Sektaði Birtu CBD fyrir að brjóta lög með fullyrðingum sínum Eiður Þór Árnason skrifar 3. júlí 2023 12:21 Neytendastofa tók ekki mark á skýringum Birtu CBD. vísir/vilhelm Neytendastofa sektaði Birtu CBD um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem stofnunin telur hafa brotið lög. Fyrirtækið flytur inn og selur vörur sem innihalda CBD, einnig þekkt sem kannabídíól unnið úr kannabisplöntum. Brotin varða fullyrðingar sem birtust á vefsíðu Birtu CBD ehf. sem og framsetningu auglýsinga og kynningar á vefsíðunni. Athugun Neytendastofu beindist að eftirfarandi fullyrðingum sem stofnunin bað fyrirtækið um að færa sönnur á: „Lyf á borð við Sativex og Epidiolex sem innihalda CBD hafa komið á markað á síðustu árum en þessi lyf bæla eða halda niðri vissum sjúkdómseinkennum í afmörkuðum gerðum sjúkdóma í börnum og fullorðnum þar sem hefðbundin lyf hafa ekki reynst vel“ „CBD gæti haft mikla líffræðilega virkni á vissar gerðir sjúkdóma“ „Það að CBD gæti haft þessar breiðvirku bindingar og/eða áhrif á ýmsa viðtaka í stoð- og taugakerfi líkamans myndi útskýra af hverju CBD virðist geta hjálpað stórum hópi fólks með mjög mismunandi sjúkdóma og/eða kvilla.“ Mótmæltu fyrst athugasemdunum en fjarlægðu svo fullyrðingarnar Í svörum Birtu CBD kom í fyrstu fram að umfjöllunin sem gerð væri athugasemd við ætti við um tiltekin lyf sem innihaldi CBD. Allar fullyrðingar væri hægt að styðja með vísindalegum gögnum og ekki væri verið að samsama virkni lyfjanna við vörur félagsins eða að nota skuli CBD í stað lyfja við alvarlegum sjúkdómum. Einungis hafi verið um upplýsingagjöf að ræða og fræðslutexta þar sem sjúklingum væri bent á lyf sem gætu hjálpað og virkni þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu Neytendastofu þar sem segir jafnframt að í síðari svörum hafi komið fram að félagið hefði fjarlægt áðurnefndar fullyrðingar. Þótt fyrirtækið hafi litið svo á að um fræðslutexta hafi verið að ræða, til að kynna fólki almennt fyrir CBD og hvernig notkun þess hafi þróast á Íslandi, þá virði félagið sjónarmið stofnunarinnar og ætlunin hafi ekki verið að villa um fyrir neytendum. Til þess fallnar að hafa áhrif á kauphegðun Komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að með umfjölluninni sköpuðust hugrenningatengsl milli lyfjanna og þeirra vara sem Birta CBD selur. „Fullyrðingarnar veittu rangar upplýsingar um helstu einkenni þeirra og séu til þess fallnar að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi annars ekki taka og væru líklegar til að raska fjárhagslegri hegðun þeirra.“ Að mati stofnunarinnar braut fyrirtækið með fullyrðingum um lyfjavirkni snyrtivaranna lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, auk reglugerð um viðskiptahætti sem teljast undir öllum kringumstæðum óréttmætir. Var því lögð á 100 þúsund króna stjórnvaldssekt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Neytendastofa gerir athugasemdir við fullyrðingar söluaðila CBD-vara en í fyrra var CBD ehf. sektað um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um virkni og notkunarmöguleika snyrtivara sem auglýstar voru á heimasíðu fyrirtækisins. Var félagið talið hafa viðhaft villandi og óréttmæta viðskiptahætti og brot félagsins talið verið alvarlegt. Neytendur Verslun Auglýsinga- og markaðsmál Kannabis Tengdar fréttir Fá stjórnvaldssekt vegna auglýsinga á CBD-snyrtivörum Neytendastofa hefur sektað CBD ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga félagsins um virkni og notkunarmöguleika snyrtivara sem auglýstar voru á síðunni atomos.is. Er félagið talið hafa viðhaft villandi og óréttmæta viðskiptahætti og er brot félagsins talið hafa verið alvarlegt. 21. september 2022 07:52 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Brotin varða fullyrðingar sem birtust á vefsíðu Birtu CBD ehf. sem og framsetningu auglýsinga og kynningar á vefsíðunni. Athugun Neytendastofu beindist að eftirfarandi fullyrðingum sem stofnunin bað fyrirtækið um að færa sönnur á: „Lyf á borð við Sativex og Epidiolex sem innihalda CBD hafa komið á markað á síðustu árum en þessi lyf bæla eða halda niðri vissum sjúkdómseinkennum í afmörkuðum gerðum sjúkdóma í börnum og fullorðnum þar sem hefðbundin lyf hafa ekki reynst vel“ „CBD gæti haft mikla líffræðilega virkni á vissar gerðir sjúkdóma“ „Það að CBD gæti haft þessar breiðvirku bindingar og/eða áhrif á ýmsa viðtaka í stoð- og taugakerfi líkamans myndi útskýra af hverju CBD virðist geta hjálpað stórum hópi fólks með mjög mismunandi sjúkdóma og/eða kvilla.“ Mótmæltu fyrst athugasemdunum en fjarlægðu svo fullyrðingarnar Í svörum Birtu CBD kom í fyrstu fram að umfjöllunin sem gerð væri athugasemd við ætti við um tiltekin lyf sem innihaldi CBD. Allar fullyrðingar væri hægt að styðja með vísindalegum gögnum og ekki væri verið að samsama virkni lyfjanna við vörur félagsins eða að nota skuli CBD í stað lyfja við alvarlegum sjúkdómum. Einungis hafi verið um upplýsingagjöf að ræða og fræðslutexta þar sem sjúklingum væri bent á lyf sem gætu hjálpað og virkni þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu Neytendastofu þar sem segir jafnframt að í síðari svörum hafi komið fram að félagið hefði fjarlægt áðurnefndar fullyrðingar. Þótt fyrirtækið hafi litið svo á að um fræðslutexta hafi verið að ræða, til að kynna fólki almennt fyrir CBD og hvernig notkun þess hafi þróast á Íslandi, þá virði félagið sjónarmið stofnunarinnar og ætlunin hafi ekki verið að villa um fyrir neytendum. Til þess fallnar að hafa áhrif á kauphegðun Komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að með umfjölluninni sköpuðust hugrenningatengsl milli lyfjanna og þeirra vara sem Birta CBD selur. „Fullyrðingarnar veittu rangar upplýsingar um helstu einkenni þeirra og séu til þess fallnar að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi annars ekki taka og væru líklegar til að raska fjárhagslegri hegðun þeirra.“ Að mati stofnunarinnar braut fyrirtækið með fullyrðingum um lyfjavirkni snyrtivaranna lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, auk reglugerð um viðskiptahætti sem teljast undir öllum kringumstæðum óréttmætir. Var því lögð á 100 þúsund króna stjórnvaldssekt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Neytendastofa gerir athugasemdir við fullyrðingar söluaðila CBD-vara en í fyrra var CBD ehf. sektað um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um virkni og notkunarmöguleika snyrtivara sem auglýstar voru á heimasíðu fyrirtækisins. Var félagið talið hafa viðhaft villandi og óréttmæta viðskiptahætti og brot félagsins talið verið alvarlegt.
„Lyf á borð við Sativex og Epidiolex sem innihalda CBD hafa komið á markað á síðustu árum en þessi lyf bæla eða halda niðri vissum sjúkdómseinkennum í afmörkuðum gerðum sjúkdóma í börnum og fullorðnum þar sem hefðbundin lyf hafa ekki reynst vel“ „CBD gæti haft mikla líffræðilega virkni á vissar gerðir sjúkdóma“ „Það að CBD gæti haft þessar breiðvirku bindingar og/eða áhrif á ýmsa viðtaka í stoð- og taugakerfi líkamans myndi útskýra af hverju CBD virðist geta hjálpað stórum hópi fólks með mjög mismunandi sjúkdóma og/eða kvilla.“
Neytendur Verslun Auglýsinga- og markaðsmál Kannabis Tengdar fréttir Fá stjórnvaldssekt vegna auglýsinga á CBD-snyrtivörum Neytendastofa hefur sektað CBD ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga félagsins um virkni og notkunarmöguleika snyrtivara sem auglýstar voru á síðunni atomos.is. Er félagið talið hafa viðhaft villandi og óréttmæta viðskiptahætti og er brot félagsins talið hafa verið alvarlegt. 21. september 2022 07:52 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Fá stjórnvaldssekt vegna auglýsinga á CBD-snyrtivörum Neytendastofa hefur sektað CBD ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga félagsins um virkni og notkunarmöguleika snyrtivara sem auglýstar voru á síðunni atomos.is. Er félagið talið hafa viðhaft villandi og óréttmæta viðskiptahætti og er brot félagsins talið hafa verið alvarlegt. 21. september 2022 07:52