Heimtaði Oxycontin en fékk átta mánuði Árni Sæberg skrifar 30. júní 2023 17:58 Dómur yfir manninum var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri var í vikunni dæmdur fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum og dæmdur til átta mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Meðal brota hans var vopnað rán í apóteki í Reykjavík. Hann hafði heimtað ópíóíðalyfið Oxycontin af starfsmönnum þess og hótað að sækja hníf fengi hann það ekki. Þegar starfsmenn neituðu að verða við ósk hans lét hann af hótuninni verða. Þegar maðurinn kom aftur í verslunina var hann vopnaður hníf og krafði starfsmennina um lyfið á ný. Í það skiptið urðu þeir við bón hans og köstuðu umbeðnum lyfjum yfir afgreiðsluborðið til hans. Öryggisvörður kom hins vegar í veg fyrir að hann gæti yfirgefið apótekið og hélt honum þar til lögregla kom á vettvang skömmu síðar. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp á þriðjudag en birtur í dag. Fjöldi vopnalagabrota og sígaretturán Dómurinn fjallaði um tvær ákærur á hendur manninum, sem gefnar voru út með skömmu millibili. Í seinni ákærunni var maðurinn ákærður fyrir fjölda aðskilinna vopnalagabrota, fyrir að hafa haft í fórum sínum eggvopn á almannafæri. Meðal vopnanna voru garðklippur. Þá var hann ákærður fyrir þjófnaðar- og gripdeildarbrot auk vopnaðs ráns, með því að hafa gengið inn í verslun í Reykjavík vopnaður hnífi og með ógnandi hætti beint hnífnum að starfsmönnum og skipað þeim að afhenda sér sígarettur. Hann komst á brott með tvö karton af sígarettum að andvirði um 34 þúsund króna. Játaði öll brot Maðurinn játaði öll brot sín samkvæmt ákærunum tveimur og krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa. Við ákvörðun refsingar mannsins var litið til nokkuð langs og alvarlegs sakaferils. Manninum til málsbóta var hins vegar horft til þess að hann játaði brot sín, hefur samkvæmt vottorði fangelsis sinnt vel vímuefnameðferð og nýtt gæsluvarðhaldstíma að öðru leyti með uppbyggilegum hætti. Þá var litið til erfiðra persónulegra aðstæðna mannsins. Að framangreindu virtu var maðurinn dæmdur til átta mánaða fangelsisvistar og sökum sakaferils hans var ekki talið unnt að skilorðsbinda refsingu hans. Þá var hann dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 950 þúsund krónur. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira
Þegar maðurinn kom aftur í verslunina var hann vopnaður hníf og krafði starfsmennina um lyfið á ný. Í það skiptið urðu þeir við bón hans og köstuðu umbeðnum lyfjum yfir afgreiðsluborðið til hans. Öryggisvörður kom hins vegar í veg fyrir að hann gæti yfirgefið apótekið og hélt honum þar til lögregla kom á vettvang skömmu síðar. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp á þriðjudag en birtur í dag. Fjöldi vopnalagabrota og sígaretturán Dómurinn fjallaði um tvær ákærur á hendur manninum, sem gefnar voru út með skömmu millibili. Í seinni ákærunni var maðurinn ákærður fyrir fjölda aðskilinna vopnalagabrota, fyrir að hafa haft í fórum sínum eggvopn á almannafæri. Meðal vopnanna voru garðklippur. Þá var hann ákærður fyrir þjófnaðar- og gripdeildarbrot auk vopnaðs ráns, með því að hafa gengið inn í verslun í Reykjavík vopnaður hnífi og með ógnandi hætti beint hnífnum að starfsmönnum og skipað þeim að afhenda sér sígarettur. Hann komst á brott með tvö karton af sígarettum að andvirði um 34 þúsund króna. Játaði öll brot Maðurinn játaði öll brot sín samkvæmt ákærunum tveimur og krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa. Við ákvörðun refsingar mannsins var litið til nokkuð langs og alvarlegs sakaferils. Manninum til málsbóta var hins vegar horft til þess að hann játaði brot sín, hefur samkvæmt vottorði fangelsis sinnt vel vímuefnameðferð og nýtt gæsluvarðhaldstíma að öðru leyti með uppbyggilegum hætti. Þá var litið til erfiðra persónulegra aðstæðna mannsins. Að framangreindu virtu var maðurinn dæmdur til átta mánaða fangelsisvistar og sökum sakaferils hans var ekki talið unnt að skilorðsbinda refsingu hans. Þá var hann dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 950 þúsund krónur.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira