Innlent

Hand­sömuðu vopnaðan mann á Hvols­velli

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Maðurinn var vistaður á viðeigandi stofnun.
Maðurinn var vistaður á viðeigandi stofnun. Vísir/Vilhelm

Lög­reglan á Suður­landi á­samt sér­sveit ríkis­lög­reglu­stjóra hand­samaði vopnaðan mann sem ógnaði fólki með hníf á Hvols­velli í morgun.

Sveinn Kristján Rúnars­son, yfir­lög­reglu­þjónn á Suður­landi, stað­festir í sam­tali við Vísi að maðurinn hafi verið hand­tekinn. Engan hafi sakað.

Maðurinn var að sögn Sveins fluttur á Sel­foss. Þar verður hann vistaður á við­eig­andi stofnun




Fleiri fréttir

Sjá meira


×