Enski boltinn

Liver­pool að ganga frá kaupunum á Íslandsbananum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Á leið í Bítlaborgina.
Á leið í Bítlaborgina. EPA-EFE/Leonhard Simon

Enska knattspyrnufélagið hefur náð samkomulagi við RB Leipzig um kaup á hinum ungverska Dominik Szoboszlai.

Ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greindir frá því að Liverpool muni borga 70 milljónir evra fyrir hinn 22 ára gamla Szoboszlai.

Það er ljóst að Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, vill styrkja miðsvæðið en liðið hefur þegar fest kaup á heimsmeistaranum Alexis Mac Allister. Sá kom frá Brighton & Hove Albion um leið og félagaskiptaglugginn opnaði.

Nú hefur Romano staðfest að Liverpool sé búið að fá samþykkt tilboð í manninn sem kom í veg fyrir að Ísland kæmist á EM 2021.

Szoboszlai lék með Red Bulls Salzburg, systurfélagi Leipzig, frá 2018 til 2021. Hann hefur spilað 32 A-landsleiki og skorað í þeim 7 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×