Óskar upplifir andstæðinga Blika kokhrausta: „Ekki fyrstir til þess að gera það“ Aron Guðmundsson skrifar 29. júní 2023 23:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson Vísir/Hulda Margrét Það ræðst á föstudagskvöld hvort það verður hlutskipti Breiðabliks eða Buducnost frá Svartfjallalandi að spila í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Liðin eiga sér stutta en hatramma sögu og mætast í hreinum úrslitaleik í forkeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli. „Við erum mjög spenntir, þetta eru leikirnir sem menn eru að leggja allt streðið og puðið á sig fyrir,“ segir Óskar Hrafn við Vísi. „Þetta eru skemmtilegustu leikirnir og mikið undir. Það eru ótrúleg forréttindi að fá að spila þessa Evrópuleiki. Það er mikil spenna, þakklæti og gleði í okkar herbúðum gagnvart því að fá að taka þátt í þessu.“ Ár er síðan að Breiðablik og Buducnost mættust síðast. Liðin háðu einvígi í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu, einvígi sem Breiðablik hafði betur í. „Þeir eru með dálítið breytt lið frá því í fyrra. Þegar að mótið hjá okkur kláraðist lá það fyrir hvaða lönd myndu eiga félagslið í þessari forkeppni sem við erum núna í. Við erum því búnir að fylgjast vel með deildinni í Svartfjallalandi í vetur. Þeir eru með breytt lið, stærra, þyngra og jafnframt eldra lið. Kantmennirnir þeirra, sem voru báðir léttir og liprir, hafa verið seldir og í staðinn eru komnir inn menn með aðeins meiri vöðva og þroska. Fyrst og síðast munum við þurfa að passa föstu leikatriðin. Þeir eru gríðarlega sterkir þar, sterkir í loftinu og með fína spyrnumenn. Þá eru þeir líka fljótir í færslum milli varnar og sóknar. Þegar að þeir vinna boltann geta þeir farið mjög hratt á þig. Við þurfum því að passa vel upp á boltann að því leitinu til að við þurfum líka að passa okkur á því að vera þvinga hlutina.“ Blikar verði að þora að spila fram á við, þora að spila í gegnum raðir Buducnost. „Það þarf því að vera góð áhættustjórnun en fyrst og síðast þurfum við að passa upp á að dekka þá í föstu leikatriðunum og loka á fyrirgjafir frá þeim. Helst koma í veg fyrir að við séum að fá á okkur klaufalegar aukaspyrnur á okkar eigin vallarhelmingi.“ Sauð upp úr síðast þegar liðin mættust í Kópavogi Einvígi liðanna í Sambandsdeildinni í fyrra er mörgum ferskt í minni en upp úr sauð þegar liðin mættust á Kópavogsvelli og fóru þrjú rauð spjöld á loft. Óskar Hrafn á ekki von á öðrum eins látum í leik liðanna á morgun. „Ég á ekki von á því að þeir muni draga það með sér inn í þennan leik, núna ári seinna, ég yrði mjög hissa á því. Þetta er auðvitað breytt lið, það voru tveir sem spiluðu á móti okkur í fyrra sem byrjuðu undanúrslitaleik þeirra á móti Athletic Club D´Escaldes á dögunum. Þá er einnig nýr þjálfari í brúnni hjá þeim.“ „Þeir eru blóðheitir Svartfellingarnir og það býr mikil ástríða í þeim. Ég á því von á því að þeir muni sýna skap, sýna tennurnar á móti okkur en á síður von á því að það sjóði allt upp úr eins og gerðist í fyrra. Það sem átti sér stað þar er ekki eitthvað sem telst vera eðlilegt. Menn munu sýna tilfinningar en ná að halda þeim svona hæfilega í skefjum.“ Svartfellingar virki kokhraustir Á blaðamannafundi Blika í dag talaði Óskar Hrafn um að liðsmenn Buducnost virkuðu á sig sem kokhraustir í viðtölum við fjölmiðla ytra fyrir leikinn gegn Blikum. Heldurðu að þeir séu að vanmeta ykkur í aðdraganda leiksins? „Ég vona það, þeir verða þá ekki fyrstir til þess að gera það. Ég vona svo sannarlega að þeir telji sig betri en okkur og eigi von á léttum leik. Það væri fullkomið fyrir okkur. Þetta er kunnuglegt stef finnst mér þegar að við höfum verið að mæta í Evrópuleiki. Lið hafa, oft á tíðum, ekki tekið okkur alvarlega og stundum fengið á baukinn í kjölfarið. Ef það er upp á teningnum þá er það flott, það hjálpar okkur. Við vanmetum ekki Buducnost og vitum að þetta er öflugt og vel mannað lið. Það er miklu til tjaldað þarna, þeir eyða miklum peningum í leikmannahópinn og hafa úr nægu að moða á milli handanna. Þó að þeir séu í þessum riðli núna, og þrátt fyrir að Svartfellingum hafi ekki gengið neitt frábærlega vel í Evrópu undanfarin ár, þá er bæði þetta lið og liðið sem endaði í 2. sæti í deildinni í Svartfjallalandi mjög öflugt. Blikar eigi von á erfiðum leik. „En hvað þeir hugsa, ég átta mig eiginlega ekki alveg á því. Ég upplifi þá eins og þeir séu ánægðir með sig, þeir hafa alveg ástæðu til þess eftir góðan sigur á D´Escaldes en við tökum bara á móti þeim og þurfum að láta það telja að við séum á miðju tímabili á meðan að þeir eru enn á undirbúningstímabili sínu.“ Leikur Breiðabliks og Buducnost verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan korter í sjö á föstudagskvöld. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Fótbolti Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
„Við erum mjög spenntir, þetta eru leikirnir sem menn eru að leggja allt streðið og puðið á sig fyrir,“ segir Óskar Hrafn við Vísi. „Þetta eru skemmtilegustu leikirnir og mikið undir. Það eru ótrúleg forréttindi að fá að spila þessa Evrópuleiki. Það er mikil spenna, þakklæti og gleði í okkar herbúðum gagnvart því að fá að taka þátt í þessu.“ Ár er síðan að Breiðablik og Buducnost mættust síðast. Liðin háðu einvígi í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu, einvígi sem Breiðablik hafði betur í. „Þeir eru með dálítið breytt lið frá því í fyrra. Þegar að mótið hjá okkur kláraðist lá það fyrir hvaða lönd myndu eiga félagslið í þessari forkeppni sem við erum núna í. Við erum því búnir að fylgjast vel með deildinni í Svartfjallalandi í vetur. Þeir eru með breytt lið, stærra, þyngra og jafnframt eldra lið. Kantmennirnir þeirra, sem voru báðir léttir og liprir, hafa verið seldir og í staðinn eru komnir inn menn með aðeins meiri vöðva og þroska. Fyrst og síðast munum við þurfa að passa föstu leikatriðin. Þeir eru gríðarlega sterkir þar, sterkir í loftinu og með fína spyrnumenn. Þá eru þeir líka fljótir í færslum milli varnar og sóknar. Þegar að þeir vinna boltann geta þeir farið mjög hratt á þig. Við þurfum því að passa vel upp á boltann að því leitinu til að við þurfum líka að passa okkur á því að vera þvinga hlutina.“ Blikar verði að þora að spila fram á við, þora að spila í gegnum raðir Buducnost. „Það þarf því að vera góð áhættustjórnun en fyrst og síðast þurfum við að passa upp á að dekka þá í föstu leikatriðunum og loka á fyrirgjafir frá þeim. Helst koma í veg fyrir að við séum að fá á okkur klaufalegar aukaspyrnur á okkar eigin vallarhelmingi.“ Sauð upp úr síðast þegar liðin mættust í Kópavogi Einvígi liðanna í Sambandsdeildinni í fyrra er mörgum ferskt í minni en upp úr sauð þegar liðin mættust á Kópavogsvelli og fóru þrjú rauð spjöld á loft. Óskar Hrafn á ekki von á öðrum eins látum í leik liðanna á morgun. „Ég á ekki von á því að þeir muni draga það með sér inn í þennan leik, núna ári seinna, ég yrði mjög hissa á því. Þetta er auðvitað breytt lið, það voru tveir sem spiluðu á móti okkur í fyrra sem byrjuðu undanúrslitaleik þeirra á móti Athletic Club D´Escaldes á dögunum. Þá er einnig nýr þjálfari í brúnni hjá þeim.“ „Þeir eru blóðheitir Svartfellingarnir og það býr mikil ástríða í þeim. Ég á því von á því að þeir muni sýna skap, sýna tennurnar á móti okkur en á síður von á því að það sjóði allt upp úr eins og gerðist í fyrra. Það sem átti sér stað þar er ekki eitthvað sem telst vera eðlilegt. Menn munu sýna tilfinningar en ná að halda þeim svona hæfilega í skefjum.“ Svartfellingar virki kokhraustir Á blaðamannafundi Blika í dag talaði Óskar Hrafn um að liðsmenn Buducnost virkuðu á sig sem kokhraustir í viðtölum við fjölmiðla ytra fyrir leikinn gegn Blikum. Heldurðu að þeir séu að vanmeta ykkur í aðdraganda leiksins? „Ég vona það, þeir verða þá ekki fyrstir til þess að gera það. Ég vona svo sannarlega að þeir telji sig betri en okkur og eigi von á léttum leik. Það væri fullkomið fyrir okkur. Þetta er kunnuglegt stef finnst mér þegar að við höfum verið að mæta í Evrópuleiki. Lið hafa, oft á tíðum, ekki tekið okkur alvarlega og stundum fengið á baukinn í kjölfarið. Ef það er upp á teningnum þá er það flott, það hjálpar okkur. Við vanmetum ekki Buducnost og vitum að þetta er öflugt og vel mannað lið. Það er miklu til tjaldað þarna, þeir eyða miklum peningum í leikmannahópinn og hafa úr nægu að moða á milli handanna. Þó að þeir séu í þessum riðli núna, og þrátt fyrir að Svartfellingum hafi ekki gengið neitt frábærlega vel í Evrópu undanfarin ár, þá er bæði þetta lið og liðið sem endaði í 2. sæti í deildinni í Svartfjallalandi mjög öflugt. Blikar eigi von á erfiðum leik. „En hvað þeir hugsa, ég átta mig eiginlega ekki alveg á því. Ég upplifi þá eins og þeir séu ánægðir með sig, þeir hafa alveg ástæðu til þess eftir góðan sigur á D´Escaldes en við tökum bara á móti þeim og þurfum að láta það telja að við séum á miðju tímabili á meðan að þeir eru enn á undirbúningstímabili sínu.“ Leikur Breiðabliks og Buducnost verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan korter í sjö á föstudagskvöld.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Fótbolti Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti