Handbolti

„Við ætlum að verða fyrirmyndir eins og þeir“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Viðarsson er lykilmaður í íslenska liðinu.
Arnór Viðarsson er lykilmaður í íslenska liðinu. IHF/Sasa Pahic Szabo/kolektiff

Arnór Viðarsson skoraði þrjú mörk þegar íslenska U-21 árs landsliðið tapaði fyrir Ungverjalandi, 37-30, í undanúrslitum á HM í dag.

„Í fyrri hálfleikurinn lá munurinn bæði í vörn og sókn. Þeir skoruðu örugglega fyrstu 3-4 mörkin sín úr hraðaupphlaupum og voru tveimur mönnum fleiri. Þá komust þeir 5-6 mörkum yfir og við náðum eiginlega aldrei að svara fyrir það,“ sagði Arnór við Vísi eftir leik.

Ísland var fimm mörkum undir í hálfleik, 19-14, en þrátt fyrir það segir Arnór að íslensku strákarnir hafi enn haft trú á verkefninu.

„Já, við gerðum það en þeir skoruðu svo örugglega fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik og komust átta mörkum yfir. Við misstum ekki trúna en brekkan var orðin brött.“

Þrátt fyrir sannfærandi tap segir Arnór íslenska liðið geta tekið sitt hvað jákvætt út úr leiknum.

„Já, við fengum framlag frá fleirum. Við spiluðum á fleiri mönnum þannig þessir lykilmenn ættu að vera ferskari á morgun. Við ættum að vera úthvíldir fyrir morgundaginn,“ sagði Arnór.

Talandi um morgundaginn þá bíður íslenska liðsins leikur um bronsið. Ef hann vinnst jafnar Ísland besta árangur sinn á HM í þessum aldursflokki. Ólafur Stefánsson, Dagur Sigurðsson, Patrekur Jóhannesson og félagar unnu brons á HM í Egyptalandi fyrir þrjátíu árum. Arnór vill feta í þau fótspor.

„Allar þessar fyrirmyndir sem náðu þessu og við ætlum að verða fyrirmyndir eins og þeir,“ sagði Arnór að lokum.


Tengdar fréttir

Einar Andri: Í basli varnar­lega allan leikinn

Ísland tapaði með sjö marka mun fyrir Ungverjum í undanúrslitum heimsmeistaramóts U-21 árs landsliða í handknattleik í dag. Einar Andri Einarsson, annar af þjálfurum liðsins, 

„Fundum okkur eiginlega aldrei í leiknum“

Andri Már Rúnarsson, leikmaður U-21 árs landsliðs Íslands í handbolta, var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Ungverjalandi, 37-30, í undanúrslitum á HM í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×