Tennishátíð í beinni: „Erum mjög spennt að gera eins mikið úr þessu og hægt er“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júní 2023 10:31 Raj K. Bonifacius (t.h.), mótstjóri, er sjálfur lunkinn tenniskappi. mynd/tennisklúbbur víkings Íslandsmótið í tennis utanhúss fer fram þessa dagana og Stöð 2 Sport verður á staðnum á sunnudaginn og sýnir beint frá úrslitum mótsins. Raj K. Bonifacius, mótstjóri, segir að framundan sé algjör tennishátíð og vonar að mótið kveiki meiri áhuga á íþróttinni meðal Íslendinga. „Þetta hófst núna á mánudaginn og það eru 24 keppnisflokkar þar sem elsti keppandi er tæplega sjötíu ára gamall og sá yngsti er sjö ára. Þannig að þetta er fólk á öllum aldri, frá sjö upp í 68 ára,“ sagði Raj í samtali við Vísi í vikunni. „Fjölmennasti flokkurinn er Meistaraflokkur kvenna og í heildina eru þetta í kringum 110 keppendur.“ Láta íslenska veðrið ekki stoppa sig Eins og lesendur Vísis þekkja vel er íslenska veðrið ekki alltaf eitthvað til að hrópa húrra yfir. Þrátt fyrir það segir Raj að veður og vindar hefi lítil sem engin áhrif á tennisiðkun utanhúss nema í undantekningartilfellum. „Á þriðjudaginn spilaði fólk bara í rigningunni. Það rigndi alveg stöðugt en það var hægt að spila í gegnum það því vellirnir eru orðnir svo góðir. Þetta er gervigras sem hentar vel við íslenskar veðuraðstæður.“ „Það er svolítið rok núna en það er enginn vandi að spila tennis í smá roki. Við frestum ekki endilega keppni af því að það er of mikið rok. En ef það er gul veðurviðvörun þá hættum við,“ sagði Raj léttur. Á sjálfur möguleika þar til hann mætir andstæðingi sem sýnir honum annað Eins og áður segir verða úrslitaleikirnir sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudaginn, en fyrir þá sem vilja fylgjast með fram að því benti Raj á nokkra keppendur sem fólk ætti að fylgjast sérstaklega með. Þrátt fyrir að vera sjálfur skráður til leiks vildi hann þó ekki endilega beina athyglinni að sjálfum sér. „Mér finnst ég nú alveg eiga séns en svo mætir maður einhverjum andstæðingi sem sýnir manni eitthvað allt annað.“ „Ég held að eins og í kvennaflokknum þá eru þessar þrjár efstu konur þar ríkjandi Íslandsmeistari utanhúss og ríkjandi Íslandsmeistari innanhúss og svo önnur sem hefur verið Íslandsmeistari bæði í utan- og innanhúss. Ein af þeim þrem er mjög líkleg til að vinna mótið. Þetta eru þær Sofia Sólei Jónasdóttir, Anna Soffia Grönholm og Garima Nitinkumar Kalugade. Þær þrjár eru svona líklegastar til að vinna mótið.“ Tennishátíð framundan Þá segir Raj að hingað til hafi mótið gengið virkilega vel og að stefnan sé sett á tennishátíð um helgina. „Við ætlum að vera með tennishátíð á sunnudaginn í kringum úrslitaleikina. Fólk getur komið og það verða einhverjir básar þar sem verður hægt að prófa hitt og þetta. Svo eru náttúrulega úrslitaleikirnir sjálfir og hamborgarar. Þetta er allt ókeypis og fólk getur komið og fengið fría hamborgara og happdrættismiða þar sem hægt verður að vinna einhverja tennisvinninga.“ „Tennissambandið er að nota þetta sem svona kynningarátak. Stöð 2 Sport er að koma að sýna frá leikjunum þannig að við erum mjög spennt að gera eins mikið og hægt er að gera úr þessu. Þetta verður allt ókeypis og meira að segja hægt að fá ókeypis hamborgara og drykki hérna.“ Vonar að mótið kveiki tennisáhuga Hann hvetur fólk einnig til að mæta á svæðið og vonar að þetta muni að einhverju leyti auka áhuga Íslendinga á tennis. „Það hefur verið voða lítið sýnt frá íslenskum tennis. Við erum með eina stelpu sem er að spila virkilega vel núna sem er 12 ára og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Hún er búin að spila tennis í sex ár núna og búin að æfa mjög vel og ég held að það séu margir sem eru búnir að taka eftir henni.“ „Ísland er að taka þátt á HM í tennis, bæði karla- og kvennalandsliðin, og svo erum við í verkefnum eins og Youth Olympic Festival sem er keppni sem ÍSÍ sendir fjóra krakka í. Svo eru núna í ágúst Smáþjóðaleikarnir í tennis fyrir krakka 14 ára og yngri.“ „Þessir krakkar eru núna að keppa og æfa og það skiptir miklu máli að taka þátt. Það eru mjög margir krakkar sem æfa tennis, en kannski ekki jafn margir sem keppa,“ sagði Raj að lokum. Úrslitaleikir Íslandsmótsins verða eins og áður segir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudaginn og hefst útsendingin klukkan 13:50. Tennis Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Sjá meira
„Þetta hófst núna á mánudaginn og það eru 24 keppnisflokkar þar sem elsti keppandi er tæplega sjötíu ára gamall og sá yngsti er sjö ára. Þannig að þetta er fólk á öllum aldri, frá sjö upp í 68 ára,“ sagði Raj í samtali við Vísi í vikunni. „Fjölmennasti flokkurinn er Meistaraflokkur kvenna og í heildina eru þetta í kringum 110 keppendur.“ Láta íslenska veðrið ekki stoppa sig Eins og lesendur Vísis þekkja vel er íslenska veðrið ekki alltaf eitthvað til að hrópa húrra yfir. Þrátt fyrir það segir Raj að veður og vindar hefi lítil sem engin áhrif á tennisiðkun utanhúss nema í undantekningartilfellum. „Á þriðjudaginn spilaði fólk bara í rigningunni. Það rigndi alveg stöðugt en það var hægt að spila í gegnum það því vellirnir eru orðnir svo góðir. Þetta er gervigras sem hentar vel við íslenskar veðuraðstæður.“ „Það er svolítið rok núna en það er enginn vandi að spila tennis í smá roki. Við frestum ekki endilega keppni af því að það er of mikið rok. En ef það er gul veðurviðvörun þá hættum við,“ sagði Raj léttur. Á sjálfur möguleika þar til hann mætir andstæðingi sem sýnir honum annað Eins og áður segir verða úrslitaleikirnir sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudaginn, en fyrir þá sem vilja fylgjast með fram að því benti Raj á nokkra keppendur sem fólk ætti að fylgjast sérstaklega með. Þrátt fyrir að vera sjálfur skráður til leiks vildi hann þó ekki endilega beina athyglinni að sjálfum sér. „Mér finnst ég nú alveg eiga séns en svo mætir maður einhverjum andstæðingi sem sýnir manni eitthvað allt annað.“ „Ég held að eins og í kvennaflokknum þá eru þessar þrjár efstu konur þar ríkjandi Íslandsmeistari utanhúss og ríkjandi Íslandsmeistari innanhúss og svo önnur sem hefur verið Íslandsmeistari bæði í utan- og innanhúss. Ein af þeim þrem er mjög líkleg til að vinna mótið. Þetta eru þær Sofia Sólei Jónasdóttir, Anna Soffia Grönholm og Garima Nitinkumar Kalugade. Þær þrjár eru svona líklegastar til að vinna mótið.“ Tennishátíð framundan Þá segir Raj að hingað til hafi mótið gengið virkilega vel og að stefnan sé sett á tennishátíð um helgina. „Við ætlum að vera með tennishátíð á sunnudaginn í kringum úrslitaleikina. Fólk getur komið og það verða einhverjir básar þar sem verður hægt að prófa hitt og þetta. Svo eru náttúrulega úrslitaleikirnir sjálfir og hamborgarar. Þetta er allt ókeypis og fólk getur komið og fengið fría hamborgara og happdrættismiða þar sem hægt verður að vinna einhverja tennisvinninga.“ „Tennissambandið er að nota þetta sem svona kynningarátak. Stöð 2 Sport er að koma að sýna frá leikjunum þannig að við erum mjög spennt að gera eins mikið og hægt er að gera úr þessu. Þetta verður allt ókeypis og meira að segja hægt að fá ókeypis hamborgara og drykki hérna.“ Vonar að mótið kveiki tennisáhuga Hann hvetur fólk einnig til að mæta á svæðið og vonar að þetta muni að einhverju leyti auka áhuga Íslendinga á tennis. „Það hefur verið voða lítið sýnt frá íslenskum tennis. Við erum með eina stelpu sem er að spila virkilega vel núna sem er 12 ára og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Hún er búin að spila tennis í sex ár núna og búin að æfa mjög vel og ég held að það séu margir sem eru búnir að taka eftir henni.“ „Ísland er að taka þátt á HM í tennis, bæði karla- og kvennalandsliðin, og svo erum við í verkefnum eins og Youth Olympic Festival sem er keppni sem ÍSÍ sendir fjóra krakka í. Svo eru núna í ágúst Smáþjóðaleikarnir í tennis fyrir krakka 14 ára og yngri.“ „Þessir krakkar eru núna að keppa og æfa og það skiptir miklu máli að taka þátt. Það eru mjög margir krakkar sem æfa tennis, en kannski ekki jafn margir sem keppa,“ sagði Raj að lokum. Úrslitaleikir Íslandsmótsins verða eins og áður segir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudaginn og hefst útsendingin klukkan 13:50.
Tennis Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Sjá meira