hrút og Kistufelli. „Þau kvikuhlaup sem orðið hafa frá 2021 hafa átt uppruna sinn á svipuðum slóðum og þá hlaupið til suðurs, sem í tveim tilfellum endaði með eldgosi,“ segir í færslu hópsins. Hefur skjálftavirkni eins og nú er ekki sést síðan í aðdraganda eldgossins í Merardölum. Landris hefur mælst á öllum Reykjanesskaga síðan í apríl, um 2,5 sentimetri. Að sögn jarðfræðinga er landrisið til komið vegna kvikuhreyfinga sem lyfti jarðlögum fyrir ofan sig. Mega íbúar Reykjanesskagans og höfuðborgarsvæðisins alls búast við viðvarandi skjálftavirkni. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Áframhaldandi landris og engar skyndilegar breytingar Áframhaldandi landris mælist á Reykjanesskaga en nokkuð stöðugt landris hefur sést nálægt Fagradalsfjalli frá því snemma í apríl. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið en engin merki um skyndilegar breytingar. 3. júlí 2023 14:11 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Flestir skjálftarnir ná ekki 2 að stærð en eftir klukkan 21:45 hafa 15 skjálftar í Fagradalsfjalla mælst yfir 2 af stærð. Búast má við áframhaldandi jarðskjálftavirkni í nótt og jafnvel næstu daga, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Í byrjum apríl fór að mælast landris við Fagradalsfjall og bendir þessi virkni til innflæðis kviku undir fjallinu. Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að áfram verði vel fylgst með svæðinu. Tíðari skjálftar og landris á svæðinu séu vísbendingar um innskotsflæði. „Þannig að kvikan er á hreyfingu þarna ofan í en hversu langt undir yfirborðinu getum við ekki staðfest núna, hún er kannski á sirka sex kílómetra dýpri,“ segir Minney Sigurðardóttir. Sennilega ekki sést síðan í aðdraganda eldgossins í Meradölum Eldfjalla og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá því að meginvirknin sé norðan við gosstöðvarnar í fyrra, nálægt Litla Hrút og Kistufelli. „Þau kvikuhlaup sem orðið hafa frá 2021 hafa átt uppruna sinn á svipuðum slóðum og þá hlaupið til suðurs, sem í tveim tilfellum endaði með eldgosi,“ segir í færslu hópsins. Hefur skjálftavirkni eins og nú er ekki sést síðan í aðdraganda eldgossins í Merardölum. Landris hefur mælst á öllum Reykjanesskaga síðan í apríl, um 2,5 sentimetri. Að sögn jarðfræðinga er landrisið til komið vegna kvikuhreyfinga sem lyfti jarðlögum fyrir ofan sig. Mega íbúar Reykjanesskagans og höfuðborgarsvæðisins alls búast við viðvarandi skjálftavirkni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Áframhaldandi landris og engar skyndilegar breytingar Áframhaldandi landris mælist á Reykjanesskaga en nokkuð stöðugt landris hefur sést nálægt Fagradalsfjalli frá því snemma í apríl. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið en engin merki um skyndilegar breytingar. 3. júlí 2023 14:11 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Áframhaldandi landris og engar skyndilegar breytingar Áframhaldandi landris mælist á Reykjanesskaga en nokkuð stöðugt landris hefur sést nálægt Fagradalsfjalli frá því snemma í apríl. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið en engin merki um skyndilegar breytingar. 3. júlí 2023 14:11