Innlent

Leit að Sig­rúnu ber engan árangur

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lögreglan biðlar til þeirra sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir Sigrúnar að hafa samband.
Lögreglan biðlar til þeirra sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir Sigrúnar að hafa samband. Vísir/Þorgils

Leit að Sig­rúnu Arn­gríms­dóttur hefur enn engan árangur borið. Lög­reglan á Suður­nesjum biðlar til þeirra sem upp­lýsingar gætu haft um að hafa sam­band.

Í til­kynningu frá lög­reglunni kemur fram að leit hafi verið fram haldið á laugar­dag að Sig­rúnu. Hennar hefur verið saknað síðan helgina 9. til 11. júní.

Björgunar­sveitir gengu fjörur á sunnan­verðum Reykja­nes­skaga. Við leitina var notast við dróna. Leitar­að­gerðir hófust snemma morguns og stóðu fram eftir degi. Leitar­að­gerðir báru ekki árangur.

Upp­haf­lega var lýst eftir Sig­rúnu þann 13. júní sl. eftir að til­kynning barst lög­reglu um yfir­gefna bif­reið á bif­reiða­stæði sunnan við Suður­strandar­veg, nærri Hús­hólma. Þrátt fyrir um­fangs­miklar leitar­að­gerðir björgunar­sveita dagana eftir til­kynninguna, bar leit ekki árangur.

Lög­regla í­trekar að ef ein­hver telur sig búa yfir upp­lýsingum um ferðir Sig­rúnar að hafa sam­band við lög­regluna á Suður­nesjum í síma 444-2299 eða Neyðar­línuna 112.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×