Reitir og Eik kanna sameiningu Eiður Þór Árnason skrifar 30. júní 2023 16:36 Verslunarmiðstöðin Kringlan er á meðal fasteigna í eignasafni Reita. Vísir/Rakel Stjórnir fasteignafélaganna Eikar og Reita hafa samþykkt að ganga til viðræðna um mögulega sameiningu félaganna. Fasteignafélagið Reginn gerði nýverið yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar en stærsti eigandi félagsins lagðist gegn tilboðinu. Vill stjórn Eikar kanna hvort grundvöllur sé fyrir samruna við Reiti sem væri hluthöfum hagfelldari en fyrirhugað yfirtökutilboð. „Þessi ákvörðun á sér nokkurn aðdraganda, án þess að það hafi leitt til viðræðna, þar sem innan beggja félaga hefur á liðnum misserum verið litið til þessa möguleika og því verið velt upp að í honum gætu falist tækifæri til áhugaverðra umbreytinga og meiri sérhæfingar en nú er. Við blasir að sameining er til þess fallin að bæta rekstrarárangur og auka arðsemi, svo sameinað félag geti verið skýr valkostur þeirra sem vilja njóta reglulegra arðgreiðslna af fjárfestingum sínum,“ segir í tilkynningu félaganna til Kauphallar. Bæði félögin séu með umtalsverðar þróunareignir á mismunandi stigum og ljóst að skarpari áhersla og skýrari umgjörð um uppbyggingu og nýtingu þeirra og meira gagnsæi hvað varðar áhættur, tækifæri og framvindu, sé til þess fallin að mæta væntingum fjárfesta og lánveitenda um aukið gagnsæi. Skrifstofa Eikar fasteignafélags í Sóltúni í Reykjavík.Eik „Í ljósi almenns vilja hluthafa beggja félaga að ná fram aukinni rekstrarhagkvæmni og að lokum í ljósi þess að ekki virðist nægjanlegur stuðningur við aðrar hugmyndir að stærri sameiningu á fasteignamarkaði varð niðurstaðan sú að taka upp formlegar viðræður milli stjórna félaganna.“ Reitir eru stærsta fasteignafélag landsins en á eftir fylgja Reginn og Eik sem er það þriðja stærsta. Ætli að hefja samtal við Samkeppniseftirlitið Í tilkynningunni segir jafnframt að samrunaviðræðum Reita og Eikar sé ætlað að gefa stjórnum félaganna tveggja svigrúm til að greina eignasöfn þeirra, heppilega umgjörð viðskipta og skipulag sameinaðs félags. Jafnframt standi til að greina samlegðaráhrif og hámarka þá virðisaukningu sem væntingar standi til að af samruna leiði. „Félögin munu, sem lið í þessu ferli, hefja samtal við samkeppnisyfirvöld til þess þegar á frumstigum að leita leiðsagnar um viðmið sem samkeppnisyfirvöld áforma að líta til við mat á því, hvort líklegt sé að þau telji sig þurfa að setja samrunanum skilyrði til að tryggja að eðlileg samkeppni verði áfram á viðeigandi mörkuðum.“ Áherslur félaganna hafi um sumt verið á mismunandi eignaflokka og svæði sem sé til þess er fallið að draga úr neikvæðum samkeppnislegum áhrifum ef af sameiningu yrði. Félögin segjast áforma að endurmeta samsetningu sameinaðs eignasafns og mögulega selja frá sér eignir, meðal annars til að fyrirbyggja neikvæð samkeppnisleg áhrif. Þá verði í viðræðunum lögð áhersla á mat á því hvaða umgjörð henti best fyrir nýtingu þróunareigna félaganna og hvernig hámarka megi verðmæti þeirra eigna. „Stjórnir félaganna telja umtalsverð tækifæri felast í sameiningu þeirra og að samlegðaráhrifin birtist einkum í aukinni rekstrarhagkvæmni, aukinni sérhæfingu, bættri þjónustu við krefjandi markaði og hraðari tekjumyndun af uppbyggingu þróunareigna. Loks telja stjórnir félaganna að stærra, sérhæfðara og arðsamara félag sé líklegt til að eiga betri og fjölbreyttari kosti um fjármögnun og höfða til breiðari hóps fjárfesta, innlendra sem erlendra.“ Yfirtökutilboðið féll í grýttan jarðveg Tilkynnt var 7. júní síðastliðinn að stjórn Regins hafi ákveðið að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags. Tilboðið yrði að fullu fjármagnað með útgáfu nýs hlutafjar í Regin að fenginni heimild hlutahafafundar. „Með viðskiptunum verður til stærsta skráða fasteignafélag landsins með getu til að leiða uppbyggingu sjálfbærra kjarna og sérhæfingu á sviði útleigu og fasteignarekstrar til að mæta auknum kröfum viðskiptavina. Félagið hyggst sækja fram undir nýju nafni. Reginn áætlar að árleg samlegð geti numið 300-500 m.kr. þegar frá líður,“ sagði í tilkynningu frá stjórn Regins. Brimgarðar, langsamlega stærsti eigandi fasteignafélagsins Eikar, lagðist gegn yfirtökutilboðinu en Brimgarðar eru dótturfélag Langasjós, eignarhaldsfélags Mata-systkinanna svokölluðu. Brimgarðar fara með rúmlega fjórðungshlut í Eik. Morgunblaðið hafði eftir Gunnari Þór Gíslasyni, forsvarsmanni Brimgarða, að hann furðaði sig á því að stjórn Regins hafi ekki boðið neitt yfirverð í hlutina í Eik. Brimgarðar hafi áður gert Regin grein fyrir neikvæðri afstöðu sinni en Reginn hafi samt sem áður sent frá sér formlega tilkynningu þar sem skiptagengi var lagt til í yfirtökunni. Að mati Brimgarða væri það tilboð óhagstætt fyrir hluthafa Eikar. Eik fasteignafélag Reitir fasteignafélag Fasteignamarkaður Kauphöllin Tengdar fréttir Reginn gerir yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags Stjórn Regins hf. hefur ákveðið að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Tilboðið verður að fullu fjármagnað með útgáfu nýs hlutafjar í Regin að fenginni heimild hlutahafafundar. 8. júní 2023 06:42 Systkinin leggjast gegn yfirtökunni Brimgarðar, langsamlega stærsti eigandi fasteignafélagsins Eikar, leggjast gegn yfirtökutilboði Regins í félagið. Brimgarðar eru dótturfélag Langasjós, eignarhaldsfélags Mata-systkinanna svokölluðu. 22. júní 2023 11:33 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
„Þessi ákvörðun á sér nokkurn aðdraganda, án þess að það hafi leitt til viðræðna, þar sem innan beggja félaga hefur á liðnum misserum verið litið til þessa möguleika og því verið velt upp að í honum gætu falist tækifæri til áhugaverðra umbreytinga og meiri sérhæfingar en nú er. Við blasir að sameining er til þess fallin að bæta rekstrarárangur og auka arðsemi, svo sameinað félag geti verið skýr valkostur þeirra sem vilja njóta reglulegra arðgreiðslna af fjárfestingum sínum,“ segir í tilkynningu félaganna til Kauphallar. Bæði félögin séu með umtalsverðar þróunareignir á mismunandi stigum og ljóst að skarpari áhersla og skýrari umgjörð um uppbyggingu og nýtingu þeirra og meira gagnsæi hvað varðar áhættur, tækifæri og framvindu, sé til þess fallin að mæta væntingum fjárfesta og lánveitenda um aukið gagnsæi. Skrifstofa Eikar fasteignafélags í Sóltúni í Reykjavík.Eik „Í ljósi almenns vilja hluthafa beggja félaga að ná fram aukinni rekstrarhagkvæmni og að lokum í ljósi þess að ekki virðist nægjanlegur stuðningur við aðrar hugmyndir að stærri sameiningu á fasteignamarkaði varð niðurstaðan sú að taka upp formlegar viðræður milli stjórna félaganna.“ Reitir eru stærsta fasteignafélag landsins en á eftir fylgja Reginn og Eik sem er það þriðja stærsta. Ætli að hefja samtal við Samkeppniseftirlitið Í tilkynningunni segir jafnframt að samrunaviðræðum Reita og Eikar sé ætlað að gefa stjórnum félaganna tveggja svigrúm til að greina eignasöfn þeirra, heppilega umgjörð viðskipta og skipulag sameinaðs félags. Jafnframt standi til að greina samlegðaráhrif og hámarka þá virðisaukningu sem væntingar standi til að af samruna leiði. „Félögin munu, sem lið í þessu ferli, hefja samtal við samkeppnisyfirvöld til þess þegar á frumstigum að leita leiðsagnar um viðmið sem samkeppnisyfirvöld áforma að líta til við mat á því, hvort líklegt sé að þau telji sig þurfa að setja samrunanum skilyrði til að tryggja að eðlileg samkeppni verði áfram á viðeigandi mörkuðum.“ Áherslur félaganna hafi um sumt verið á mismunandi eignaflokka og svæði sem sé til þess er fallið að draga úr neikvæðum samkeppnislegum áhrifum ef af sameiningu yrði. Félögin segjast áforma að endurmeta samsetningu sameinaðs eignasafns og mögulega selja frá sér eignir, meðal annars til að fyrirbyggja neikvæð samkeppnisleg áhrif. Þá verði í viðræðunum lögð áhersla á mat á því hvaða umgjörð henti best fyrir nýtingu þróunareigna félaganna og hvernig hámarka megi verðmæti þeirra eigna. „Stjórnir félaganna telja umtalsverð tækifæri felast í sameiningu þeirra og að samlegðaráhrifin birtist einkum í aukinni rekstrarhagkvæmni, aukinni sérhæfingu, bættri þjónustu við krefjandi markaði og hraðari tekjumyndun af uppbyggingu þróunareigna. Loks telja stjórnir félaganna að stærra, sérhæfðara og arðsamara félag sé líklegt til að eiga betri og fjölbreyttari kosti um fjármögnun og höfða til breiðari hóps fjárfesta, innlendra sem erlendra.“ Yfirtökutilboðið féll í grýttan jarðveg Tilkynnt var 7. júní síðastliðinn að stjórn Regins hafi ákveðið að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags. Tilboðið yrði að fullu fjármagnað með útgáfu nýs hlutafjar í Regin að fenginni heimild hlutahafafundar. „Með viðskiptunum verður til stærsta skráða fasteignafélag landsins með getu til að leiða uppbyggingu sjálfbærra kjarna og sérhæfingu á sviði útleigu og fasteignarekstrar til að mæta auknum kröfum viðskiptavina. Félagið hyggst sækja fram undir nýju nafni. Reginn áætlar að árleg samlegð geti numið 300-500 m.kr. þegar frá líður,“ sagði í tilkynningu frá stjórn Regins. Brimgarðar, langsamlega stærsti eigandi fasteignafélagsins Eikar, lagðist gegn yfirtökutilboðinu en Brimgarðar eru dótturfélag Langasjós, eignarhaldsfélags Mata-systkinanna svokölluðu. Brimgarðar fara með rúmlega fjórðungshlut í Eik. Morgunblaðið hafði eftir Gunnari Þór Gíslasyni, forsvarsmanni Brimgarða, að hann furðaði sig á því að stjórn Regins hafi ekki boðið neitt yfirverð í hlutina í Eik. Brimgarðar hafi áður gert Regin grein fyrir neikvæðri afstöðu sinni en Reginn hafi samt sem áður sent frá sér formlega tilkynningu þar sem skiptagengi var lagt til í yfirtökunni. Að mati Brimgarða væri það tilboð óhagstætt fyrir hluthafa Eikar.
Eik fasteignafélag Reitir fasteignafélag Fasteignamarkaður Kauphöllin Tengdar fréttir Reginn gerir yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags Stjórn Regins hf. hefur ákveðið að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Tilboðið verður að fullu fjármagnað með útgáfu nýs hlutafjar í Regin að fenginni heimild hlutahafafundar. 8. júní 2023 06:42 Systkinin leggjast gegn yfirtökunni Brimgarðar, langsamlega stærsti eigandi fasteignafélagsins Eikar, leggjast gegn yfirtökutilboði Regins í félagið. Brimgarðar eru dótturfélag Langasjós, eignarhaldsfélags Mata-systkinanna svokölluðu. 22. júní 2023 11:33 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Reginn gerir yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags Stjórn Regins hf. hefur ákveðið að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Tilboðið verður að fullu fjármagnað með útgáfu nýs hlutafjar í Regin að fenginni heimild hlutahafafundar. 8. júní 2023 06:42
Systkinin leggjast gegn yfirtökunni Brimgarðar, langsamlega stærsti eigandi fasteignafélagsins Eikar, leggjast gegn yfirtökutilboði Regins í félagið. Brimgarðar eru dótturfélag Langasjós, eignarhaldsfélags Mata-systkinanna svokölluðu. 22. júní 2023 11:33